Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 49

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 49
SKINFAXI 113 dreymdi stóra drauma. Menn lágu ekki á liði sínu. Áliugi og fórnfýsi knúði menn til starfa. Árið 1907 er tímamótaár í sögu Finnlands, þvi að þá eignumst vér þing í einni deild og róttækar endurbætur eru 'fram- kvæmdar á atkvæðisréttinum. Þá tóku Finnlands-Svíar að koma saman 6. nóv- ember, á dánardegi Gustafs Adolfs II. Þessi ár voru þýöingarmikil fyrir félagsskap vorn. Ný félög voru stofnuð og nýir lýðháskólar. Sem dæmi má geta þess, að aðeins i sænska Österbotten voru sjö ný ungmennafélög stofnuð og jafnframt var tekið að mynda héraðssambönd. Öll félögin í Österbotten mynduðu með sér samband, sem stofnaði einn liinna þriggja lýðháskóla er það ár voru stofnaðir i Öster- botten. Slík sambönd eru nú á hinum byggðasvæð- um Svía i Finnlandi. 1 ungmennafélögunum þroskaðist sjálfstæðisliug- sjónin, sem varð að veruleilca i lok heimsstyrj aldar- innar fyrri. Til þess að gera mönnum ljóst við hver kjör félögin bjuggu til þess tíma skal hér tekið dæmi frá árinu 1903. Litið ungmennafélag í Österbotten ætl- aði að liafa skemmtikvöld 26. desember 1903. Til þess að fá leyfi til þess þur’fti að leita til héraðsstjórans, sem þá var rússneskur herforingi. I svarinu sem fé- lagið fékk segir: „— — — föllumst vér á að veita umbeðið leyfi, þó með skilyrðum, að þeir söngvar, upplestrar, leik- þættir, sögur eða samtöl sem kunna að vera á skemmti- skránni sé samþykkt af ritskoðuninni, að ávarp að upphafi sé niðurfellt og lestur úr félagsblaðinu, ekk- ert viðkomandi stjórnmálum sé rætt og að ekki sé brotið í bága við reglugerð um almennar samkomur frá 2. júli 1900.“ Samkoman byrjaði með Vasamarsinum, þrjú kvæði úr „Fank Stáls ságner“ eftir Runeberg voru lesin upp, leikritið Uppgjafabermaðurinn frá 1808—1809 8

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.