Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 26
Árið 1894 bætti Amlie við þriðja bátnum, er hann nefndi „Jarlen“. Sá bátur varð honum þó ekki að miklu happi. Naut hans aðeins við um þriggja ára skeið. Árið 1897 fórst _,Jarlen“ á útleið frá íslandi til Noregs. Drukknuðu með honuni 32 menn, þar á meðal Thomas Amlie sjálfur, 82 ára að aldri. Eftir fráfall hans var stöðin á Langeyri og gufubátarnir ísafold og Revkjavík seld h.f. „Hvalen" frá Kristianiu, sem stundaði veiðarnar allmörg næstu árin, fyrst með tveim bátum, síðar með þremur. Forstjóri þess fyrirtækis hér fsak Kobro. Th. Amlie fékk að vera einn um hvalveiðar við ísland í sex ár. En smám saman liófu aðrir Norðmenn að koma auga á það, að fyrirtæki hans hans blómgaðist dável, þótt ekki léti það mikið yfir sér. Um þetta leyti var aflinn við Finnmörk orðin afar lítill, svo að mjög alvar- lega horfði hjá fyrirtækjum þeim, sem þar höfðu bækistöðvar. Næsti hvalveiðamaður, sem til fslands flutt- ií var Hans Ellefsen. Hans Ellefsen. Hans Ellefsen var fæddur á Sk rnesi við Tún- bergsfjörð í Noregi. Hann var af traustum bændaættum kominn. Faðir hans, bóndasonur, hafði lært skipasmíðar á unga aldri. Græddist honum nokkurt fé, og tók h? m að reka útgerð. Ilans Ellefsen fór snemma til sjós, lærði stýri- mannafræði og gerðist stýrimaður á flutninga- skipi föður síns. Litlu síðar stofnaði hann fé- lagsskap til hvalveiða, ásamt bróður sínum, Andrési Ellefsen. Reistu þeir hvalveiðistöð í Vardö. Nefndist félagið h.f. Skjærsnes. Var fyr- irtækið ekki stórt í fyrstu, hafði aðeins einn hvalabát, en brátt óx því fiskur um hrygg, und- ir öruggri forystu þeirra bræðra. Var það all- sterkt orðið fjárhagslega árið 1888, er Hans Ellefsen ákvað að leita til íslands og kynnast staðháttum þar. Fór hann í eins konar könn- unarleiðangur vorið 1888, á hvalabát sínum, er „Nora“ hét. Valdi hann hvalveiðunum stað að Sólbakka í Önundarfirði og fluttist þangað með veiðistöð sína vorið 1889. Hóf hann þegar veið- arnar með tveimur hvalabátum. Bróðirinn, Andrés Ellefsen, vildi ekki hverfa frá Finn- mörku að svo komnu máli, og var þar enn í tvö ár. En vorið 1891 tók hann sig þaðan upp og gekk inn í félag bróður síns eða gerði samning við hann, um hvalveiðar við ísland. Hans Ellef- sen hafði, er hér var komið sögu, bætt við sig þriðja hvalveiðibátnum. . Nú fjölgaði bátum stöðvarinnar óðum, voru orðnir fimm árið 1893, sjö um aldamótin, en urðu flest níu, árið 1908 og næstu ár á eftir. Auk þessara báta hafði Ell- efsen nokkur flutningaskip, „ímu“, „Barðann", „Friðþjóf" og „Einar Simers“. Fyrirtæki Ellef- sens var stærsta hvalveiðaútgerðarfélag, sem nokkru sinni hefur starfað á íslandi. Segir og í norskri heimild, að Ellefsen liafi rekið stórfelld- ustu hvalveiðar, sem sögur fara af í Norður- höfum. Lauritz Berg. Árið 1890 kom næsta hvalveiðifélag til ís- lands. Það var félagið „Viktor“ frá Tönsberg. Félag þetta var myndað upp úr tveim hvalveiði- félögum norskum, sem stai'fað höfðu í Finn- mörk. Framkvæmdastjóri hins nýja félags hét Lauritz Berg. Hann tók sér bólfestu við norður- strönd Dýrafjarðar, þar sem heitir að Höfða. Fyrirtæki hans blómgaðist vel og varð meðal hinna stærstu, sem hér störfuðu. Nú var skriðan oltin af stað. Hvert félagið af öðru sótti um leyfi til hvalveiða við ísland. Árið 1892 var stofnað hlutafélagið „Tálkni“. Það tók sér bólfestu í Tálknafirði vestra. For- stjóri þess félags var í fyrstu Jóhann E..Stix- rud frá Tönsberg, en síðar tók við Jakob Od- land. „Tálkni“ hóf veiðar með tveim gufubátum, 314 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.