Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 31
Yfiiiit. í undanförnum köflum hefur verið mjög fljótt yfir sögu farið. Hvalveiðar Norðmanna hér við land á tímabilinu 1883—1915 eru svo umfangs- miklar, að um þær þyrfti að skrifa miklu ræki- legar en hér er gert. Skiptir í því sambandi engu máli hvaða álit menn kunna að hafa á gagnsemi þessara veiða fyrir landið. Svo vel vill til, að fyrir liggja ýmsar heim- ildir um veiðarnar, bæði í norskum bókum er á þetta minnast, og á víð og dreif i íslenzkum blöðum. Þyrfti að vinna úr þessu efni öllu og gera niðurstöðurnar aðgengilegar. Þá ætti að rekja alla þá sögu miklu nákvæmar og ýtarleg- ar, sem hér er ymprað á að framan, og hvergi nærri er hálfsögð. Enn yrði að auka mörgu við, sem ekki reyndist kleift að taka með í yfirlits- grein þessa. Meðal þess, sem gera þyrfti skil, en hér er niður fellt af ráðnum hug, er þetta: Veiðisvæðin, veiðarfærin, lýsing hvalveiðanna sjálfra (skemmtilegt efni), vinnan við hvalveiði- stöðvarnar, hagfræðilegar athuganir ýmsar o. m. fl. Til að gera mönnum nokkru ljósara umfang hvalveiðanna við ísland, er birt hér yfirlit um veiðarnar. Nær það yfir tímabilið frá 1891 til 1915. — - Fjöldi Ar voiðlbáta Hvolir samtals Lýsisföt Hvalir að meðaltali á skip Lýsisföt að meðaltali á skip 1891 8 206 8300 26 1038 1892 11 316 11600 29 1054 1893 15 505 15600 34 1040 1894 15 523 21600 35 1440 1895 16 768 29100 48 1818 1896 18 792 33000 44 1833 1897 18 S k ýr sl u v a n t a r. 1898 21 796 33000 38 1600 1899 23 868 37000 38 1609 1900 23 823 33600 36 1461 1901 27 1192 39400 44 1459 1902 30 1305 40000 43 1333 1903 30 1257 36000 42 1200 1904 27 983 30000 36 1111 1905 25 1041 37000 42 1480 1906 25 650 21600 26 864 1907 25 843 34200 34 1370 1908 29 761 28100 26 969 1909 30 946 31700 32 1060 1910 32 649 22600 20 706 1911 22 428 14800 19 673 1912 20 152 6100 8 305 1913 13 123 3914 9 301 1914 3 35 1565 7 522 1915 4 54 1715 * 13 429 Hvalveiðistöðin á Tálknafirði 1935—1939. Þegar hvalafriðunarlögin höfðu staðið í all- mörg ár, fór árangur friðunarinnar smám sam- an að koma í ljós. Árið 1928 var lögunum breytt á þann veg, að stjórnarvöldin máttu veita ein- stökum mönnum og félögum sérleyfi til hval- veiða um ákveðinn tíma. Um og eftir 1930 varð það stórum algengara en næstu 15 árin á undan, að stórhveli sæjust í nánd við landið. Norðmenn voru fljótir að veita aukningu hvalsins athygli. Sendu þeir veiðileiðangra sína og fljótandi verksmiðjur norður hingað. Lágu slíkar hvalveiðistöðvar jafnvel í Faxaflóa utanverðum, og munu hafa aflað vel. Veiðiskapur þessi örfaði nokkra íslenzka menn til að hefjast handa um hvalveiðar. For- gönguna hafði Pétur A. ólafsson konsúll. Hann hafði keypt hvalveiðistöð Norðmanna á Tálkna- firði, er þeir hættu hér 1915, stofnað selveiða- félag, sem starfaði með góðum árangri um tveggja ára skeið, en orðið að hætta þeim vegna þess að selveiðaskipið fórst. Félag þetta hét Kópur. Litlu eftir 1930 hóf félagið Kópur, undir foi’- ystu Pétui*s A. Ólafssonar, að undii’búa hval- veiðar frá Tálknafirði. Fékk félagið 10 ára sér- leyfi til hvalveiða. Tókst að hrinda máli þessu í framkvæmd, og voru veiðarnar stundaðar í 5 ár, eða þar til styi’jöldin skall á. Hvalveiðarnar á Suðui’eyri í Tálknafii’ði hóf- ust snemma sumars 1935. Höfðu þá hvalveiðar ekki verið reknar héðan af landi um 20 ára skeið. Félagið hafði tekið á leigu tvonorskahval- veiðabáta, „Mai’quis de Estella" og „Jerv I.“ Var hinn fyrnefndi bátur þrjá mánuði að veið- um og fékk 17 hvali, en hinn tvo mánuði og fékk 11. Eftir tegundum skiptust hvalir þeir, sem veiddir voru, þannig: Langreyðar 25 Stéypireyðar 2 Sandi’eyður 1. Þótt aflinn gæti ekki heitið mikill, var þetta þó skaplegur árangur, miðað við hinn stutta veiðitíma og ei-fiðleika frumbýlisársins. Næsta ár, 1936, var úthaldstíminn allmiklu lengri en fyrra ái’ið, enda veiddist þá vel. Bát- arnir vox-u tveir eins og áður, „Marquis de Est- ella“ og „Busen III.“ Fyi’sti hvalurinn veiddist 15. maí, en hinn síðasti 15. sept. Alls veiddust á árinu 85 hvalir. Tegundii’nar voru þessar: Sandreyður 1 Langreyðar 72 Steypii’eyðar 5 Búrhvalir 7. Úr aflanum fengust 3300 föt af hvallýsi og 331 smálest af hvalkjöti. Árið 1937 voru veiðiskipin bæði hin sömu og árið áður. Aflinn var nú 79 hvalir. Skiptust þeir þannig eftir tegundum: VÍKINGUR 319

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.