Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 82

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 82
146 SKINFAXI Umf. Hrunamanna, Hrunamannahreppi, lélí Orustuna á Há- logalandi. Lauk að mestu við sundlaug félagsins að Flúðum og vann að vegagerð að henni. Umf. Gnúpverja, Gnúpverjahreppi, lék Hreppstjórann á Ilraunhamri. Gefur úr fjölritað blað, „Gnúpverjann“. Umf. Biskupstungna, Biskupstungum, rekur bókasafn með 660 bindum. Umf. Hvöt, Grímsnesi, gefur út myndarlegt fjölritað blað, „Ljósvakann“, og kom blaðið 4 sinnum út. Bókasafn félags- ins telur 1050 bindi. Félagið minntist veglega 40 ára afmælis síns i árslokin. Umf. Ölfusinga, Ölfusi, á 3 ha. skógrækarland og gróður- setti þar 700 trjáplöntur. Starfrækir yngri deild. Hin almennu störf Umf. sem eru sameiginleg í flestum skýrslum þeirra, eru: málfundir, íþróttastarfsemi, bæði með námskeiðum, kennslu á annan hátt og þátttöku i íþróttamót- um, margvísleg skemmtistarfsemi, þar undir söngiðkun og leikritaflutningur, ferðalög, ýmis konar bjálparstarfsemi, fjár- öflun til ýmissa framkvæmda, einkum íþróttamannvirkja, eins og sundlauga, íþróttavalla, gufubaostofa og svo félagsheimila. Starfsemi yngri deilda fer i vöxt og er það vel farið. Ættu sem flest Umf. að taka hana upp, þvi hún mun reynast félög- unum öruggasta leiðin til að öðlast stöðugt nýja starfskrafta. Ef hægt er að fá flest börnin með í yngri deild, sem tiltölu- lega auðvelt er, þar sem starfið er einu sinni hafið, þá ganga þau af sjálfu sér í eldri deild félagsins við fermingaraldurinn. Þannig er tryggt, að öll æskan á félagssvæðinu komist í snert- ingu við Umf. og starfi þar, svo lengi sem hennar nýtur við heima. D. Á. A t h. Ungmennafélagar og aðrir kaupendur Skinfaxa geri skil við afgreiðslu ritsins, Edduhúsinu, Reykjavík, eða í póst- hólf 406, Rvk.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.