Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 54
Prófessor Richard Beck Kveðja til • * — Mirmingar og hugleiðingar — Prófessor Richard Beck, höfundur ritgerðar þeirrar, sem hér fer á eftir, er fæddur árið 1897 að Svínaskála- stekk í Reyðarfirði. Eins og fram kemur í ritgerðinni stundaði prófessor Beck sjóróðra i æsku og fram á fullorðinsár. Stúdentsprófi lauk hann 1920. Hann nam við háskóla í Bandaríkjunum og varð dr. phil. við Cornell háskóla í Ithaca 1920. Dr. Beck er prófessor x Norðurlandamálum og bókmenntum við ríkisháskól- ann í Grand Forks í Norður-Dakota. Hann hefur um langt skeið verið í röð fremstu og atkvæðamestu merkis- bera íslenzks þjóðernis og menningar í Vesturheimi. Með frábærri elju og dugnaði hefur hann kynnt bók- menntir föðurlands síns vestan hafs. — Víkingur þakk- ar dr. Beck hina ágætu grein hans, er sýnir Ijóslega hversu traustum böndum hann er tengdur ættjörðinni, og íslenzkri sjómannastétt sérstaklega. Megi störf hans blessast og bera rikulegan ávöxt. — Þá er ég1 var heima á íslandi sumarið sögu- ríka og ógleymanlega fyrir tveim árum síðan, þegar lýðveldið var endurreist, lofaði ég vini mínum, Grími Þorkelssyni stýrimanni því, að ég skyldi við tækifæri senda Sjómannablaðinu Víking eitthvert lesmál til birtingar. Skal ég nú reyna að sýna ofurlítinn lit á því að efna það loforð mitt, þó að efndii-nar komi bæði seinna og verði stórum ómerkilegri en skyldi, og von- ast ég til að geta bætt blaðinu það upp síðar með myndarlegri ritsmíð heldur en þeisari. Annars eiga íslenzkir sjómenn það flestum fremur skilið, að ég sendi þeim kveðju mína og votti þeim með þeim hætti virðingu mína og vinarhug. Má og segja, að mér renni hvað það snertir, að eigi litlu leyti, blóðið til skyldunnar. Því þó að flestum íslenzkum sjómönnum komi það vafalaust á óvart, þá var ég í fullan áratug á uppvaxtarárum mínum á Austfjörðumognokk- uð fram yfir tvítugsaldur sjómaður, að vor-, sumar- og haustlagi. Og sannleikurinn er sá, að ég tel mér það ennþá einna helzt til fremdar, að ég varð formaður austur þar 18 ára gamall, og var það sex árin næstu, frá vori til hausts, þangað til ég fluttist vestur um haf, en að vetr- inum stundaði ég nám mitt. Sótti ég lengstum sjóinn við annan mann á róðrarbát (tveggja manna fari) frá æskuheimili mínu, Litlu-Breiðu- Nú er hvalkálfurinn rétt kominn að dauða. Tungan lafir sundurtætt út úr munninum, stórar spikflyksur eru rifnar utan af skrokknum, kjálkar og bægsli brotin. Sjórinn er blóðrauður langa leið. Svo rífa há- hyrnurnar tunguna alveg út úr honum og skifta henni á milli sín, því það er hún, sem þær eru sólgnastar í. Og loksins — eftir heillar stundar árangurslausa bar- áttu fyrir lífinu er kálfurinn dauður og tekur að sökkva. En háhyrnurnar kafa eftir honum, draga sund- urtættan skrokkinn upp aftur og rífa í sig á ný, kafa svo aftur eftir honum dýpra og dýpra. Aumingja móðirin, sem allt til þessa hefur brotizt um í illþýðishópnum, stynjandi og másandi og spýtt blóðvatni hátt í loft upp, hún skilur nú að lokum, að nú er öll von úti með það, að bjarga kálfinum, og svo tekur hún djúpt kaf og leggur á flótta, og breið blóð- rák sýnir veginn hennar. Þá er háhyrnurnar hafa etið sig saddar, taka þær að leika sér. Svo stefna þær í aðra átt, en máfarnir rífast um spikfiyksurnar-og skinntætlurnar, sem fljóta á sjónum. 342 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.