Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Síða 4
VÍKINGUR Ri ts tjómargrein SIGURJÓN MAGNÚS EGILSSON Sjómenn eru ósáttir / þessu tölublaði Sjómannablaðsins Víkings er talsvert skrifað um þátttöku sjómanna í kvóta- kauþum. Sjaldan eða aldrei hefur efni blaðsins verið sótt eins ákveðið til sjómannanna sjálfra og nú. Víkingurinnfór bœði á Suðurnes og til Hafn- ar í Hornafirði og talaði við fjölda sjómamia og annarra sem tengjast sjávarútvegi. Rauði þráðurinn í þeim viðtölum voru kvóta- kaupin. Pað er greinilegt að sjómenn standa varnarlausir frammi fyrir þessum vágesti. Svo virðist sem þátttaka þeirra í kaupum á aflaheim- ildumfari yfir eins og eldur í sinu. Ég held að allir sjómenn hafi gott af að lesa þetta blað sem best. Hér eru rakin dæmi um hvernig sjómenn hafa þurft að beygja sig undir þetta óréttlæti, allt vegna atvinnuleysis, sem eitt og sér er vágestur. Og atvinnuleysið hefur fleiri skuggahliðar. Þess þekkjast dæmi að sjómenn séu neyddir til að afsala sér réttindum til að taka laun í veikindum. Allir lesendur blaðsins ættu að lesa grein Guð- jónsA. Kristjánssonar, forseta FFSÍ, en þarrekur hann raunasögu kvótakerfisins og bendir á aðrar og betri leiðir. Þá er í blaðinu athyglisverð grein eftir Guð- rúnu Helgadóttur alþingismann um upphafið að útflöggun fiskiskipa frá lslandi. Farmenn eru í vígahug Aforðum Jónasar Garðarssonar í viðtali hér í blaðinu má merkja aðfarmenn eru ekki sáttir. Það er ástæðulaust að orðlengja hér það sem Jónas segir í viðtalinu. Það eiga allir að lesa. Strákar, stöndum saman Það er ekkert leyndarmál að áskrifendum að Sjómannablaðinu Víkingi fækkaði á síðasta ári. Ég, sem þetta skrifa, leyfi mér að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi efni blaðsins í eins ríkum mæli verið helgað baráttumálum sjómanna, enda ekki vanþörf á. Ef ykkur líka efnistök blaðsins og viljið að það haldi áfram á þessari braut, þá sýnið stuðning í verki og gerist áskrifendur. A þessu ári kostar áskriftin 2.200 krónur, það er allt og sumt. Við skulum hafa það hugfast að Víkingurinn er að verða 56 ára gamall. Forverar okkar lögðu allt kapp á að halda blaðinu úti, og gerðu það lengst af með sóma. Tökum upp þeirra merki og gerum allt til að halda útgáfunni áfram, og það með sóma. Þótt að sjómönnum kreppi þessa dagana meg- um við ekki missa móðinn, eflum okkar eigið málg- agn. ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.