Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 69
bæli erlendra veiðiþjófa, er ræni á fiskigrunnunum hér
við land, sem eru íslenzk eign, þ. e. almenningar, frá
fornu fari. „Svá eru almenningar sem at fornu hafa
verit“, segir Jónsbók, og þau fyrirmæli eru landslög
hér enn.
Til skamms tíma hefur það verið taiið háskalegt fyrir
lífsafkomu Grænlendinga, að einokunarverzlunin flytti
öngla! Seglgarnspotti með bognum nagla fyrir öngul
hefur til þessa því verið aðalveiðarfærið á Grænlandi.
Nú eru að vísu farnir að flytjast önglar, en seglgarn-
spottinn heldur velli enn, þótt naglinn standi hallur í
samkeppninni við öngulinn. Að vísu hafa komið vélbát-
ar til Grænlands í síðari tíð, en þeir eru ekki nema sum-
ir hafðir til veiða, heldur í snatt. Og þótt Grænlendr
ingar séu menn vel hæfir til allra verka, er kunnátta
þeirra í fiskveiðum enn svo sem engin. En þegar Græn-
lendingar eignast skip og hafa lært fiskveiðar — og
það gerist í skyndi, ef ánauð einokunarinnar verður af
þeim létt, þá verður það enn meiri nauðsyn fyrir þá
en Færeyinga að fá jafna aðstöðu við íslendinga hér
við land á vetrarvertíð. Og þessa er ekki hægt að synja
Grænlendingum, því þeir eru vorir landar og alls góðs
maklegir.
Er fiskurinn hefur hrygnt hér við land, fer hann á
átugöngu til Grænlands og norður með vesturströnd
þess og sameinast þar við sumarhrygningarfisk, er
hrygnir á fiskigrunnum og í fjörðum Grænlands, allt
upp í landsteina. Menn segja, að þessi ógurlega fiski-
mergð við Grænland sé spánýtt fyrirbrigði. En svona
fullur af fiski var sjórinn þar á hvalveiðatímanum, er
hófst um 1700 og stóð fram á 19. öld. Svona fullur af
fiski var sjórinn, er Frobisher kom við Grænland seint
á 16. öd og menn hans drógu þar vitlausan golþorsk
á heitulausa, hera, ryðgaða öngla út á reginhafi. Og
þessi fiskimergð var við Grænland á 14. öld, því um
1360 segir séra fvar Barðason, ráðsmaður á Görðum,
að meira fiski sé við Grænland en nokkurs staðar ann-
ars í heimi. Af fiskleysi við Grænland kunna engir að
segia nema Danir, og hver tekur mark á þeim?
Allir hlióta að sjá og viðurkenna, að það er hrein-
asta óhæfa. að íslenzkum siómönnum sé aðeins leyft
að veiða af íslenzka fiskistofninum meðan hann er að
l’'"gna og verst eru veður og dimmust nótt og aðstaða
öi\ sem erfiðust. T>að er lífsnauðsyn, að íslenzki fiski-
flotinn geti elt fiskitorfurnar til Grænlands og haldið
veiðinni áfram þar við hin beztu skilyrði í sumarblíðu
og hiarti-i nótt. Og um þennan rétt þarf ísland ekki
að biðja! Það á hann, og þvi ber að krefja hans en ekki
biðja. Grænland er íslenzk eign, og við erum þar heima-
menn. En Danir eru þar löglausir útlendingar.
Færeyingum er það ekki síður lífsnauðsyn en oss,
að geta fiskað á íslenzku fiskigrunnunum við Græn-
land. Færeyingar sækja þegar mjög mikinn hluta af
öllum ársafla sínum þangað, þ. e. á íslenzk fiskimið við
Grænland.
Fi'amtíðaratvinnuvegir íslendinga eru fiskveiðar og
verzlunarsiglingar um öll heimsins höf. En fsland á
einnig annan stórfenglegan framtíðarmöguleika. Hinar
íslausu og vel settu hafnir þess mitt í hinum byggða
heimi, og hið mikla, og auðvirkjaða vatnsafl gefur fs-
landi ótvíræða möguleika til að vera stóriðnaðarland.
Á Grænlandi eru jarðlög frá öllum tímabilum jarðsög-
unnar. Það er meira en þrefat stærra en öll Norðurlönd,
og af eylöndum gengur það Ástralíu næst að stærð.
Hversu mikið af málmum og dýrum efnum á eftir að
finnast í jörð á þessu mikla órannsakaða, og næstum
óbyggða landi, veit enginn! En mikið er þegar fundið.
Grænland er þriðja landið í röðinni þar sem flestir
málmar og verðmæt steinefni hafa fundist! Er hlut-
irnir eru komnir í sitt rétta horf, munu málmar og
verðmæt efni Grænlands verða flutt til íslands til
vinnslu við fossaflið. En hvað sem þessu líður, þá gefa
hafnir og fossar fslands einir því ótvíræða möguleika
til að verða stóriðjuland, og þá geta hvorki Færeyjar
né Grænland haldið sér óháðum af því iðnaðarsvæði.
Hagsmunir þeirra og vorir munu knýja til samvinnu.
Þetta eru óumflýjanleg örlög, „er fresta má, en fyrir
þau komast eigi“.
Það er löngu tími til þess kominn, að menn hugleiði
þetta óhjákvæmilega samstarf Norðurhafslandanna í
framtíðinni, og grundvalli það frá byrjun á fullkomn-
um jafnréttisgrundvelli og fullkomnu gagnhliða trún-
aðartrausti. Hvað Grænland snertir, ætti þetta að vera
algerlega augljóst og afgert mál. Vér eigum Grænland.
Grænlendingar eru vorir landar í jöfnum rétti við oss.
íslenzk lög hafa um aldirnar aldrei ætlað Grænlend-
ingum annað en fullkomið jafnrétti. Gagnvart íslandi
hefur Grænland aldrei verið undirokað í líkum skiln-
ingi og nýlendur eru nú undirokaðar höfuðlandi. Sá
einasti munur, sem var á milli hónda í nýlendu og höf-
uðlandi í fornöld var sá, að bóndi í nýlendu hafði ekki
þingskyldu til löggjafarþingsins, en jafnan rétt við
hinn til að sækja þingið, ef hann vildi.
Heimssögulegt tækifæri, þörfin til samstarfs milli
Norðurhafslandanna knýr nú enn á dyr íslendinga.
Vér skulum sem fyrr, — og einkanlega vel minnugir
fornra tíma — taka því með rausn og röggsemi. Vér
eigum að fyrirbyggja, að Færeyjar verði hæli erlendra
ræningja, er iðki íþrótt sína hér við land. Alþingi á
að opna Grænland fyrir íslenzkum þegnum með lög-
um, sem það setur sjálft sem hið rétta löggjafarþing
Grænlands. Velji Danir, að því búnu, þann kostinn, að
beita oss ofbeldi á Grænlandi, þar sem vér erum frið-
helgir þegnar, en þeir útlendir réttindaræningjar og
ofbeldismenn, eigum vér að sækja rétt vorn í alþjóða-
dóm. Vér þurfum ekki að óttast, að Danir geti sýnt
nokkra eignarheimild sína á landinu. Það gátu þeir ekki
í málinu við Noreg, og slík eignarheimild þeim til handa
er ekki til. 011 vor orð um Grænland verða að vera
grunduð á vorum sögulega eignarrétti á því, því það er
glötun vors málstaðar, að beiðast þess af Dönum á
Grænlandi, sem vér eigum sjálfir.
Þingvöllum 1. sept. 1946.
Jón Dúason.
Farmaður segir frá.
í Afríku er hitinn víða svo mikill, að þeir, sem
hænsnarækt stunda, verða að gefa hænunum ísmola
við og við, því að annars verpa þær eintómum harð-
soðnum eggjum.
*
— Hvernig stendur á því, frú, að þér eruð hætt að
syngja?" spurði nágranninn.
— Læknirinn bannaði mér það.
— Jæja, býr hann líka hér í nágrenninu?
V í K I N □ U R
357