Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 42
„ÍSLANDSKLUKKA” Innflytjendasamband Úrsmiðafélags íslands hefur nýlega afhent Sjómannaskólanum mjög- vandaða turn- klukku að gjöf. Er klukkunni komið fyrir í turni Sjó- mannaskólans. Gjöfinni fyigdu 12 kennslustofuklukkur. Fór afhending gjafabréfsins fram í hádegisverðarhófi, sem stjórn Úrsmiðafélagsins hélt að Hótel Borg fimmtu- daginn 17. október. Meðal gesta voru Emil Jónsson, siglingamálaráðherra, Pétur Magnússon, fjármálaráð- heri’a, Bjarni Bcnediktsson, borgarstjóri, Friðrik Ólafs- son, skólastjóri, Ásgeir Sigrðsson, forseti FFSÍ o.fl. Jóhann Árm. Jónsson, formaður Innkaupadeildar úr- smiða stjórnaði hófinu og afhenti gjöfina. Aðrir ræðu- menn voru: Emil Jónsson, ráðherra, Friðrik Ólafsson, skólastjóri, Ásgeir Sigui'ðsson, skipstjóri, Bjarni Bene- diktsson, borgarstjóri, Árni B. Björnsson og Björn Björnsson, stórkaupmaður frá London, sem annaðist innkaup á klukkunni. Ásgeir Sigurðsson skipstjóri þakkaði hina rausnar- legu gjöf, fyrir hönd FFSÍ og sjómanna. Mælti hann, m. a. á þessa leið: „Um leið og ég þakka af heilum hug fyrir hönd okkar, sem erum umbjóðendur s.jómanna í byggingarnefnd skólans, — Úrsmiðafél. íslands fyrir veglyndi það og vinsemd í garð sjómanna, sem lýsir . sér með þessari veglegu gjöf, hinni miklu kiukku í turn skólans, scm auk- þess að vera hið mesta dvergasmíði, að sögn sér- fróðra, hefir með sér postulana tólf, hinar 12 vegg- klukkur, þá læt ég eigi hjá líða að láta í ljósi þá ósk mína og von að hún megi verða til þess, með sínum 12 fylgihnöttum, að minna nemendur skólans á stund- vísi og árvekni við námið. Og eins og hinri veglegi skóli, sem byggður er á b.jargi, er hið táknrænasta merki til þess að leiðbeina sjómönnum, um örugga leið út og inn af höfninni til höfuðstaðar landsins, svo verði og þessi turnkiukka til þess að minna, eigi aðeins sjó- menn, heldur og alla landsmenn, á að gjöra rétta og þarflega hluti á réttum tíma. Geti hún þannig orðið sannkölluð íslandsklukka, í orðsins sönnustu og beztu merkingu". Lýsing hinnar veglegu klukku er á þessa leið: Turnklukka S.jómannaskólans í Reyk.javík er með f.jórum skífum hátt á annan metra (168 cm.) að þver- máli, einni á hverri hlið turnsins. Þær ganga allar fyrir einu verki, sem stendur á miðju gólfi á sömu hæð. Verk þetta er af nýrri gerð, mjög sterklegt, gjört af stáli og kopar. Stálrör ganga úr verkinu út af skífunum fjór- um og tengjast þar vísunum, en þeir standa óvarðir ut- an á skífunum. í stórviðri þarf mikinn kraft til þess að stjórna vís- unum og er rafmagnsmótor, sem komið er fyrir i sam- bandi við verkið látinn annast það starf. Dregur hann klukkuna upp á nokkurra mínútna fresti. Bili raf- magnsveitan, heldur klukkan þó áfram að ganga rúma 3 tíma. Að innanverðu við úrskífurnar, sem eru úr ljósu ópalgleri, er komið fyrir ljósaútbúnaði, sem kviknar á þogar dimmt er orðið, og gjörir þær lýsandi. — Mun þecta vera fyrsta turnklukkan hér á landi, sem lýst er upp á þennan háH. -— Ef staldrað er við í turninum og horft á hjólverk klukkunnar, virðist það fyrst í stað standa kyrrt, en nákvæmiega tvisvar sinnum á mínútu hverri færist „líf“ í verkið, hjól og spaðar taka að hverfast og vísarnir færast fram um hálfa mínútu. Hér er „sál“ klukkunn- ar að verki, móðurklukkan nákvæma, sem á heima á annarri hæð hússins og sendir boð með rafmagnsstraumi til turnklukkunnar og hinna tólf stofuklukkna, sem henni eru undirgefnar, víðsvegar um skólann. Færist þá hver þeirra fr&m um hálfa mínútu. Móðurklukka þessi er af mjög fullkominni gerð, með sekúndudingul Úr „Invar“-stáli, en stáltegund sú er ónæm fyrir hita- breytingum, sem annars rugla ganginn. Ennfremur virðist gerð þessi vera laus við þann annmarka á eldri klukkum, sem orsakar gangskekkju vegna þykknandi olíu. 33Q V I K I N G U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.