Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Síða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Síða 24
VÍKINGUR VERKPALL OG ENGIR SAMNINGAR segir Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur Framkvæmdastjóri Sjómannafé- lags Reykjavíkur segir formann nefndar, sem skipuð var til að gera tillögur sem sporna áttu gegn skráningum íslenskra skipa erlend- is, vanhæfan. Hann segir formann- inn hafa gengið erinda útgerðar- innar í starfi sínu, enda tengsl náin við Eimskipafélagið. Ef nefndar- álitið verði notað í frumvarp til breytinga á Iögum um þessi mál verði farið í verkfall og ekki skrifað undir neina samninga á meðan þetta álit sé uppi á borðinu. Hlutverk nefndarinnar var tví- þætt. Annars vegar að vinna að til- lögum til að sporna gegn skráning- um íslenskra skipa erlendis og hins vegar gegn mönnun þeirra með er- lendum áhöfnum. I nefndina voru skipuð Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðu- neytinu, sem var formaður nefndar- innar, Einar Hermannsson skipa- verkfræðingur frá SIK, Helgi Laxdal vélfræðingur frá FFSI og Vélstjórafélagi íslands, Jón H. Magnússon lögfræðingur frá VSÍ, Magnús Jóhannesson, fyrrverandi siglingamálastjóri, Snorri Olsen, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu, og Jónas Garðarsson frá Sjó- mannasambandi Islands. I febrúar á þessu ári sagði Jónas sig úr nefnd- inni. Hvers vegna? Vanhæfur formaður „Eins og nefndarstarfið var, þá var þetta eingöngu gert fyrir útgerð- ina, það var ekkert fyrir „kallana“. Það sést best í plagginu sem nefndin sendi frá sér.“ Jónas segir skýring- una hugsanlega þá, að skipan nefndarinnar hafi verið þannig að sjónarmið fulltrúa stéttarfélaganna áttu þar lítinn hljómgrunn. „Nú, svo er formaður nefndar- innar, Ragnhildur Hjaltadóttir, svo tengd útgerðinni, að hún er nánast vanhæf og gekk fram með offorsi fyrir útgerðina. Við í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur töldum það þess vegna best að hverfa úr þessu.“ Að sögn Jónasar var reynt að benda á þetta, en án árangurs. Hann segir að meðal annars hafi Vélstjóra- félagið sagt sig úr Farmanna- og fiskimannasambandinu á starfstíma nefndarinnar. Hann hafi því spurt nefndarformanninn að því hvort Helgi Laxdal væri enn fulltrúi FFSI í nefndinni. „Hún fullyrti að svo væri, en svo komst ég að því seinna að farmanna- sambandið hafði sent henni bréf, þar sem óskað var eftir aðfá að til- nefna nýjan mann í stað Helga, sem væri genginn úr sambandinu." Bein lína frá Eimskip Ragnhildur er dóttir Hjalta Krist- jánssonar, sem meðal annars er stjórnarmaður í Eimskipafélagi Is- lands. „Hún er svo tengd útgerðinni að hún er vanhæf til svona starfa. Pabbi hennar er stjórnarmaður í Eimskip og það er greinilega bein lína þar á milli, fyrir utan tengsl ráðherrans, en hann skipti sér lítið af þessu og virtist vera illa að sér í þessum efnum þegar rætt var við hann.“ En kom þá ekki til greina að fara fram á að nýr formaður yrði skipað- ur? „Jú, en þetta er svo mikið kjaftæði að það er langbest að standa fyrir utan þetta og lemja þá á þeim eftir á.“ Verkfall „Ef þetta verður notað í frumvarp er alveg klárt að við bindum skipin við bryggju.“ Starf nefndarinnar verður því aldrei neitt sem sjómenn koma til með að samþykkja. Að sögn Jónasar hefur jarðvegurinn fyrir slíkar aðgerðir verið undirbúinn, nteðal annars í samvinnu við stéttar- félög sjómanna erlendis, til dæmis á hinum Norðurlöndunum. „Skandinavarnir segja við okkur að ef við förum í verkfall styðji þeir okkur. Þeir segjast ætla að stöðva all- ar samgöngur við Island, það er að segja þær sem tengjast útgerðunum, þar með talið Flugleiðir, því það fé- lag sé svo tengt skipafélögunum.“ Jónas segir sjómenn hér svo þurfa að vinna heimavinnuna sína, til dæmis með því að afla stuðnings Verkamannasambandsins. Það megi treysta á stuðning hinna Norð- urlandanna. Hann hafi fengið lof- orð þar að lútandi, að vísu bara munnlegt, „en það hefur dugað munnlegt hingað til“. Jónas telur ekki að með úrsögn hans hafi sjómenn afsalað sér rétti og möguleikum til að hafa áhrif á þessi mál. Nefndarálitið sýni hvernig starfsemi nefndarinnar hafi verið háttað. „Það var ekki nóg með að útgerð- in ætd að hafa frjálsræði með mönn- un, heldur að aðrir kjarasamningar ættu að gilda fyrir þá Islendinga sem væru á þessum skipum, sem væru þá eitthvað í líkingu við það sem út- gerðin vildi hafa.“ Ska ttalækkanir I greinargerð nefndarinnar er „danska leiðin" rædd, en hún geng- 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.