Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 63
Frábær liSsmaður Sjómannablaðið Víkingur mun vera eitt- hvert allra útbreiddasta tímarit landsins. Margar hendur hafa að því unnið, að ná þeim árangri. Þó mun það ýkjulaust, að útbreiðsla blaðsins er fyrst og fremst að þakka hinum ágætu útsölumönnum, sem það hefur verið svo lánsamt að eignast víðs vegar um land. Hafa þeir, margir hverjir,reynztblaðinuómet- anleg stoð og stytta. Væntir Víkingur þess, að geta smám saman á næsta ári birt myndir •og æviágrip sumra þeirra. En að öllum öðrum ólöstuðum er þó SIGURÐUR SUMARLIÐA- SON á Akureyri sannnefndur SÖLUKÓNGUR blaðsins. Birtist hér mynd af honum, ásamt stuttu æviágripi. Sigurður Sumarliðason skipstjóri á Akureyri tók við útsölu Víkings í ársbyrjun 1944. Þá voru fastir kaupendur blaðsins á Akureyri 186. Nú selur Sigurður 750 eintök á Akureyri, og bætir við áskrifendum að heita má með hverju blaði. Er hann alltaf jafn röskur og áhugasam- ur í starfi sínu fyrir Víkinginn. Hann færir kaupendum heim hvert blað, og er ekki „billeg- ur“ við afgreiðsluna hér syðra, ef einhverra hluta vegna seinkar útkomu- eða afhendingar- degi blaðsins. Þá er innheimtan ekki síður í frá- bæru lagi hjá Sigurði. Árið 1944 greiddu allir áskrifendur blaðið skilvíslega á Akureyri, skil- semin var 100%. Árið 1945 hafði Sigurður 650 fasta áskrifendur. Þar af greiddu 649 árgjaldið skilvíslega, en einn náðist ekki. Lét Sigurður þau orð falla í síðustu skilagrein sinni fyrir árið, og var ekki fyllilega ánægður, „að senni- lega sé alveg vonlaust með hann“. Sigurður Sumarliðason er fæddur í Akurhús- um í Garði 19. júlí 1878. Foreldrar hans voru Sumarliði ólafsson, ættaður austan úr Álftaveri, og Guðríður Þorsteinsdóttir frá Járngerðarstöð- um í Grindavík. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum í Ak- urlnisum þar til hann var á 19. ári. Strax fyrir innan fermingaraldur hóf hann að róa á árabát- um. Varð sjómennska síðan aðalstarf hans allt til ársins 1939, að hann hætti að fara til sjós. Vorið 1897 fluttist Sigurður til Reykjavíkur, og var háseti á kútter Sjönu um sumarið. Skip- stjóri var Jafet Ólafsson. Næsta ár var Sigurður Sigurður Sumarliðason. einnig á Sjönu með Jafet Ólafssyni, en um haustið fór hann á Sjómannaskólann og lauk þaðan prófi vorið 1900, með mjög hárri einkunn. Þessu næst var Sigurður stýrimaður um skeið á Stíganda frá Reykjavík, eign Helga kaup- manns Helgasonar. Skipstjóri gerðist hann fyrst á kútter Slater frá Seyðisfirði, sem Garðarsfé- lagið átti. Árið 1901 fluttist Sigurður til Akureyrar. Vorið 1903 keypti hann ásamt öðrum manni kútter þann af Norðmönnum er Familien hét. Sigurður sótti skipið út til Noregs og sigldi því hingað heim með timburfarm. Um sumarið var Familien gerð út á síldveiðar með reknet. Var Sigurður skipstjóri á henni. Árið 1905 seldi Sigurður sinn hlut í Familien. Gerðist hann þá skipstjóri á kútter óla, er Otto Tulinius útgerðarmaður á Akureyri átti. Næstu árin var Sigurður ýmist me.ð óla, Helgu, eða önnur skip, sem Otto Tulinius gerði út. Árið 1911 fól Tulinius Sigurði til stjórnar gufuskipið Súluna, er hann stýrði síðan við mikinn orðstí]- í 15 ár samfleytt, eða til ársloka 1926. Öll þau 15 ár, sem Sigurður var skiþstjóri á Súlunni, gekk hún hvert sumar á síldveiðar með lierpinót. Var Súlan oft með allra hæstu skip- um á síldveiðum. Árið 1920 setti hún nýtt afla- met, fiskaði samtals 11600 mál og tunnpr. Hafði V I K I N G U R 351
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.