Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 84

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1946, Page 84
sonar séra Gísla, sem báðir voru prestar í Selárdal. Sögurnar um atburði þessa höfðu þau eftir séra Gísla Einarssyni afa sínum, sem varð prestur í Selárdal árið 1785 eins og áður er sagt, eftir að hann hafði áður verið 2 ár dómkirkjuprestur í Skálholti og síð- asti dómkirkjuprestur þar. Hann var nýorðinn dóm- kirkjuprestur í Skálholti þegar húsin hrundu í jarð- skjálfta af áhrifum Skaftáreldagossins. Þar var þá líka unnusta hans, Ragnheiður Bogadóttir frá Hrappsey. Sögðu ömmur mínar mér sögu um það, að þegar bæj- Séra Páll Björnsson í Selárdal. argöngin í Skálholti hrundu, hafi hún rétt verið ný- sloppinn út úr þeim. Var hún þá að bera mat á borð fyrir þá feðga, biskupana Finn og Hannes son hans. Var Bogi Benediktsson bóndi í Hrappsey faðir henn- ar. Hann er af sagnfræðingum talinn stærsti bóndi landsins á sinni tíð. Hann hélt prentsmiðju í Hrappsey eis og kunnugt er. Átti hann mörg börn, sem öll reynd- ust kynsælar manneskjur. Séra Gísli tók við prestsembættinu í Selárdal af séra Eggerti Ormssyni ríka, og var ásamt honum í Selár- dal eitt ár, því séra Gísli tók við brauðinu vorið 1785, en séra Eggert fór ekki frá Selárdal fyrr en vorið 1786. Fór hann þá í Sauðlauksdal til séra Jóns Orms- sonar, tengdasonar síns. Voru þeir Bogi í Hrappsey og séra Eggert ríki svilar, því þær Þorbjörg kona séra Eggerts og Þrúður, fyrsta kona Boga í Hrappsey voru systur, dætur Bjarna ríka sýslumanns á Skarði. Bjarni ríki var drenglyndur og stórgjöfull höfðingi. Þessar sagnir frá séra Páli, sem ég hefi að framan getið og ennfremur söguna um séra Bjarna Halldórs- son, þegar hann reið um Selárdalshlíðar, höfðu ömmur mínar og afi eftir afa sínum, séra Gísla, en séra Gísli hafði þær eftir fyrirrennara sínum í embættinu, séra Eggert, en séra Eggert hafði þær eftir gömlum sókn- arbörnum séra Páls, sem líka urðu sóknarbörn séra Eggerts, því séra Eggert varð prestur í Selárdal 1749, 43 árum eftir dauða séra Páls 1706. Var séra Eggert því 26 ár prestur í Selárdal. Tók hann við staðnum eftir að séra Þorlákur Guðmundsson, faðir Jóns þjóð- skálds og prests frá Bægisá var dæmdur frá embætti í Selárdal vegna áfengisnautnar. Hafði nágrannaprest- ur hans, séra Jón Teitsson prestur í Otradal, sem seinna varð eitt ár biskup að Hólum, veitt séra Þor- láki af fullmikilli rausn af skálum Bakkusar, þegar séra Þorlákur gisti hjá honum í Otradal, áður en hann skyldi daginn eftir messa í Otradal, og taka til altaris séra Jón og frú hans, ásamt fleira sóknarfólki Otra- dalssóknar. Fataðist presti þá svo við embættisgjörð- ina, að ótilhlýðilegt þótti, og var hann fyrir þetta dæmdur frá embætti. Var séra Eggert Ormssoh skip- aður sækjandi málsins, en séra Vernharður Guðmunds- son, bróðir séra Þorláks, verjandi bróður síns. Séra Vernharður var þá kapelán hjá bróður sínum í Selár- dal og þjónaði Tálknafirði, en varð síðan prestur í Otradal eftir Jón Teitsson, frá 1756—1798. — Síðan þetta skeði, hefir Bakkus ekki orðið Selárdalsprestum að fótakefli, því prestar þeir, sem gegnt hafa þar prestsembætti síðan hafa verið hin stökustu reglu- menn. Fyrirrennari séra Þorláks Guðmundssonar í Selárdal var faðir hans, Guðmundur Vernharðsson. Var hann prestur í Selárdal frá 1734—1738. Hefir því séra Þor- lákur verið 11 ár prestur í Selárdal. Hafði séra Guð- mundur Vernharðsson verið kapelán hjá þeim feðg- um, séra Páli og Halldóri syni hans í 12 ár. En á undan honum var kapelán hjá séra Páli séra Vern- harður Erlendsson faðir séra Guðmundar og því lang- afi séra Jóns þjóðskálds frá Bægisá. Þjónaði séra Vernharður Laugardalssókn. Hann var talinn hraust- menni mikið og er sagt, að oft hafi kastast í kekki með honum og þeim hraustu Sellátrabræðrum. Kom hann norðan af Ströndum til séra Páls. Hafði hanD hálfvegis verið flæmdur þaðan fyrir galdurorð, sem á honum lá. Eftir séra Pál, vai'ð sonur hans, Halldór Pálsson, prestur í Selárdal frá 1706—1734, eða 28 ár. Átti hann í miklum deilum við Jón biskup Vídalín, frænda sinn, því séra Halldór var drykkfeldur heldur um of, og kom sá löstur hans einkum einu sinni fram. Var það við jarðarför Þóru, systur séra Halldórs í Otrar- dal, þar sem Jón biskup Vídalín var staddur. Var það svo áberandi, að Jón biskup gat ekki, stöðu sinnar vegna, látið það vera afskiptalaust. En þar sem séra Halldór var stórbrotinn, eins og þeir fleiri frændur hans, sló í deilu með þeim frændunum, honum og bisk- upi, en Oddur lögmaður Sigurðsson, sem var hinn mesti óvinur Jóns biskups, studdi séra Halldór og stælti hann upp í mótþróanum gegn biskupi. Þó missti séra Halldór prófastsembættið, en prestsembættinu hélt hann til dauðadags. Milli séra Páis Björnssonar og séra Gísla Einarssonar hafa því setið í Selárdal 4 prestar, sem eru: 1. Halldór Pálsson, sonur séra Páls frá 1706—1734. 2. Guðmundur Vernharðsson frá 1734.—1738. 3. Þorlákur Guðmundsson frá 1738—1749. 4. Eggert Ormsson ríki frá 1749—1785. Þessir fjórir prestar hafa því verið samtals 79 ár prestar í Selárdal. Séra Gísli var þjónandi prestur í Selárdal frá 1785. í prestaæfum yfir Selárdalspresta segir Sighvatur Grímsson sagnfræðingur ,að séra Páll hafi fengið sér haffæra skútu, þegar hann var ný- kominn að Selárdal, „og var sá fyrsti íslendingur, sem hélt úti þilskipi til flutninga og fiskiveiða. Hann var 372 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.