Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 57
ráðherra, gafst mér tækifæri til að þig-gja
virðulegt heimboð bæjarstjórnar ísafjarðar og
annara aðila. En til þess, að því yrði viðkomið á
tilætluðum tíma, var varðskipið „Öðinn“ látið
taka okkm’ Guðm. Gíslason Hagalín rithöfund,
og þáverandi forseta bæjarstjórnar ísafjarðar,
á Hólmavík og fara með okkur þaðan til fsa-
fjarðar; var það rétt eftir miðjan júlí.
Komum við bílleiðis frá Hvammi í Norðurár-
dal til Hólmavíkur um miðnæturskeið í blíðasta
veðri, og verð ég langminnugur komunnai' þang-
að í ríki miðnætursólarinnar, og hurfu mér þá
í hug ljóðlínur Klettafjallaskládsins, sem aldrei
gleymdi sumar- og sóldýrð ættlandsins, fremur
en flest önnur heimaalin börn þess erlendis, en
átti jafnframt þann fágæta hæfileika að finna
þeirri minningamynd sinni búning ódauðlegra
orða:
Fjarst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín:
nóttlaus voi-aldar veröld,
þar sem víðsýnið skín.
,,Óðinn“ beið okkar félaga ferðbúinn og tóku
þeir Eiríkur Kristófersson skipherra og skip-
verjar hans okkur tveim höndum. Var skemmti-
legt að halda út Steigrímsfjörð í næturdýrðinni,
og sáust veiðiskip þar á víð og dreif, svo að nú
tók hinn gamli sjómannshugur að vakna í
brjósti mér. En langur dagur var að baki, því
að hinn ágæti bílstjóri minn, Sófus Bender, hafði
keyrt mig frá því snemma dags af Akureyri
suður í Borgarfjörð og allar götur vestur um
Dali til Hólmavíkur í einni lotu. Hafði hann
reynst mér um allt hinn prýðilegasti ferðafélagi,
ásamt með frænda mínum Eysteini Jónssyni al-
þingismanni og fyrrv. ráðherra, er var með í
ferðinni suður að Hvammi í Norðurárdal, og
Guðmundi prófessor IJagalín, gömlum skólabi'óð-
ur og foi'nvini, sem fylgdi mér þaðan til ísa-
fjarðar, eins og fyrr getur, og fræddi mig bæði
um örnefni og staðhætti og skemmti mér með
fyndni sinni og skáldskap. Gat ég því með sanni
sagt, með Grími skáldi Thomsen, að föruneytið
hafði stytt mér leið. Mörgu þurfti ég líka að
gefa gaum á hinum söguríku slóðum, sem við
liöfðum farið um, og ég hafði aldrei áður ferð-
ast um. Feginn varð ég þó eftir þann langa og
atbm-ðaríka ferðadag að ganga til hvílu á
„Óðni“, og notalegt var það að vaggast í svefn
við bárugjálfur á byrðing, eins og í gamla daga.
Þegar við risum úr rekkju næsta morgun, vor-
um við komnir langt vestur með Ströndum, og
hafði ,,óðni“ skilað vel í áttina, þó nokkrum
vindi væri móti að sækja. Eftir því sem vestar
dró og betur varð notið útsýnis til lands, varð
mér starsýnna á fjöllum krýnt og svipmikið
landið á þeim slóðum, er minnti mig mjög á mína
hugumkæru Austfirði. Eigi hreifst ég minna af
hrikadýrð landslagsins, þá er Hornstrandir
blöstu við augum, og hefir sú útsýn, og ferðin
öll frá Hólmavík til fsafjarðar með „Óðni“ rifj-
ast upp við að endurlesa á ný hið merkilega og
prýðilega rit Þorleifs Bjarnasonar kennara,
Hornstrendingabók, sem lýsir þeim sérstæða og
stórbrotna landshluta og þeirri hörðu og hetju-
legu baráttu, sem þar hefir verið háð fyrir líf-
inu, af mikilli þekkingu og djúpum skilningi.
Gerðist nú ekkert sögulegt ,um sinn, en nú fór
að draga að því atvikinu, sem mér varð æfin-
týralegast og er minnisstæðast úr umræddri
ferð.
Þegar kom á Fljótavík milli Kögui's og
Hvestu, segir Eiríkur skipherra við mig, að þar
sé tíðum fiskisælt, og svaraði ég á þá leið, að
gaman hefði nú verið að renna færi, og vita
hversu til tækist. SkipheiAa, sem ekkert lét ó-
gert til þess að gera mér ferðina sem ánægju-
legasta, taldi engin tormerki á því, og var nú
„Óðinn“ látinn staðnæmast, en veður var gott.
Ilandfæri voru fyrir hendi, og klæddumst við
Ilagalín nú sjóklæðum. Sveipaði hann sig olíu-
svuntu mikilli, og var nú bæði vígamannlegur
og sjómannlegur, enda er hann gamall skútu-
maður, og þaulkunnugur sjómennsku og sjó-
mannalífi, eins og hinar mörgu snjöllu sögur
hans um þau efni bera órækt vitni. Sjálfur
klæddist ég regnkápu, sem ég hafði flutt með
mér vestan um haf, og vígð hafði verið í rign-
ingunni á Þingvöllum lýðveldisdaginn ógleym-
anlega, og taldi ég, að veiðiheill myndi fylgja
svo sögufrægri yfirhöfn. Það kom einnig fljótt
á daginn, og reyndist skipherra sannspár um
fiskisældina á Fljótavík. Ég var eigi fyrr kom-
inn í botn, en ég setti báða öngla mína í fisk,
og hafði Iiagalín sömu sögu að segja. Dróum við
hátt upp í tug fiska hvor um sig á stuttri stund,
og suma allvæna, og þóttumst hafa sýnt það,
að við værum enn hlutgengir, ef í það færi. Var
ferðinni nú haldið áfram til ísafjarðar, og taldi
ég mig mann að rneiri, þar sem ég hafði lagt á
borð með mér á „óðni“, og fannst ég nú geta
horft djarflegar í augu Vestfirðinga, fyrst ég
var búinn að sýna það svart á hvítu, að ég kynni
enn að draga fisk úr sjó, hvort heldur væri fyr-
ir Austur- eða Vesturlandi. Var mér hin mesta
ánægja að veiðiför þessari, og er þakklátur bæði
skipherra og skipverjum fyrir að gera mér þess
kost að njóta hennar. Eigi var þó liin ánægju-
lega ferð með „óðni“ eina ferð mín sjóleiðis í
fslandsförinni.
Eftir að hafa mætt frábærum viðtökum af
hálfu fsfirðinga og annara Vestfirðinga, svo að
mér gleymist það aldrei, fórum við Hagalín, sem
eigi gerði endasleppt um fylgdina við mig, til
Reykjavíkur með „Esjunni“. Hafði ég hlakkað
V I K I N G U R
345