Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 19
var stórt barkaskip. Annars fór sjálf veiðin
fram á löngum og rennilegum róðrarbátilm, og
var hvalabyssunni komið fyrir í stafni þeirra.
Þeir Roys-bræður lögðu einkum kapp á að veiða .
reyðarhvali. Geklc veiðin treglega hið fyrsta
sumar. Var því einkum kennt um, hve útbún-
aður hvalabyssunnar var ennþá ófullkominn.
Kom það alloft fyrir, að „granat“-kúlan sprakk
um leið og skotið hljóp úr byssunni, en ekki
þegar í hvalskrokkinn kom, eins og til var ætl-
ast. Voru mjög mikil brögð að því, að hvalirn-
ir töpuðust með öllu, eftir að þeir voru járn-
aðir. Bendir til þess auglýsing nokkur, smá-
skrítin, sem birtist í Þjóðólfi haustið 1863, und-
irrituð af Ludvig Popp, kaupmanni á Eskifirði.
Auglýsingin er á þessa leið:
„Hér með geri ég undirskrifaður mönnum
kunnugt: að hvalveiðamaðurinn F. W. Roys frá
Nýju-Jórvík í Vesturheimi, sem í sumar hefur
dvalið um tíma hér á Reyðarfirði, og með sín-
um einkennilegu byssum drepið nokkra hvali,
hefur selt mér sinn rétt til skotmannshlutar úr
öllum þeim hvölum, sem hann hefur drepið, en
ekki náð.
Þess vegna bið ég alla þá, sem hlut eiga að
máli, hvar þessir hvalir, sem hans einkennilegu
skotjárn finnast í, reka eða verða að landi flutt-
ir, að hirða minn skotmannshlut, og gera mér
skil fyrir honum; skal ég borga það sanngjarn-
lega. Þetta bið ég útgefara Þjóðólfs að auglýsa
í blaði sínu.
Eskifirði, þann 4. sept. 1863.
L. Popp.“
Eins og auglýsing þessi ber með sér, hafa
hinir amerísku hvalveiðamenn hætt veiðum
snemma að þessu sinni. Árið eftir komu þeir aft-
ur, og tókst þá allmiklu betur til. Birtist frétta-
pistill um þá í Þjóðólfi 29. ágúst 1864. Þar segir
svo:
„Hvalveiðamaðurinn F. W. Roys frá Nýju-
Jórvík (New York) í Vesturheimi, liinn sami er
kom til Múlasýslnanna í fyrra, en gekk þá illa
veiðin, kom nú aftur þar á sömu stöðvarnar í
vor, og var betur útbúinn að ýmsu heldur en
hið fyrra ár; enda hefur honum nú heppnazt
miklu betur. Eftir því sem oss er skrifað úr
Múlasýslum, voru þeir um byrjun fyrra mán-
aðar búnir að færa inn á Eskifjörð 4 hvali, en
þar að auki hafði 2 hvali rekið á Norðfirði, er
þeir gátu helgað sér. Þriðja hvalinn, er Frakkar
höfðu fundið dauðan úti á sjó og færðu síðan
til lands, gátu veiðimennirnir staðhæft að værí
sin eign. Þeir taka spik allt til sín og öll bein,
en selja landsmönnum rengið, liverja vætt á 9
mörk, og þvestið á hálfan dal. Þeir bóttust
heldur mannfáir, er veiðin heppnaðist þeim nú
svo vel, og réðu því til sín sumarlangt 4 ís-
lendinga. Eigi er oss skrifað með hverjum kjör-
um það var. En það væri mikils vert ef lands-
menn kæmust upp á þessa veiðiaðferð þeirra og
sameinuðu sig síðan til að stunda hana sjálfir“.
Þar sem veiðarnar gengu mjög skaplega sum-
arið 1864, færðist Roys nú allur í aukana og
hugði á stærri athafnir. Fram til þessa hafði
hann ekki komið sér upp neinum varanlegum
byggingum í landi, en haldið sig með skip sín
aðallega inni á Reyðarfirði og Eskifirði. Nú var
honum mjög í hug að festa kaup á landrými við
einhvern fjörðinn eystra, og setjast þar að með
hvalaútgerðina. Varð Seyðisfjörður fyrir valinu.
Jafnframt gerðist það tíðinda í sambandi við
útgerðina þetta ár, að þeir bættu við sig gufu-
skipi, en höfðu aðeins haft seglskip og róðrar-
báta áður. Þó er svo helzt að skilja á fremur
óglöggum ummælum, sem gufuskip þetta hafi
ekki verið notað til hvalveiðanna sjálfra, held-
ur „búið ýmsum vélum til að ná feiti úr bein-
um, rengi og þvesti“.
Aflinn sumarið 1865 var góður. Þó var það
svo, að enn sem fyrr tapaðist mikið af þeim
hvölum, sem skutlaðir voru, og kenndu menn
byssunum um það. Þjóðólfur skýrir frá afla-
brögðum þetta sumar, samkvæmt bréfi úr Múla-
sýslum, dagsettu 5. september. Þar segir:
„Hvalveiðamennirnir frá New York hafa nú,
að sögn, drepið 40 hvali, en náð einasta 16. Með-
eigandinn kom í ágúst á öðru gufuskipi, til að
líta eftir, í hverju skotfærunum var ábótavant.
Þeir hafa selt allt rengið landsmönnum, og enda
flutt á gufuskipinu til þeirra, sem beiðzt hafa“.
Nú var svo komið, að ekki leit mjög illaút með
hvalveiðar þessar, og gátu eigendur gert sér
vonir um einhvern afrakstur, ef ekkert sérstakt
kæmi fyrir. Þeir hafa eflaust verið búnir að
leggja mikið fé í fyrirtæki sitt, og líklega geng-
ið frá með reksturshalla bæði undanfarin ár,
einkurn 1863. Loks var þess von, að reksturinn
bæri sig. En heppnin var þeim ekki hliðholl.
Hinn 13. september 1865, er veiðum var lokið
og leiðangursmenn að búa sig undir brottför
héðan með dágóðan sumarafla, gerði storm mik-
inn. Briggskipið „Reindeer“ lá á Seyðisfjarðar-
höfn, ásamt gufuskipi þeirra hvalveiðimanna.
í ofviðrinu slitnaði „Reindeer“ upp, slengdist á
gufuskipið og laskaði það mikið. „Reindeer“
brotnaði og sökk, en gufuskipið varð ósjófært
með öllu, unz fram hafði farið gagnger viðgerð
og erlendir sérfræðingar verið kvaddir til.
Þetta var svo mikið áfall fyrir Thomas Roys
og félaga hans, að þeir áttu ekki annan kost en
gefast upp og leggja árar í bát. Var þar með
lokið þriggja ára hvalveiðum þeirra, við ísland.
Otto C. Hammer.
Þegar Thomas Roys neyddist til að hætta
hvalveiðum, urðu aðrir til að taka upp þráðinn.
V í K I N □ U R
307