Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 82

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Qupperneq 82
bróðir Árna Gíslasonar sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð, þess mikla og harðsnúna höfðingja.Átti hann í málaferlum miklum við Magnús prúða. En Magnús, sem var vitur maður, spáði því, að þrátt fyrir það þótt þeir Árni ættu í miklum deilum, mundu afkom- endur þeirra tengjast saman órjúfandi ættar- og vin- áttuböndum. Páll Björnsson gekk í Hólaskóla og var þar undir handleiðslu Þorláks biskups Skúlasonar, dóttursonar Guðbrandar biskups. Dáðist Þorlákur biskup mjög að Páli og gáfum hans. Eftir að Páll hafði útskrifazt úr Hólaskóla með lof- samlegum vitnisburði, sigldi hann til háskólans í Kaup- mannahöfn, og lagði þar stund á, auk guðfræðinnar, latínu, grísku, hebresku og stærðfræði. Hann lærði enn- fremur kaldeisku og sanskrít og síðast lærði hann arabisku, og hafði hann lokið við að læra hana rétt fyrir dauða sinn. Var Páll svo lærður maður, að enginn Islendingur stóð hónum á sporði eða var hans jafningi að lærdómi að öllu samanlögðu, eftir því sem sagnaritarar telja. Jón Þorkelsson Skálholtsrektor, sem var mjög lærður maður, telur Pál vera andríkastan ræðuskörung sinnar samtíðar, að undanskildum Jóni biskupi Vídalín, sem var náfrændi séra Páls, því þeir voru systkinasynir, þótt séra Páll væri 45 árum eldri en Jón biskup. Þegar Þorkell Arngrímsson, móðurbróðir séra Páls og faðir Jóns biskups Vídalíns var að læra í skóla, var hann fátækur, því Arngrímur lærði faðir séra Þorkels var enginn auðmaður, enda enginn búmaður talinn, en átti fjölda barna. Síðasta barnið fæddist þegar hann var kominn þétt að áttræðu. Styrkti þá séra Páll þennan frænda sinn til náms, með því að láta hann fá peninga, til þess að hann gæti haldið náminu áfram. Þegar Páll hafði lokið náminu við háskólann í Kaupmannahöfn eftir 4 ára nám, kom hann hingað til landsins, og vígði Brynjólfur biskup frændi hans hann þá til prests í Selárdal árið 1645, og var Páll upp frá því prestur þar í 61 ár, en prófastur í Barðastrandar- sýslu var hann í 51 ár. Kona séra Páls var Helga Halldórsdóttir, dóttir Halldórs lögmanns Ólafssonar. Var hún systir Margrétar biskupsfrúar, konu Brynjólfs biskups. Voru þeir frændurnir og svilarnir Brynjólfur biskup og séra Páll alúðarvinir. Mat Brynjólfur biskup séra Pál mikið og tillögur hans. Er talið að Brynjólfur biskup mundi hafa komið með meiri hörku fram við Daða Halldórsson út af ástamálum þeirra Ragnheiðar dóttur biskups, en hann gerði þó, ef séra Páll hefði ekki lagt þar gott til málanna, og heldur mildað málið Daða í hag. Árið 1660 veiktist Helga kona séra Páls mjög undar- lega. Batnaði henni þó von bráðar. En veturinn 1668— ’69 veiktist hún aftur. Var þetta kennt manni, sem Jón Leifsson hét, og að hann hefði beitt prestsfrúna galdraglettum, af því hún stóð á móti því, að hann fengi þjónustustúlku hennar fyrir konu. Ein frúin í námunda við prestssetrið, á einni kirkjujörð staðarins, Neðrabæ, var líka svo vel að sér í egypsku spekinni, að talið var, að hún fleytti syni sínum yfir Selárdalsána á mjólkurtrogi, þegar áin var talin lítt fær yfirferðar fyrir vatnavöxtum, og sagði strákur presti frá því, á hvaða farartæki hann hefði komizt yfir ána, far- kosturinn hefði verið mjólkurtrogið hennar móður sinnr ar. En þessi mæðgin voru skagfirzk, svo hér hefir því skagfirzk en ekki arnfizk tækni verið að verki. Svo" mikið kvað að þessum undrum, að séra Páll varð að flýja staðinn ásamt konu sinni og nokkru af heim- ilisfólkinu, í kot eitt skammt frá staðnum. Byggði hann Helgu konu sinni hús til að sitja í við foss einn í Selárdalsá, sem Skarfoss heitir. Sézt tóttarbrot af húsi þessu ennþá. Fannst Helgu helzt fróun í að sitja við fossniðinn, því að þá leið henni betur. Prófastur fékk ýmsa presta þar vestra til að taka konu sína til bæna, eða biðja fyrir henni. Var það þá einn helgan dag, er einn andríkur prestur þar vestra tók prestsfrúna til bæna, að það skeði í Selárdalskirkju um messutímann hjá séra Páli, að einn nábúi prófasts hné dauður niður úr sæti sínu í kirkjunni. Var því þá trúað af sumum, að það hefði verið þessi maður, sem valdið hefði veikindum prófastsfrúarinnar. Upp frá þeirri stundu fór frúnni heldur að batna, þótt aldrei næði hún fullri heilsu. Séra Páll var hinn bezti kennari. Tók hann marga pilta til kennslu, meðal þeirra voru þeir bræðurnir, frændur hans, Jón Vídalín, sem seinna varð biskup í Skálholti, og Arngrímur bróðir Jóijs, sem síðar varð kunnur menntamaður. Lærðu þeir bræður hjá prófasti, latínu, grísku og hebresku, til undirbúnings undir háskólanámið áður en Jón Vídalín sigldi til háskólans í Kaupmannahöfn. Einnig er talið áreiðanlegt að Páll hafi kennt Magnúsi Árnasyni tungumál og stærðfræði. Var Magnús þessi bráðvel gefinn. Átti hann barn með Helgu, dótturdóttur séra Páls. Magnús þessi varð síðan kapteinn í her Dana, en kom svo upp hingað til lands, og framkvæmdi hér landmælingar. Var hann fyrsti landmælingamaður hér á landi. Hann drukknaði í lend- ingu við ey á Breiðafirði. Eins og þeim, sem lesið hafa æfisögu Jóns biskups Vídalíns er kunnugt, gekk hann að afloku háskólanámi í her Dana, og ætlaði sér með því að komast til hárra metorða. En þar sem móður hans og öllum ættingjum þótti mjög vafasamt, að það mundi takast, tók hún það ráð að kaupa Jón son sinn úr herþjónustunni, með fjárhagslegri hjálp ættingja og vina Jóns. Er talið, að séra Páll hafi lagt þar drjúgt af mörkum, til þess að kaupa þennan óvenjulega gáfaða frænda sinn úr þeirri prísund, sem hann var í, því hann var ekki kom- inn hærra en að vera óbreyttur hermaður. Vídalínspostilla hefir verið af öllum talin sú bók, sem mestan og beztan þáttinn hefir átt í því, að glæða og viðhalda andlegu trúarlífi þjóðarinnar, þegar undan- skildir eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, þess ógleymanlega, andríka trúarskálds „sem svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng“. Þessar tvær bækur — þessi tvö listaverk hinna andríku snillinga, hafa því verið sannkallaðir hyrningarsteinar kristin- dómsins hér á landi. En hverjir voru það, sem auk höfundanna einkum stuðluðu að því, að þessar bækur — þessi ómetanlega þjóðareign — varð til? Það voru þeir frændurnir og svilarnir Brynjólfur biskup Sveins- son í Skálholti og séra Páll Björnsson prófastur í Selárdal. Um það hefir oft verið skrifað, að Brynjólfur biskup Sveinsson leysti Hallgrím Pétursson úr prísund þeirri, sem hann var í hjá kolasalanum í Kaupmannahöfn, og setti hann til náms í Frúarskólann. Ef Brynjólfur biskup hefði ekki reynzt Hallgrími eins vel og hann 370 VÍKIN □ U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.