Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1951, Qupperneq 36

Skinfaxi - 01.11.1951, Qupperneq 36
132 SKINFAXI auðnurlkt, sem slíkt kann að reynast á styrjaldar- tímum, en vér getum að minnsta kosti með nokkrum rétti haldið því fram, að átökin milli stórveldanna snúist um málefni, sem ekki beint snerti oss, er það jafn skaðlegt lifi einstaklings og þjóðar, ef vér förum að telja ágæti þess einnig í gildi 1 þeim átökum, sem eiga sér stað á friðartímum. Þá verður hlutleysið ekk- ert annað en flótti frá lífinu. Því lífið er þrotlaus bar- átta við allt það, sem er mannlífinu til óþurftar og framgangi lífstakmarksins til tafar, því takmarki, sem er inntakið í orðunum, að vera samfélagar undir merkjum kærleikans með ábyrgðartilfinningu hvers einstaklings gagnvart öðrum. Og í þeirri baráttu er það í gildi, að hver sá, sem ekki er með, hann er á móti. Að vera hlutlaus í daglegu lífi þýðir þvi i rauninni það, að láta sér nægja sínar eigin þjáningar, að vera haldinn þvi viðhorfi, að það eitt gildi, að sjá aðeins farborða sjálfum sér og sínu og hafa svo auk þess við orð: Hvað varðar mig um hina? Þeir verða, rétt eins og ég að bjarga sér eftir beztu getu og látum þá um það. — Það var þetta viðhorf, sem einkenndi oss á árunum milli heimsstyrjaldanna — enda þótt fjölmargt gott megi segja um þróunina á þeim árum, — og það mun öllum ljóst, að við slika aðbúð á samfélags- og þjóðlífs- kennd erfitt uppdráttar. Því meir sem hugur einstakl- ingsins er mótaður af því einu að telja sig einvörðungu ábyrgan um eigin hag, þvi meir skiptist þjóðfélagið í hópa og flokka, því breiðara verða bil á milli, því erfiðara verður oss um að finna til nokkurrar sam- hygðar. Þessa lífsviðhorfs gætli mjög á ýmsum sviðum. Fá- ein dæmi skulu nefnd. Unglingafræðslan sjálf var mörkuð af þessu. Hvatningarorð vor til æskunnar á þeim árum voru á þessa lund: Ykkur ber að fullkomna ykkur. Ykkur ber af fremsta megni að hervæðast verk-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.