Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Side 72
Ásgeir Sigurðsson
Málefni dagsins
Á næstu tímum má búast við miklum ágangi
erlendra veiðiskipa á íslenzk fiskimið, á sama
tíma, sem íslendingar eru að auka og bæta
fiskiflota sinn á allan hátt. um leið og fullkomn-
ar verksmiðiur og fiskiðjuver. sem nú eru í
bvgvingu. til hverskonar vinnslu og hagnvting-
ar s.iávaraflans, taka til starfa. Hér er því um
eitt af alvörumálum íslenzks sjávarútvegs að
ræða. um leið og framtíðaiTnöguleikar íslend-
inga til aukins og bætts menningarlífs eru í veði.
Því bað má vera öllum ljóst, að sjórinn, sem
umlvkur landið okkar, er okkar forðabúr, að
m.jög miklu leyti og verður þar af leiðandi að
gæta þess vel. að því verði ekki ofboðið af rán-
yrkju. af of stórum eða of nærgöngulum veiði-
skinaflota.
Hvað skal þá til varnar verða þessu stóra, en
strjálbýla landi, sem mikil og fiskisæl mið
ligvia að?
Ekki höfum við stóran flota varðskipa til þess
að næta landhelginnar og vei’nda rétt vorn. —
Landhelgin. — það er hið stóra orð. í því liggur
allt, sem hér er í húfi. Hver er hinn helgi réttur
vor t.il hafsins, sem að landinu liggur og hvar
eru hin réttu takmörk? Hvað segir heilbrigð
skynsemi okkur um þetta mikla vandamál? f
stuttu máli: íslendingar hafa aldrei samið við
aðrar þjóðir um takmörk landhelginnar og sízt
af öllu þau sem nú eru, en þeir hafa helgað sér
landið með útskerjum og landgrunninu líka.
Landhelginni var þröngvað upp á okkur, í
þeirri mynd, sem hún nú er, af þjóð, sem við
ekki lengur þurfum að láta semja fyrir okkur,
af þjóð, sem við því eigi þurfum að lúta í þessu
efni, frekar en öðru, þar eð löglegur skilnaður
þjóðanna hefir farið fram. Er því um að ræða
danskan samning, sem Danir gjörðu við aðrar
þjóðir um okkar rétt, er við vorum ekki þess
umkomnir að mótmæla. Nú er við lýðveldið fs-
land að ræða um þessi og önnur hliðstæð mál.
Það er öllum ljóst, sem um málið hugsa, með
framtíðarheill þj óðarinnar fyrir augum, að eftir
nokkur ár má búast við að íslandsmið verði þur-
ausin af nytjafiski, ef eigi verður aðgjört í tíma.
Til mála hefir komið, að friða nokkra firði og
flóa, fyrir botnvörpuveiðum og dragnót, og þá
sérstaklega Faxaflóa, slíkt mun, að því er sagt
er, vera nokkuð einróma álit fiskifræðinga nær-
liggjandi landa, að gjöra þurfi, og ætti því að
vera nokkuð auðsótt. og yrði til mikilla bóta fyr-
ir alla er stunda veiðar hér við land. en ekki ein-
vörðungu fyrir landsmenn, nema síður sé. Þar
ræður mestu um, hver hefir stærstan veiðiskipa-
flotann, okkar verður sennilega sá minnsti Það
verða því hinar erlendu þjóðir, sem að mestu
taka við fiskigöngunum, er fiskurinnkemuráhin
dýpri mið, á landgrunnið fyrir utan uppeldis-
svæðin okkar, ef svo mætti að orði kveða. Við
þurfum því að helga okkur að nýju allt land-
grunnið umhverfis landið, ef vel á að vera. Og
þetta ætti að takast. ef réttlæti og sanngirni
verður látið ráða í heiminum. Tökum því óhikað
þessa stefnu upp, því fvrr, því betra. sýnum að
við séum vakandi á verðinum og höldum á helg-
um rétti vorum með festu og drenglund. Við
höfum ekki tilhneigingu til, og munum ekki sýna
öðrum bjóðum ágengni í neinu og getum því
með góðri samvizku heimtað vorn rétt. Ein
sönnun þess að hér er túlkað rétt mál, er sú, að
talið er sjálfsagt, að afréttarlönd heyri þeim
sveitum til, er þau liggja að, annað væri óeðli-
legt og rangt og landgrunnið, sem umlykur land-
ið okkar, er afréttarland hafsins okkar.
Eða hversvegna halda menn, að þessi harð-
gera þjóð hafi verið sett á útsker þetta, eins og
landið var stundum nefnt af fornmönnum —
já, norður undir Pólarísnum, til þess að deyja
þar Drottni sínum? Nei, og aftur nei — til þess
að þroskast, starfa og stríða fyrir tilveru sinni,
til þess að lifa þar menningarlífi og meðal ann-
ars til þess að berjast fyrir rétti sínum, með
vopnum réttlætis, einurðar og framsýni um hag
og heill beirra. sem þetta land bvggja. Það er
er um að ræða hrausta og tánmikla bióð, sem
vill lifa og verður að lifa, en lifir því aðeins góðu
lífi. að horfst sé í augu við staðreyndirnar, svo
að séð verði við slvsum.
Það má líkja því saman. ef erlendum þjóð-
um á að haldast uppi að taka fiskinn, sem elst
upp í núverandi svonefndri landhelgi fslands,
þegar hann kemur út á landgrunnið og jafnvel
engin tilviliun. að þjóðin festi hér rætur. Hér
fyrr. við það þegar útilegumenn fortíðarinnar
rændu sauðfé bænda er það hafði leitað til af-
36D
V í K I N □ U R