Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 55
vík í Reyðarfirði, en var einnig um tíma formað- ur á færeyskum bát (við fjórða mann) á Vatt- arnesi. Kynntist ég því miðum og sjósókn bæði norðan og sunnan megin fjarðarins, sem enn er mér í fersku minni og mun alltaf verða. Þegar ég nú rita þetta, umkringdur hinu víð- feðma sléttuhafi inni í miðri Ameríku, þar sem gullnir kornakrarnir bylgjast í blænum og minna mig á blævakinn og fangvíðan útsæinn á sumardegi, lít ég í anda Reyðarfjall, Skrúð og Gerpi rísa úr djúpi, sé blána fyrir Seley og hvít öldubrotin á Brökum glitra við skínandi sól. Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg. Svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. Þannig kvað Grímur skáld Thomsen, sá djúp- vitri maður, og vissi vel hvað hann söng. Orð hans sannast á mér, er ég læt hugann reika til yngri áranna, sjómennskuára minna heima á Austfjörðum. Og það var lítt að furða, þó að sjórinn og sjómennskan heillaði mig, því að sjó- mannsblóðið er ríkt í ættinni. Ég er heitinn eftir Richard Beck frá Sómastöðum í Reyðarfirði, náfrænda mínum og útlærðum skipstjóra, er drukknaði á blómaskeiði árið, sem ég fæddist, og mikil eftirsjá þótti að. En þessi nafni minn og æskuvinur föður míns (þeir voru bræðrasyn- ir) var albróðir Þórólfs Beck skipstjóra, og þarf eigi að lýsa þeim ágæta sjómanni og prýðis- manni fyrir íslenzkum sjómönnum, því að ég veit, að hann á ítök í hugum margra þeirra. En sjálfur gleymi ég aldrei ferð með honum, er hann var skipstjóri á ,,Sterling“, norður og vestur um land til Reykjavíkur, um þær mund- ir, sem ég var að flytjast til Vesturheims. Sú ferð var mér bæði frábærlega ánægjuleg og lærdómsrík um margt. Endurminningarnar frá æsku- og uppvaxtar- árunum sækja fast á hugann. Ég minnist fyrstu sjóferðar minnar til fiskiveiða, og var ég þá um eða innan við þrettán ára aldur. Þorvaldur Beck í Litlu-Breiðuvík, föðurbróðir minn og fóstur- faðir, sem ég á svo margt og mikið að þakka — en ég hafði misst föður minn, er ég var tíu ára gamall — tók mig með sér á handfæri nokkuð út með firðinum einn góðviðrisdag. Lögðum við af stað að kveldi dags á tveggja manna fari, og gekk allt vel í fyrstu hvað mig snerti, enda svall mér móður í brjósti og þóttist heldur en ekki maður með mönnum. Einhverja fiska mun ég hafa dregið, en þegar líða tók að miðnætti, enda þótt bjart væri, því að þetta var snemma sum- ars, gerðist ég syfjaður og sjóveikur, er endaði með því, að föðurbróðir minn hreiðraði um mig í afturskutnum og breiddi ofan á mig sjóklæði. Lagðist nú lítið fyrir kappann, og verður sannar- lega eigi sagt, að þessi fyrsta sjóferð mín hafi verið neitt hetjuleg, enda þótt ég lifnaði við með morgunsárinu. Úr þessu í'ættist von bráð- ar, er stundir liðu fram, en þá sögu er eigi mitt að segja. En fyrst ég er farinn að rifja upp hugstæðar endurminningar frá sjómennskuárum mínum. er mér skylt og ljúft að minnast, auk Þorvaldar föðurbróður míns, nokkurra manna, sem þar komu um aðra fram við sögu. Minnist ég þá fyrst Sigurðar kennara Vigfússonar, móðurbróð- ur míns, en þeim afbragðskennara á ég það manna mest að þakka, að ég gekk menntaveg- inn, og reyndist mér margháttuð undirbúnings- fræðsla hans hinn traustasti grundvöllur, er til skólanáms kom innan lands og utan. Með Sig- urði frænda mínum reri ég nokkur sumur, og var það um margt hin ágætasta skólaganga, því að hann var alltaf að kenna manni eitthvað, það var hans líf og yndi, en hann var maður víðmenntaður af eigin rammleik. Einnig sótti ég oft sjó með hinum ágæta nágranna okkar í Litlu-Breiðuvík og tryggðavini mínum frá æsku- árunum, Ásmundi Helgasyni á Bjargi, nú bú- settur í Reykjavík, og lærði ég márgt af honum, því að hann var gamall sjómaður og þaullcunn- ugur öllu, er laut að sjómennsku. Hefir hann á síðari árum orðið kunnur fyrir þjóðlegan fróð- leik sinn, bæði í greinum í blöðunum og í ríkis- útvarpinu; kom mér það ekki á óvart, því að hann var alltaf mikill fróðleiks- og bókamaður, marga góða bókina sótti ég einnig að láni í bóka- safn hans, og skal þess hér þakklátlega getið. Þá var ég um skeið háseti Eyþórs Guðjóns- sonar bókbindara í Reykjavík, en við vorum í rauninni uppeldisbræður; fór vel á með okkur og gerir enn. Sótti Eyþór sjó frá Litlu-Breiðu- vík árum saman, frá vori til hausts, og var rnikill sjósóknari og aflakló, kappsamur dugnað- armaður og drengur ágætur. Af hásetum mín- um minnist ég sérstaklega Jóhanns ólafssonar, manns Soffíu Þorvaldsdóttur Beck frænku minn- ar, sem nú búa í Keflavík, er reyndist mér hinn bezti samverkamaður og drenglyndasti vinur, en af hásetum Eyþórs fósturbróður míns og for- manns, eru mér þeir minnisstæðastir Jón Hall- dórsson úr Reykjavík hinn mesti dugnaðannað- ur og prúður í viðkynningu, og Ármann Dal- mannsson, ræktunarfrömuður og skáld á Akur- eyri, hugsjónamaður mikill og ættjarðarvinur, sem sjá má af kvæðum hans; urðum við mjög samrýmdir, og hefir sú vinátta haldizt óbreytt, þótt „vík skilji vini og fjörður frændur“. V I K I N G U R 343

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.