Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 78

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 78
142 SKINFAXI Sambandsráðsfundur IJ.Hi.F.Í. 1948. Sambandsráðsfundur Ungmennafélags íslands 1948 var hald- inn í BreiSfirðingabúð 2. og 3. október. Fundinn sátu, auk stjórnar U.M.F.Í. eftirtaldir héraðssljórar og forvígismenn héraðssambandanna: Haukur Jörundsson, Hvanneyri, formaður U.M.S. Borgarfjarð- ar. Bjarni Andrésson, Stykkishólmi, formaður U.M.S. Snæfellinga. Friðjón Þórðarson, Breiðabólstað, frá Ungmennasambandi Dalamanna. Guðmundur Jónasson, Ási, formaður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga. Guðjón Ingimundarson, Sauðárkróki, formaður Ungmenna- sambands Skagafjarðar. Steinþór Magnússon, Hjartarstöðum, formaður Ungmenna- og iþróttasambands Austurlands. Sigurður Greipsson, Haukadal, formaður Héraðssambandsins Skarphéðins. Ólafur Þórðarson, Æsvstöðum, frá Ungmennasambandi Kjal- arnesþings. Gestir: Bóas Einilsson, framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands. Stefán Júliusson, ritstjóri Skinfaxa. Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri, Eiðum. Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi. Helztu mál fundarins voru undirbúningur að næsta lands- móti Ungmennafélags íslands að Eiðum vorið 1949 og ýmis starfsmál U.M.F.Í. Þessar ályktanir voru gerðar: 1. Landsmótið. a) að sjöunda landsmót U.M.F.Í. skuli lialdið um fyrstu helgi júlímánaðar. b) að til mótsins verði boðið einum fulltrúa frá Iiverju ung- mennasambandi á öllum Norðurlöndunum. c) að keppt skuli í þeim íþróttagreinum, sem drög voru gerð að á síðasta sambandsráðsfundi, að viðbættu því að 4x100 m boðhlaup verði tekið upp. d) að landsmótið veiti hverjum íþróttakeppanda tvær mál- tíðir á dag ókeypis, þá tvo daga, sem mótið fer fram. Þá

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.