Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 89

Skinfaxi - 01.11.1948, Page 89
SKINFAXI 153 um Færeyjar og styðji það fjárhagslega, ef skipafélögin sjá sér það ekki fært að öðrum kosti. Þetta er merkilegt mál, sem einnig gæti liaft verulega þýðingu fyrir islenzkan æskulýð, sem vafalaust væri þess fýsandi að fara kynnisferðir til Noregs, ef hentugar 'og ódýrar ferðir væru til. íþróttastarfsemi Ungmennasambands Skagafjarðar. Ungmennasamband Skagafjarðar rak fjölþætta íþróttastarf- semi árið 1948. Héraðsmót þess fór fram 4. jiilí og er þess getið hér á öðrum stað. Sundmót hélt samhandið i Varmalilið 25. júli. Knattspyrnumót var háð á Sauðárkróki, dagana 16. og 17. júní, og tóku þátt í því þessi þrjú félög: Umf. Tinda- stól, Sauðárkróki, sem vann mótið, með 4 stigum, Umf. Hjalti, Hjaltadal, sem hlaut 2 stig og Umf. Haganeshrepps, sem lilaut ekkert stig. Knattspyrnu- og liandknattleiksflokkur frá Umf. Tindastóll fór til Siglufjarðar 10. júli og kepptu þar við Knattspyrnufé- lag Siglufjarðar í knattspyrnu og handknattleik kvenna. Leik- ar fóru þannig, að K.S. vann knattspyrnuna mcð 4 mörkum gegn 3, en stúlkurnar úr Umf. Tindastól unnu liandknattlcik- inn með 6 mörkum gegn 0. Siglfirðingar komu svo i lieimsókn til Umf. Tindastóls 8. ágúst og var þá keppt i sömu greinum. Fóru leikar þannig, að Siglfirðingar unnu knattspyrnuna með 2 mörkum gegn 0, en handknattleikinn unnu stúlkurnar úr Tindastól með 7:2. Umf. Tindastóll tók þátt í Norðurlandsmóti i liandknattleik kvenna á Akureyri 14. og 15. ágúst. Tapaði félagið háðum leikjunum við K.A. með 3:7 og við Þór með 2:4. K.A. varð Norðurlandsmeistari. Umf Tindastóll og K.A. kepptu aftur 4. og 5. september i handknattleik kvenna og knattspyrnu. Fóru leikar þannig, að handknattleikinn unnu stúlkurnar úr Umf. Tindastól með 9:6, cn jafntefli varð i knattspyrnunni, 3:3. Guðjón Ingimundarson kennari á Sauðárkróki er formaður Ungmennasambands Skagafjarðar og Umf. Tindastóls á Sauð- árkróki. ~

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.