Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 44
í bókaflóðinu. — Má ekki bjóða yður að gerazt áskrif- andi að nýjasta og bezta heimilisbókasafninu, 20 bindi á aðeins 1000 kr.! BENJAMIN var kominn undir sextugt og hafði iifað einlífi alia ævi, matreitt handa sjálfum sér, hvað þá heldur annað. Loks tók hann upp á þeim skolla að kvænast tvítugum stelpugopa, sem ekkert siðsemd- arorð fór af. Þau tolldu saman í þrjá mánuði. Þá strauk hún burtu frá karli sínum. — Jæja, Benjamín minn, sagði einn kunningi hans skömmu eftir þessa atburði. Þótti þér ekki slæmt að hún fór? ■— Æi,-nei, svaraði Benjamín. Hún flækktist alltaf fyrir mér, þegar ég var að sjóða. * Brcf me'ð eftirmála. Sigurður var nýtrúlofaður og skrifaði foreldrum sínum bréf um hamingju sína. Skömmu síðar fékk hann svohljóðandi bréf: „Elsku sonur! Móðir þín og ég fáum eigi með orðum iýst hinni miklu gleði er fréttin af þér færði okkur. Góð kona er bezta og dýrmætasta drottins gjöf hverjum manni. í tuttugu og fimm ár höfum við foreldrar þínir nú búið saman í ást og eindrægni. Móðir þín hefur verið mér alit. Við vonum að hjónabandið verði þér ham- ingjuríkt. Frá þínum elskandi foreldrum. P.S. — Móðir þín fór út að sækja frímerki á bréfið. í guðs nafni, hegðaðu þér ekki eins og asni. Giftu þig aldrei! Þinn margreyndi faðir. * / föðiirætt. Lítil telpa kemur skælandi úr skólanum. — Hvað gengur að þér, spyr móðirin. — Kennarinn segir, — stamaði barnið snöktandi. Mamma, er það satt? Kennarinn segir að ég sé komin af öpum. — Bölvaður rokkurinn! Er hann nú að skensa föður- ættina þína! Á FRÍVA Fásinna. Á bæ einum við sjávarsíðu var karl nokkur, sem pótti heldur fákænn. Eitt sinn var lesinn húslestur sem 'jftar, og höfð að texta sú frásögn Lúkasar guðspjalls þar sem talað var um að netin hefðu rifnað af fiski- mcrgðinni. Að iestrinum loknum sagði karl upp úr eins nanns hljóði: — Mikil fásinna var á lærisveinunum ’.ð seila ekki! * Málshættir. Fögur er sjóhröktum fold. Jafnir fiskar spyrðast bezt. Mörgum flotar ein ár til lands. Það er uggvænt hvar áralaus lendir. Eftir stonninn lifir aldan. Ausa verður þó á gefi. Oft rís bára af bröttum grunni. Höfrunga kæti veit á sig vind. Svo má iengi keipa að einn fáist. Oft er kám á kokks nefi. Þungur er þegjandi róður. Ekki missir sjór seitu af vatnsfölium. Byljum fer batnandi veður. Þegjandi kemur þorskui- í ála. Bctlarinn:. Þér munið hvað Páll postuli sagði: Gefið klæðlitlum föt, mat hinum svöngu og þyrstum að drekka. . Bóndinn: Já, þetta hefði nú Páll ekki sagt, ef hann hefði búið eins nærri alfaraveginum og ég. * Dómarinn: Sýnist yður nú ekki réttast, úr því allar þessar uppjýsingar eru fengnar, þér orðinn margsaga og fimm vitni hafa borið gegn yður, að játa afbrotið hreinskilnislega. Ákær'ði! Nei, herra dómari. Ég var kominn á fremsta hlunn með það þegar óvænlegast horfði í gær, en nú hefur verjandi minn fyllilega sannfært mig um, að ég hljóti að vera alveg saklaus. * — Viltu vindil? — Nei. Læknirinn minn hefur harðbannað mér að reykja og drekka um nokkurt skeið. — En hví í ósköpunum ferðu ekki til annars læknis? * •— Enn á ný vara ég þig við honum Stefáni. Þú veizt e'kki hversu svarta lygi hann breiðir út um þig. — Það gerir ekkert til meðan hann lýgur. Eji fari hann að segja sannleikann, þá skal hann eiga mig á fæti! — Hvað bragðast þér bezt? — Koss af vörum unnustunnar. 332 V í K I N G U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.