Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 79
Einar Bogason frá Hringsdal
Faðir þilskipaútgerðar d íslandi
og fœðingarstaður hennar
Selárdalur við Arnarfjörð er einn af merkisstöðum
þessa lands. Bárður svarti Atlason hét göfugur bóndi
sem bjó þar á 12. öld. Hann var afi Hrafns Svein-
bjarnarsonar á Hrafnseyri, því Sveinbjörn faðir Hrafns
var sonur Bárðar svarta. Hrafn Sveinbjarnarson á
Hrafnseyri er talinn hafa verið hreinhjartaðasta göfug-
menni allra höfðingja, sem uppi voru á Sturlungaöld
á Islandi.
Á fyrri hluta Sturlungaaldar bjó með sonum sínum
í Selárdal ekkja, sem Ragnheíður hét Aronsdóttir
Bárðarsonar hins svarta í Selárdal. Ragnheiður í Sel-
árdal og Hrafn Sveinbjarnarson á Hrafnseyri voru
því bræðrabörn. Seinni maður Ragnheiðar hét Þór-
arinn. Áttu þau Ragnheiður marga sonu, og eru þeir
nafnkenndastir Eyvindur og Tómas. Var Tómas Þór-
arinsson prestur í Selárdal og þótti sómamaður. Var
hann þar prestur þegar Þórður Sighvatsson kakali kom
í Selárdal í liðsbón til föður- og bróðurhefnda.
Mjög ástúðlegt og mikil vinátta var með þeim bræðra-
börnunum Ragnheiði og Hrafni, og var Hrafn oft í
heimboðum í Selárdal.
Hrafn Sveinbjarnarson á Hrafnseyri var goðorðs-
maður og fór með Seldælingagoðorð, en Seldælir voru
alkunnir höfðingjar á Vestfjörðum og höfðu héraðs-
völd og yfirráð helmings Vestfjarðarkjálkans, en Vatns-
firðingar réðu yfir hinum helmingnum. Hrafn var
afar vinnsæll höfðingi af þingmönnum sínum, því hann
vildi hvers manns vandræði leysa, og vildi hver maður
af hans þingmönnum sitja og standa eins og hann
vildi, og þó að Seldælagoðarnir væru miklir menn, mun
Hrafn að öllu samanlögðu hafa verið þeirra merkastur
og beztur.
Ragnheiður í Selárdal var mjög vitur kona. Henni
leizt illa á að Hrafn frændi hennar skyldi bindast
vináttuböndum við Þorvald Vatnsfirðing, og spáði að
Hrafn myndi illt af Þorvaldi hljóta, sem að kom, því
Þorvaldur varð banamaður Hrafns velgjörðamanns
síns og frænda. Eitt sinn þegar Þorvaldur gerði aðför
að Hrafni, barst Hrafni njósn, að Þorvaldar væri von.
Sendi Hrafn þá til Seldæla, frænda sinna, eftir liði.
Safnaði þá Eyvindur Þórarinsson liði um Tálknafjörð
og Arnarfjarðardali, og kom til liðs við Hrafn á mörg-
um skipum. Tómas bróðir Eyvindar, var í virkinu hjá
Hrafni með öðrum bróður sínum. Hann gekk með mann-
fjölda úr virkinu til að sameinast skipaliði Eyvindar.
Sá þá Þorvaldur sitt óvænna, og varð frá að hverfa
í það sinn. Vildu þá vinir Hrafns að Þorvaldi væri
veitt aðganga og hann drepinn, og töldu, að ei myndi
seinna vænna. En Hrafn vildi það með engu móti, og
taldi óhæfu að hefja manndráp á helgum degi. En dag
þennan bar upp á Jakobsmessu. Var þá sætta leitað og
sættust þeir Hrafn og Þorvaldur.
Var sú sætt þeirra, að um öll þeirra misklíðarefni
skyldu gera Þorvaldur Gizurarson og Þórður Sturlu-
son. Hrafn veitti síðan Þorvaldi og fylgdarmönnum
hans dagverð. Hann fékk þeim síðan hesta noi'ður yfir
heiði til Dýrafjarðar. Kvöddust þeir Þorvaldur og
Hrafn með hinum mestu virktum. Til sáttafundarins,
sem ákveðinn hafði verið að Reykholti í Borgarfirði
kom Hrafn og báðir gerðarmennirnir Þorvaldur Gizur-
arson og Þórður Sturluson, en Þorvaldur Vatnsfirðing-
ur lét þar ekki sjá sig. Ákváðu þeir þá annan sáttafund
í Fagradal á Skarðsströnd. Fór það á sömu leið, að
Hrafn og sáttasemjararnir komu, en Þorvaldur Snorra-
son sázt hvergi. Þótti þessi framkoma Þorvaldar bera
vitni um það, að honum væri allt annað í hug en að
sættast við Hrafn frænda sinn. Hafði Hrafn því fjöl-
mennt á Hrafnseyri, og var var um sig. Á langaföstu
veturinn 1213, hóf Þorvaldur aðför að Hrafni; voru þeii'
32 saman. Fóru þeir Glámuheiði til Arnarf jarðar. Var
vont veður. Töldu varðmenn á Hrafnseyri ekki þörf
á að halda vörð, því engum myndi vera fært að fara
yfir Glámu eða aðrar heiðar í slíku óveðri. Var því ekki
vakað. Var þetta gert á móti vilja Hrafns. Heimamenn
Hrafns töldu líka að Þorvaldur mundi ekki gera þeim
aðför á langaföstu. Þessa sömu nótt kom Þorvaldur
með lið sitt að Hrafnseyri. Hófu þeir mann á skildi
upp á virkisvegginn og renndi hann lokum frá virkis-
hurðinni, og gengu þeir Þorvaldur síðan í virkið. —
Þeir Þorvaldur báru við að dyrum og lögðu eld í og
svo lögðu þeir eld víða í þekjuna. Menn Þorvaldar
höfðu ýms fíflsleg orð um þetta mál, og lögðu illt eitt
til málanna, en Þorvaldur vildi engu svara Hrafni um
griðin. Hrafn lét þá presta sína ganga til stofu og
syngja óttusöng, og söng hann með þeim. En er þeir
höfðu sungið óttusönginn gerðist reykur mikill í hús-
unum. Hrafn gekk þá til dyra og bauð Þorvaldi góð
boð til sætta, en Þorvaldur neitaði öllum boðum hans.
Þá bauð Hrafn að gefa sig upp til friðar öllum mönn-
um öðrum, sem inni voru og að bærinn yrði ekki
brenndur. Þorvaldur svarar: „Ég mun lofa hér öllum
út að ganga, ef þér seljið áður af höndum vopn yðar,
og geri ég slíkt af hverjum ykkar, sem mér líkar.“ Þá
gengu þeir *Hrafn út og menn hans og létu af hendi
vopn sín. Var öllum konum og körlum leyft að fara
í kirkju, nema Hrafni og tveim mönnum öðrum. Var
V í K I N G U R
367