Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 6
„Ef hval rekur á land manns, og á hann allan, en ef skot er í, þá á sá hvalinn hálfan er skot á í, ef hann kemur til að skera. En svo skal leita skotsins, sem hann ætti skot í hval á annars fjöru; en ef hann veit hver á og skal hann gera orð þeim ef sá er svo nær að komast má tvíveg- is þangað þann dag er þá er. En skothval skulu fimm búar virða pundara veginn, en landeigandi skal skera skotmannshlut til helminga, ef sá kemur eigi til er skaut“. Síðan eru ákvæði um það. að sá sem skar hvalinn, skuli eiga fjórðung skotmannshlutar fyrir erfiði sitt, en greiða hitt reiðulega af hendi þegar skotmaður réttur hef- ur sannað mál sitt. Þá koma ströng viðurlög við því að leyna skoti í hval, og varðar það skóg- gangi, ef skotmaður vill sækja það mál svo fast. Hafi skotmaður ekki gefið sig fram, ber land- eiganda eða hvalskurðarmanni að hafa verðmæti skotmannshlutar til alþingis og segja þar til skotsins. Skal hann gera slíkt þrjú sumur. Ef enginn kemur þá fram, sem sannar eignarrétt sinn á skotinu, skal skurðarmaður hafa heim féð og eiga. Ekki verður það séð af þessuni heimildum, hvaða hvalategundir það voru, sem'menn veiddu til foraa. Hins vegar getur Konungsskuggsjá nokkrurra hvala sérstaklega, sem veiðimenn sækjast eftir. Þar á meðal eru marsvín eða hnýðingar. „Forðast þeir veiðimannafund og verða þó iðulega reknir á land hundruðum sam- an, og er það mikil fæðsla mönnum, þar sem þeir verða margir veiddir“. Af öðrum stað i sama riti sézt það, að fornmenn hafa ekki að- eins veitt smáhvelina, heldur einnig stórhveli, eins og t. a. m. reyðarhvali. Lýsing sú, sem hér fer á eftir, og tekin er úr Konungsskuggsjá, á efalaust við steypireyði, þótt stærðin sé ýkt, eins og oftar brennur við um hvalalýsingar þessa rits. Var það og mjög algengt allt fram á síðustu tíma, að hvalir væru í ritum sagðir hálfu stærri og mikilfenglegri en þeir eru. f Konungs- skuggsjá segir; „Þá er enn eitt hvalakyn er reyður er kallað, og er sá allra fiska beztur átum. Hann er hóg- vær fiskur og ekki hættur við skip, þó að hann fari nær. En sá fiskur er mikill og langur að vexti. Svo segja menn, að þann hafi menn mest- an veiddan, er hann var þrettán tigi álna lang- ur, það er þrjá tigi álna og eitt hundrað tírætt, og verður hann oft veiddur af veiðimönnum fvr- ir hógværi sinnar sakir og spektar, og er hann betri átum og betur þefaður en nokkur fiskur annar þeirra sem nú höfum vér um rætt, og er hann þó vel feitur talinn“. Þess ber að gæta í sambandi við ofanskráða frásögn af stærð hins lengsta hvals, sem veidd- ur hafi verið, að hin forna alin var allmiklu styttri en alin síðari tíma. Með lengdarhugtak- inu alin eða öln var miðað við lengdina frá oln- boga og fram á fingurgóma, en sú lengd er nál. 40 cm. á meðalmanni fullorðnum. Þótt tekið sé tillit til þessa, og jafnframt reiknað með því, að nokkuð sé ýktur álnafjöldinn, verður naum- ast á móti því borið með rökum, að fornmenn hafi lagt að velli ekki aðeins smáliveli, lieldur stóra reyðarhvali. Lítið verður um það sagt, hversu algengt það var á fyrri tímum að menn stunduðu hvalveið- ar Þó er líklegt að það hafi jafnan verið tiltölu- lega fáir menn, sem lögðu fyrir sig þann starfa. Hvalskyti er sá maður nefndur í Grágás, sem fæst við að skjóta hval. Nokkuð er vitað um veiðiaðferðirnar. Áður hefur verið um það getið, að marsvín voru rek- in á land, líkt og Færeyingar gera enn í dag. Hnýsur fiskuðust stundum í selanet, en algeng- asta veiðiaðferðin, og hin eina sem notuð var við hina stærai hvali var að skutla þá eða járna, eins 294 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.