Skinfaxi - 01.11.1948, Page 53
SKINFAXI
117
2) að fá framvegis tök á skemmtanalífi æskulýðs-
ins til sveita.
3) að laga þetta skemmtanalíf staðháttum þar og
að síðustu
4) að fá einkarétt til skemmtana unglinganna.
Á okkar dögum, þegar svo margar raddir lokka
æskulýðinn og vandamál er orðið að gera lífið í
sveitunum skenmitilegt — þar er ein ástæðan til flótta
fólksins til bæjanna — ber að leggja rælct við skemmt-
analífið. En það skal viðurkennt, að það er allerfitt
vandamál að samræma liugsjónabaráttu starfsins
skemmtanalífinu. Oft verður þar að sigla milli skers
og báru. Það skal og viðurkennt 'fyrir hönd finnsk-
sænslcu ungmennafélaganna að í sumum félaganna
hafa skemmtanirnar fengið of mikið rúm og á kostn-
að þýðingarmeiri viðfangsefna. En fái ekld ungling-
arnir fullnægt skemmtanaþörf sinni innan félaganna,
er hætt við að þeir leiti út fyrir félögin. Eins og nú
standa sakir geta ungmennafélögin boðið félögum
sínum heilhrigðar skemmtanir innan hófsamlegra tak-
marka. Og unglingarnir velja þær 'fram yfir lausung-
arsamkomur með borgasniði. Ef menn virða fyrir
sér þessi mál ætti það að verða mönnum ljóst að
ungmennafélögin liafa hér miklu hlutverki að gegna.
Viðfangsefni okkar mótast af sér finnsk-sænskum
aðstæðum með þjóðernismálin og utanaðkomandi
vanda, en ekki er það hlutverkið sízt að leitast við
að skapa æskulýðnum til sveita þau skilyrði, að hann
ekki yfirgefi hina sænsku mold.
Hvernig er þá háttað skemmtanalífinu innan finnslc-
sænsku ungmennafélaganna? Dans er ekki bannað-
ur en mjög sjaldan er stofnað til skemmtana, þar sem
ekkert fer fram nema dans. Fundir og samkomur
enda mjög oft með dansi í klulckustund. Að öðru
leyli er oft á skemmtiskránni: leikþáttur, ræða eða