Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 13
„Þetta ár (1613) byrjuðu spanskir að hafa sína höndlun og hvalveiði í Steingrímsfirði og voru í fyrstu meinlitlir". Það mun mega fullyrða, að spanskir hval- veiðamenn hafa ekki tekið séi fastar bækistöðv- ar hér á landi fyrr en þetta ár. Má líklegt telja, að stjórnarvöldin hefðu ýfst við bólfestu þeirra ef svo hefði verið. Víst er það að ekki líður á löngu þar til hefjast hróp og kveinstafir út af framferði Spánverja, eftir að þeirra getur í heimildum. Er svo að sjá ,að þeir hafi farið með gripdeildum nokkrum og gauragangi. Brá danska stjórnin hart við, og mun hafa ákveðið að flæma brott hina óvelkomnu gesti, sem tekn- ir voru að gera sig heimakomna á íslandsmið- um. Hinn 30. apríl 1615 gaf Kristján konungur fjórði út bréf um Spánverja, sem kynnu að vekja óspektir á íslandi eða í hafinu kringum það, og úrskurðaði þá rétttekna og réttdræpa. Bréf hans er á þessa leið (í ísl. þýðingu) : „Vér Kristján IV. o. s. frv... lýsum því yfir að vér höfum fengið vitneskju um að sein- asta sumar hafi Baskar og aðrar þjóðir fengizt við hvalveiðar í hafi voru og krúnunnar við ís- land, að þeir hafi rænt þegna vora þar í land- inu, rekið þá frá heimilum sínum og unnið þeim mikið mein og tjón. Og svo að hægt sé að hrinda af sér og varna slíku ofríki og ráni, þá höfum vér af náð vorri leyft og lofað lénsmanni vorum á hinu fyrrnefnda landi voru, íslandi, og þegn- um vorum, borgurum þeim, sem verzla í þessu landi, að þeir megi vinna svig á þessum illvilj- uðu kumpánum, sem leitast við að ráðast á og rupla og ræna þegna vora í höfnum vorum og krúnunnar og á landi voru íslandi, sem áður er minnst á, að þeir megi taka skip þeirra og leggja þá að velli með einhverju móti og á hvern hátt, landi og hinir fyrrnefndu þegnar vorir, sem sem vera skal. Eftir þessu á hinn fyrrnefndi lénsmaður vor á hinu fyrrnefnda landi voru, ís- verzla á þessu landi voru, að haga sér og hegða“. Ekki leið á löngu þar til íslendingar tóku að „haga sér og hegða“ samkvæmt konungsbréfi þessu, og það heldur freklega. Vorið 1615 komu Spánverjar hingað til lands allfjölmennir, svo sem verið hafði næstu tvö ár á undan. Þetta var hafísavor mikið, og er þess getið, að 16 hval- veiðaskip spönsk hafi legið norður af Horn- ströndum er ísinn rak á þau. Virðist mega ráða það af heimildum, að tveir bátar hafi hrakizt frá hvalveiðiskipunum til Stranda, er á voru samtals 13 menn. Bátsmenn voru þjakaðir eft- ir hrakninginn, en fengu verstu viðtökur hjá íslendingum. Hefur verið búið að æsa landsmenn upp gegn Spánverjunum. Tóku Strandamenn til þess miður drengilega bragðs, að fara að mönn- um þessum, til að drepa þá. Liðsmunur var mik- ill, 30 gegn 13, en þó fór svo, að Strandamenn flýðu, og urðu sumir sárir. Munu bátar þessir VÍKINGUR síðan hafa legið við Strandir fram eftir sumri, án þess að frekari skærur yrðu að sinni. Nálægt miðju sumri komu þrjú hvalveiðaskip inn á Reykjarfjörð, líklega til að leita að bátum þeim, sem villzt höfðu frá þeim. Voru þá við- sjár miklar með Spánverjum og íslendingum, og hvalveiðimenn létu halda sterkan vörð í öll- um skipum sínum hverja nótt. Svo virðist, sem flestir Spánverjanna hafi kynnt sig vel. Þeir seldu þvesti og rengi fyrir gjafverð, og hefur það orðið mörgum til bjarg- ræðis í hallæri því, sem þá var. Nokkrir þeirra fóru þó með gripdeildir og rændu kindum frá bændum. í síðari hluta septembermánaðar, þegar Spán- verjar voru teknir að búast til heimferðar, og höfðu fengið góða veiði, gerði útsynningsbyl og rak hafís á skipin, svo þau brotnuðu. Menn kom- ust á land við illan leik, slyppir og snauðir, en þrír drukknuðu. Spánverjar voru nú nauðlega komnir. Þeir þóttust hafa fréttir af því, að hafskip lægi í Jök- ulfjörðum, og lögðu því allt kapp á að komast norður fyrir Strandir. Komust þeir að Dynjanda í Jökulfjörðum, en þar var „hafskipið", kolla ein harla gömul og lítt eða ekki sjófær, Þeir tóku farkost þennan traustataki, þótt illur væri, og héldu nú vestur fyrir ísafjarðardjúp Fóru þeir með ránum, bæði í Súgandafirði og á Ingjalds- sandi, til að afla sér matfanga. Leið nú skamm- ur tími þar til skorin var upp herör gegn skip- brotsmönnum, undir forystu Ara Magnússonar í Ögri, sýslumanns ísfirðinga, og þeir drepnir hvar sem til náðist, 13 á Skaga í Dýrafirði, en 18 á Sandeyri og í Æðey í ísafjarðardjúpi. Voru þær aðfarir allar hinar ógeðslegustu, og eru til um þær langar og ýtarlegar frásagnir, sem eng- in ástæða þykir til að rekja hér. — Þeir skip- brotsmenn, sem sluppu við bana, bjuggu um sig á Vatneyri við Patreksfjörð, brutu upp verzlun- arhús Dana og höfðust þar við um veturinn. Ætlaði Ari sýslumaður í herferð vestur þang- að, dró að sér hundrað manns til fararinnar, og lagði af stað. Á leiðinni brast á blindbylur, svo að Ari sá þann kost vænstan að rjúfa söfnuð- inn og hverfa heim aftur. Höfðust Spánverjar við á Vatneyri allt til vors. Segir í einni heim- ild, að vísu nokkuð ungri, að um vorið hafi Spán- verjarnir rænt enskri duggu, með allri áhöfn. Létu þeir í haf á duggu þessari, og spurðist aldrei til þeirra síðan. Merkasta heimildin, sem til er um þessa at- burði, er frásögn Jóns Guðmundssonar lærða. Hann var um þessar mundir búsettur á Strönd- um, fylgdist gjörla með málinu öllu, kynntist hvalveiðimönnum, var jafnvel áhorfandi er skip þeirra brotnuðu. Frásögn Jóns, sem ber nafnið: „Sönn frásögn af spanskra skipbrotum hér við 3D1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.