Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 35
VÍKINGUR Ásgrímur Halldórsson, útgerðarmaður á Höfn: ÞAÐ ERU ENN TIL HEIÐARLEGIR MENN „Ég geri mun á þeim útgerðar- mönnum sem fá áhafnirnar til að taka þátt í að leigja kvóta, eftir að eigin kvóti er búinn, og þeim mönn- um sem láta áhafnirnar borga í kvótasjóði af eigin úthlutuðum kvóta,“ sagði Ásgrímur Halldórs- son, útgerðarmaður í Skinney á Höfn. Ásgrímur segir að frá 1980 hafi hann keypt kvóta fyrir 80 milljónir króna. „Skipverjarnir hafa ekki borgað neitt í þeim kaupum. Ef ég hefði ekki keypt þennan kvóta hefðu laun skipverjanna orðið 25 prósentum lægri en þau hafa verið. Eins hefur vinnan hjá landverka- fólkinu aukist að sama skapi. Það getur hins vegar komið upp sú staða að það sé hagstæðara, bæði fyrir út- gerð og skipverja, að kaupa saman kvóta en binda bátana, kannski í tvo til þrjá mánuði á ári,“ sagði Ásgrím- ur. Það eru til útgerðarmenn sem misnota aðstöðu sína „Það verður að gera greinarmun á þeim, sem fá skipverjana til að taka þátt í kaupum lil að koma í veg fyrir að bátarnir séu bundnir, og hinum, sem láta skipverja greiða í svokallaða kvótasjóði af eigin kvóta,“ sagði Ás- grímur. Hann sagði að til væru dæmi um útgerðarmenn sem seldu nær allan kvóta og reru síðan á leigukvóta. „Þetta er óeðlilegt og þeir sem þetta gera eru að misnota aðstöðu sína.“ Yíirstjórnin er að drepa fyrirtækin Hjá Skinney starfa 60 til 80 manns, bæði til sjós og í landi. Auk Ásgríms er eitt og hálft stöðugildi á skrifstofunni. Hann segir að mörg fyrirtæki séu illa farin, meðal annars vegna þess hversu reksturinn sé óþarflega dýr. „Yfirstjórnin í landi er oft til traf- ala, hún er ofmönnuð," sagði Ás- grímur. Forystumenn tala tveimur tungum Margir forystumenn, bæði út- gerðar og fiskvinnslu og sjómanna, hafa ekki tíma til að sinna störfum sínum. Þessir menn eiga það til að tala tveimur tungum, þeir segja ann- að við ríkisstjórnina en umbjóðend- ur sína, enda eru þeir meira og minna uppteknir við að stjórna landinu. Þeir geta ekki sinnt full- komlega þeim málum sem Jaeim er treyst fyrir. Sjómenn eiga tvo fulltrúa á Al- Velkomin í bás - Iceland Telefax 1-62 60 42 Telex 3075 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.