Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 24
um. Hentast taldi hann að nota litla gufubáta til veiðanna. Samkvæmt þessari áætlun lét Foyn smíða hvalveiðibátinn „Spes & Fides“ og hélt norður til Finnmerkur sumarið 1864. Árangurinn var bágborinn. Báturinn komst í færi við allmarga hvali, en skotvopnin voru slæm, og aðeins einn hvalur náðist allt sumarið. lands (sennilega árið 1865) til að kynnast veiði- aðferðum Thomasar Roys hins ameríska, en kvaðst ekkert hafa lært af því. Árið 1867 var Foyn kominn svo langt í til- raunum sínum, að hann þóttist viss um árangur. Notaði hann nú hina síðustu fjármuni er hann komst yfir, til að koma sér upp öðrum hvalabát og búa um sig norður í Varangursfirði. Vorið Næsta sumar var útkoman svipuð. öll veiðin var einn hvalur. Enn fór á sama veg þriðja sumarið. Foyn fekkst stöðugt við tilraunir með nýja gerð skot- vopna, en árangur var stöðugt hinn bágborn- asti. Þrívegis rifnuðu byssur hans, þegar úr þeim var skotið, slys urðu á mönnum, og Foyn hafði nær drepið sjálfan sig við tilraunir þessar. Hann tapaði 17 þús. spesíudölum árlega, hafði eytt aleigunni og var orðinn skuldugur maður. Það varð að orðtæki um allan Noreg. þegar eitt- hvað reyndist ónothæft: „Duer ikke, duer ekki, sa Foyn, han mistet en hval“. Foyn gerði sér ferð á gufubát sínum til ís- 1868 hélt hann norður þangað með báta sína báða, og hóf veiðarnar. Allt gekk nú miklu betur en áður. „Granat“- byssan reyndist nothæf. Þótt menn væru lítt vanir veiðunum og yrðu að fálma sig áfram um margt, aflaði Foyn 17 hvala um sumarið. Næsta ár aflaðist mjög sæmilega, og árið 1870 fékk Foyn 86 hvali. Var veiðin jöfn og góð næstu árin, venjulega 40—50 hvalir á ári. Árið 1876 bætti Foyn við sig þriðja gufubátn- um til hvalveiða. Nú fékk hann ekki lengur að sitja einn að veiðunum. Árið 1877 var stofnað nýtt hvalveiði- félag í Tönsberg og á næstu árum hljóp mikill 312 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.