Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 71
merkissteinn til vitnisburðar um guð, og muni tala nú á vorum tímum, svo hver sá, sem í raun og veru trúir ritningunni, en hlýðir þó ekki rödd pýramídans, tapar nokkru af því, sem guð hefir sérstaklega fyrirhugað honum til trúarstyrkingar einmitt á þessum degi og þessari öld. En jafnvel auk þess, er Biblían bendir til pýramídans og getið verður hér á eftir, þá eru auð- vitað inni í pýramídanum sjálfum feiknin öll af sönn- unum um guðlegan innblástur. Grein sú í ritningunni, er lýtur að pýramídanum mikla og eigi hefir verið ljóst hvað þýddi fyrr en á þessari vísindaöld, þegar þess var þörf, er í Jesajabók 19, 19—20: „Á þeim degi mun verða altari handa Drottni í miðju Egyptalandi og merkissteinn (hebreksa orðið „matstsebah — merkisteinn") handa Drottni við landamærin, og það skal vera til merkis og vitnis- burðar um Drottin hersveitanna í Egyptalandi, því þeir munu hrópa til guðs vegna kúgaranna, og hann mun senda þeim frelsara mikinn er mun losa þá úr ánauð". í versum þessum er lýst ákveðnum merkissteini í Egyptalandi, sem mun bera guði vitni á tímum mikill- ar kúgunar, er séu undanfari mikillar frelsunar". Þessi tilfærðu orð, úr bókinni „Boðskapur pýramíd- ans mikla“, sýna að hér er mjög merkilegt mál á ferð- inni, sem hver maður ætti að kynna sér. Bækur Jónasar Guðmundssonar fara í svipaða átt. Meginmál þeirra greina frá sannleiksgildi spádómanna í Biblíunni, hvernig þeir hafa rætzt á ýmsum tímum í verulegum atriðum og sýnast nú vera að rætast að fullu. Biblían er, að miklu leyti, sögulegt rit. Hún segir frá afreks- mönnum Tsraelsþjóðarinnar og er auk þess lögbók þeirra. Hún greinir frá trúarbrögðum og guðsdýrkun Tsraelsmanna og ýmsum þjóðflokkum er þeir höfðu mök við. Biblían er einnig spádómabók hinna tólf æth- kvísla ísraelsmanna. Við lestur bóka Jónasar Guð- mundssonar og A. Rutherfords fer mann að langa til þess að lesa nánar það heimildarrit sem þeir vitna aðallega til, Biblíuna. Hafi maður gert eitthvað af því áður, þá er víst, að nú verður lesturinn skiljanlegri og maður finnur að hönd guðs er alls staðar með í verki. Spámenn allra tíma eru innblásnir. Guð talar í gegn um þá og gefur þeim sjón til að sjá það sem öðrum er hulið. Hann felur þeim að kunngera samtíð sinni við- burði líðandi stundar og það sem koma skal á næstu árum og öldum. Hvað sem við mennirnir viljum um það segia, þá er yfir oss vakað, og markvisst erum við leiddir að ákveðnu marki. Þó misjafnlega gangi og mörg sé torfæran, þá miðar samt áfram, upp á við að loka- markinu. „Spádómarnir um Island" eftir J. G. og „Hin mikla arfleifð íslands" eftir A. R., eru. mjög athyglisverðar bækur. Þær greina frá, að ísland sé eitt af merkilegustu löndum heimsins, að íslendingum sé ætlað að leysa af hendi undursamlegt og göfugt hlutverk, við fyrirhug- aða stórviðburði í náinni framtíð. Það er talið, að þetta milda ætlunarverk Islendinga muni verða til bless- unar, ekki eingöngu þeim sjálfum, heldur og einnig frændþjóðum þeirra, Norðurlandabúum, Engil-Söxum og Keltum. Þessar bækur ættu allir að lesa, sér til gagns og undirbúnings því, að taka við hinni miklu arfleifð, sem í þessum bókum er boðuð. Að lokum langar mig að geta hins nýja tímarits Jónasar, „Dagrenning". Af því sem út er komið, spáir það góðu um framtíðina. Ritið á að koma út annan hvern mánuð. Þegar eru komin 4 hefti, prentuð á ágæt- an pappír, prýdd myndum og hin vönduðustu að öllum frágangi. Dagrenningu er ætlað að flytja svipað efni og bækur ritstjórans gerðu. Einnig verða í ritinu frá- sagnir um dulræna atburði. Ég fullyrði, að hér er á ferðinni mjög merkilegt rit, sem ætti að ná til sem flestra landsmanna. Það flytur efni, sem ætti að vera hugleikið öllum mönnum sem á annað borð hugsa lengra en til munns og maga. Við komumst ekki fram hjá þvi (með góðu), að taka ákveðna afstöðu með eða mót þeim málum er ritið fjallar um. Því verða menn að eign- ast það og lesa, svo þeir geti myndað sér skoðun á málunum, því hér er á ferðinni rödd hrópandans, sem ekki verður þögguð í hel, því á bak við hana stendur sá kraftur sem er til frá upphafi vega. Ég vil hvetja áhugamenn um land allt, að safna sem flestum skil- vísum kaupendum að ritinu, svo að það megi komast inn á sem flest, eða helzt öll, heimili í landinu. 1 for- málsorðum að ritinu segir ritstjórinn: „ísland er minnst í ísraelsþjóða hópnum. Það er ekki víst að hlutverk þess sé minna en annara við komu hins nýja dags. Það á að vera hlutverk Dagrenningar að vekja íslendinga til umhugsunar um það vandasama hlutverk sem bíður þeirra í því efni.“ Júlíus Ólafsson, vélstjóri. Smœlki Fíllinn. Bókaforlag nokkurt efndi til verðlaunasamkeppni um bók er fialla skyldi um fílinn. Voru keppendum að öðru leyti gefnar óbundnar hendur. Þátttaka var góð og komu ritgerðir á ýmsum tungumálum. Ritgerðirnar báru þessi nöfn: „Fílaveiðar". — Höfundur enskur. „Ástalíf fílsins". Höf. franskur. „Eru fílar til?“ Höf. rússneskur. „Hundrað réttir úr fílakjöti“. Höf. danskur. „Framleiðum stærri og betri fíla“. Höf. amerískur. „Drög að formála að bók um fílinn“. Þrjú þykk bindi. — Höf. þýzkur. ★ Huggun. Presturinn heimsækir Jón gamla, sem er nýlega orð- in ekkjumaður. Þegar prestur kemur inn, situr gamli maðurinn með hálftæmda brennivínsflösku fyrir fram- an sig. — Er þetta nú þín eina huggun í einverunni?“ spyr prestur. — Ónei, ekki er það, prestur góður. Ég á aðra fulla þarna í skápnum. ★ Auðugur Skoti auglýsti að hann gæfi 5 sterlingspund hverjum þeim manni, sem fyrstur synti yfir Atlants- hafið. Nóttina eftir hafði hann miður góðar svefnfarir og dreymdi, að hann sæi sundgarpana stíga á land eftir að hafa synt yfir Atlantshafið. Daginn eftir auglýsti hann að menn yrðu að syna fram og til balca, til þess að fá verðlaunin. Þriðja daginn kom sú viðbót, að verðlaunin yrðu að- eins afhent þeim, sem synt hefði fram og til baka l kafi. VÍ K I N G U R 359
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.