Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 77

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Síða 77
Grímur Þorkelsson Kennsluhœhur Stýrimannashólans o.fl. Greinin, sem Friðrik V. Ólafsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík skrifaði í 10. hefti Víkings, ber það með sér, að hann hefur sitt hvað að athuga við grein þá, sem ég skrif- aði um sama efni í næsta blað á undan. Honum blöskrar orðaval og stílsmáti og fer mörgum orðum um orðbragð mitt í sambandi við misfell- ur þær, sem ég á að hafa talið vera á stjórn hans á skólanum og ræður síðan mér og öðrum sjómönnum til að ástunda betur kurteislegan rithátt framvegis. Mér þykir allt þetta leiðin- legt. En ekki dugar að æðrast þótt á gefi sjór og dálítið slettist á bátinn. Þá er að taka austur- trogið. Ég skrifaði þetta greinarkorn mitt ein- göngu út frá málefnalegu sjónarmiði, en ekki fyrst og fremst til að þóknast neinum sérstök- um manni. Ég ætlaði þó engan að styggja, enda var engin ástæða til þess. En aldrei er hægt að þjóna tveim herrum í senn eða gera svo öllum líki. Happaminnst er því að nefna hlutina rétt- um nöfnum, að svo miklu leyti, sem velsæmi leyfir. Þetta þykist ég hafa gert í umræddri grein. Margt hefði þó sjálfsagt getað verið þar betur orðað og öðru vísi sagt, það skal ég við- urkenna. Mér hefur alltaf verið ljúft að yfir- vega ráðleggingar þessa manns og er það enn, og það mun ég kappkosta framvegis í stílsmáta, eftir því sem geta leyfir og málefni standa til í hvert sinn. Þrátt fyrir þetta sé ég þó enga ástæðu til neinna breytinga á umræddri grein í níunda hefti. Það litla, sem þar er sagt, vil ég sagt hafa, nema um miðunarstöðina, þar hafði ég á röngu að standa og leiðréttist það hér með. Misfellur á stjórn skólans, sem skólastjóri seg- ir að ég hafi verið að átelja, er mér gersamlega ókunnugt um, öllu því tali ýti ég til hliðar, sem einskærum hugarórum og málinu óviðkomandi, því hvergi var að slíku vikið eða á það minnzt í greinarkorni mínu. En ég fordæmi harðlega þá stefnu, að láta nemendur skólans nota er- lendar bækur við námið. Ég veit og vissi, að skólastjóri er ekki upphafsmaður að þessu, því hér er um gamla, klafabundna venju að ræða, sem til var stofnað á sínum tíma af illri nauð- syn, vegna byrjunarörðugleika og fátæktar, en er nú orðin óverjandi síðan þjóðinni óx fiskur um hrygg og varð fullvalda. Það sem einkennir grein skólastjóra einna mest er sú staðreynd, að hann er víðast hvar á sama máli og ég, þrátt fyrir öll mótmælin. Kennslubækur kýs hann helzt að allar séu á ís- lenzku, en þær verða of dýrar að hans dómi, því enginn fæst styrkurinn. Kostnaðurinn, sem af því hlýzt að gefa bækurnar út á íslenzku, verður að deilast á fámennan hóp nemenda, sem skólann sækir. Þetta verður nemendum f j ötur um fót, svo ég noti hið hataða orðtak, sem nú er orðið okkar beggja síðan grein skólastjóra kom út. Við er- um sammála um þetta síðasta atriði. Kostnað- urinn við þetta fyrirtæki getur orðið of mikill fyrir fámennan hóp nemenda, en þá er að sjá við þeim leka og setja undir hann. Ég geri enga kröfu til að vera talinn meðal vina skólans, þakka ég skólastjóra kærlega fyr- ir að bjóða mér í þann hóp, ef ég skyldi reyn- ast verðugur. En hvað sem því líður, þá álít ég Sjómannaskólann einn af hyrningarsteinum sjávarútvegsins. Nýsköpun þessa atvinnuvegar er nú í deiglunni, búið er að kaupa skip fyrir hundruð milljóna og verið er að hvetja fólk til að leggja fé sitt fram til uppbyggingarinnar inn- anlands. Mikið þykir því við liggja. Það nær því auðvitað engri átt að ætlast til þess að fá- mennur hópur nemenda, sem á að manna fram- tíðarflotann, standi undir þeim stofnkostnaði að öllu leyti, sem af því leiðir að leggja til bækur í skólann. Þetta sá og skildi 10. þing F. F. S. í., sem beindi þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að bókunum þyrfti að snúa á íslenzku. Þetta þarf ríkisstjórnin að gera, og styrkja það mikið, að bækurnar fáist með viðráðanlegu verði. Kostnaðaráætlun skólastjórans er ekki árenni- leg, þar sem hann kemst upp í 60—80 þúsund kr. með eina bók og telur síðan fram sex bæk- ur, sem þarf að kosta útgáfu á, ef farið er inn á þessa braut. Ég skal játa það, eins og skóla- stjórinn, að ákjósanlegast væri að nota ein- göngu íslenzkar bækur, en ég sætti mig við að sníða stakk eftir vexti, og vil því ekki vera svona róttækur. Alþjóða merkjabókin og töflu- bækur geta vel beðið betri tíma. Vélfræði handa stýrimönnum læt ég liggja á milli hluta, þar eð hún þarf að hverfa í þeirri mynd sem hún er nú kennd. Þá verða eftir Siglingafræðin, Dæmabók- V í K I N G U R 365
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.