Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 88

Skinfaxi - 01.11.1948, Side 88
152 SKINFAXI virkjum og leysa önnur aSkallandi málefni, sem æskuna i hér- aðinu varðar. Ungmennafélag Keflavíkur er gamalt ungmennafélag, stofn- að árið 1929. Félagar þess eru nú 285. Stjórn skipa: Bjarni Friðriksson formaður, Edda Gunnarsdóttir ritari og Arinbjörn Ólafsson gjaldkeri. Umf. Keflavikur liefur um margt verið starfsamt félag. Byggði og rekur samkomu- og kvikmyndahús í Keflavík, hefur látið byggingu sundlaugarinnar i Keflavík mjög til sín taka, enda unnið að sundmennt og öðrum íþróttum á félagssvæði sinu. Þá hefur félagið séð um almenna fyrir- lestra og margvíslega menningarstarfsemi i Keflavik. Skinfaxi býður þessi nýju félög velkomin til samstarfs í Ungmennafélagi íslands. Leikritasafn U.M.F.Í. Rannveig Þorsteinsdóttir stud. jur. Iíirkjustræti 10, Reykja- vík, sér um leikritasafn U.M.F.Í. eins og áður. Umf., sem óska eftir smærri leikritum, ættu að senda henni óskir sínar. Hún hefur skrifað öllum Umf. í haust og sent þeim skrá yfir þau leikrit, sem á boðstólum eru, ásamt nauðsynlegustu upplýs- ingum um þau. Æska Noregs vill ferðast til íslands. Noregs Ungdomslag vinnur að þvi, að teknar verði upp beinar skipaferðir milli Bergen, Þórshafnar í Færeyjum og Reykjavikur, eins og var fyrir striðið. Iiefur Noregs Ung- domslag skrifað U.M.F.Í. um þetta mál og sent því afrit af bréfi til samgöngumálaráðuneytisins norska. Er þar bent á mikinn áhuga norskrar æsku fyrir því að eiga kost á viðunandi skipaferðum til íslands og Færeyja og hvert gildi slíkt hefði fyrir menningarsamvinnu þessara landa. Nú sé þctta lokuð leið norskri æsku, þvi flugferðir séu svo dýrar, að óhugsandi sé, að þær komi almenningi að nokkru gagni í þessu sambandi. Þá er og bent á, að óeðlilega fáir stúdentar frá íslandi og Færeyjum sæki norska liáskóla. Hins vegar séu margir Færeyingar í sænskum háskólum og eigi samgöng- urnar áreiðanlega mikinn þátt i að svo er, þar sem að mörgu leyti væri eðlilegra að þeir leituðu til Noregs. Að öllu þessu athuguðu og fleiri rökum, sem talin eru fram, skorar Noregs Ungdomslag á samgöngumálaráðuneytið að beita sér fyrir þvi, að skipafélög taki upp áætlunarferðir til íslands

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.