Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 45
Borgar segir að ekki alls fyrir löngu hafí kvótakaup ekki tíðkast, en nú sé þetta að verða allsráðandi. „Það eru útgerðir hér sem standa vel að öllum þessum málum. Þar vil ég nefna Eskeyjarútgerðina, útgerðina á Sigurði Ólafssyni og Skinney." Nú stendur til að selja tvö af skipum Borgeyjar. Ef þau verða seld héðan versnar atvinnuástand sjómanna enn frekar. Eru menn ekki kvíðnir þess vegna? „Jú, það hlýtur að vera. Annars er erfitt að selja báta og því óvíst hvort þeim tekst að selja bátana frá sér.“ Við sjómennirnir breytum þessu ekki einir og sér Okkur þykir að það fólk, sem hefur valist til forystu fyrir okkur sjómenn, verði að gera eitthvað í málunum. Þegar við vorum reknir af Haukafell- inu var ekkert gert, þrátt fyrir að við heimamenn hefðum verið settir í land og aðkomumenn kæmu í okkar stað. Það virðist enginn ætla að gera neitt í þessu og einir og sér áorkum við engu, sjómennirnir einir." Með fullan bát af fiski en engan kvóta Á vertíðinni í vetur vorum við að fiska við Snæfellsnesið. Við fylltum bátinn á tveimur sólarhringum. Þegar báturinn var orðinn fullur af fiski vissi kallinn ekkert hvert hann átti að fara, við áttum engan kvóta. Hann hringdi um allt land og að lokum seldum við hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi fyrir 47 krónur kílóið. Þorskverðið á mörkuðunum var til muna hærra, þannig að þetta var ekkert verð. Þrátt fyrir þetta var farið aftur á sama stað og eftir um einn sólarhring var báturinn aftur fullur af fiski, rétt um 50 tonn. Þá hófst það sama aftur. Kallinn hringdi um allt og að lokum keypti Borgey aflann, en verðið var þá 45 krónur. Þetta er ein útgáfan enn. Menn fiska, þrátt fyrir að eiga engan kvóta, og treysta síðan á Guð og lukk- una um að losna við fiskinn. Þetta er samt betra en að binda bátinn við bryggju. Það eru einkennileg vinnu- brögð þegar menn róa upp á þetta; fiska í bátana og vita síðan ekkert hvort þeir losna við fiskinn eða á hvaða verði,“ sagði Borgar Antonsson. KV|j»TABANKINN Annast viðskipti með veiðiheimildir Látið fagmann vinna verkið! Sími: 91-656412 Fax: 91-656372 Jón Karlsson HÁÞRÝST VÖKVAKERFI SÉRHSFD ÞJÓNUSTA Við framleiðum: Vindur og dælustöðvar Við eigum á lager eða útvegum með skömmum fyrirvara nánast alla hluti fyrir háþrýst vökvakerfi. FYRIR FÆRIBAISIDAKERFI: Mjög hljóðlátar þrýstistýrðar spjaldadælur, Orbit mótora, þrýsistýrða magnloka-ryðfría, kúluloka-ryðfría. FYIRVIIMDUROG KRANA: Stirhpilmótora með innbyggðri diskabremsu og fríhjólun, Orbit mótora með gír og bremsu, háþrýstar spjaldadælur, tannhjóla- dælur, stjórnloka-fjarstýrða með rafmagni, tjakka, öryggisloka, rafmagnskúplingar, síur, áfyllistúta, hæðarglös o.fl. Hönnun kerfa - ráðgjöf - þjónusta Vökvatæki hf Bygggörðum 5,170 Seltjarnarnesi, sími 91 -612209, fax 91 -612226. 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.