Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 16
Hvalveiðar við Svalbarða. — Eftir gamalli teikningu. un og viðskiptum blöstu við augum dugandi manna, en allar leiðir til fjár og fremdar lágu yfir úthöfin. Það voru stofnuð fjölmörg verzl- unarfélög og óteljandi skipafélög. Gerðir voru út leiðangrar til að finna ný lönd eða nýjar sjó- leiðir til áður þekktra landa. Hinar gömlu siglingaþjóðir, Spánverjar og Portúgalsmenn, höfðu ekki bolmagn lengur til að halda forystunni á hafinu. Sú forysta féll í hendur tveimur öðrum þjóðum, Hollendingum og Bretum. Það voru líka Hollendingar og Bretar, sem tóku forystu um hvalveiðarnar þegar kom fram yfir 1600. Þeir ráku veiðarnar einnig af miklu kappi og gerðu þær að langtum stórfelldari at- vinnuvegi en þær höfðu áður verið. í lok 16. aldar var ekki annað áhugamál rík- ara meðal forystumanna beggja hinna nýju for- ystuþjóða í verzlun og siglingum, en að finna sjóleið norðan við Asíu. Vegna skakkra hug- mynda um fjarlægðir milli landa, héldu þeir að svo framarlega sem sú leið væri fær, mætti sigla hana jöfnum höndum til Indlands, Kína og Ameríku. Það voru gerðir út fjölmargir leiðangrar í þessu skyni. Engir þeirra báru þann árangur, sem til var stofnað. En margt kom þó í ljós, sem áður hafði verið öllum hulið, þar á meðal það, að víða væru ógrynni af hval í norðurhöf- um, einkum þó við Svalbarða og Grænland. Nú hófst kapphlaup milli Englendinga og Hollend- inga um að hagnýta sér þær auðlindir, sem hér sást hilla undir. Ráku báðar þessar þjóðir mjög umfangsmiklar hvalveiðar við Svalbarða alla 17. og 18. öldina. Er af þeim veiðum mikil saga, sem ekki verður rakin hér, þar sem hún snertir lítið ísland. Þess verður þó að geta, að á þessu tímabili urðu verulegar framfarir í veiðiaðferð- um og útbúnaði skipa. Framan af þessu umrædda tímabili var" hval- veiðin stunduð með hinni gömlu aðferð. Notað- ir voru litlir róðrarbátar, handskutull og lensa. En áríð 1781 var gerð stór uppgötvun. Það ár varð skutulbyssan til. Menn fóru að skjóta skutl- inum úr „kanónu“, sem sérstaklega var til þess gerð. Eins og oft á sér stað um merkar upp- götvanir, var nokkrum erfiðleikum bundið að ryðja nýjunginni braut í fyrstu. Miklu olli það, að skutulbyssan var helzt til óörugg til að byrja með, svo að margir töldu hentara að hlíta hinu gamla lagi. En áiúð 1771 eða 1772 var skutul- byssan endurbætt verulega, svo að upp frá því þurftu menn ekki að vera í vafa um yfirburði hennar yfir handskutulinn. Þegar leið að lokum 18. aldar tóku Eng- lendingar einir forystuna um hvalveiðarnar. Hið 304 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.