Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Side 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Side 46
VÍKINGUR Árni Jón Jóhannsson, fyrrverandi sjómaður: LEIÐINLEGT AÐ MISSA ÞESSA HELVÍTIS GAURA segir hann þe|[ar hann minnist þess þegar enskur togari slapp frá varðskipinu Oðni eftir að togarinn var staðinn að veiðum innan landhelginnar. Árni Jón hefur reynt mikið sem sjómaður, meðal annars var hann með þegar Sæbjörgin var gerð út til berklaleitar á Norður^ og Austurlandi. „Þetta var mikið ævintýri. Sæbjörgin var ekki nema 60 tonna seglskúta, með 180 hestafla Bolin- der-hjálparvél. Bestikkið, og aðrar mannaíbúðir, var mjög lítið eins og það var í þessum litlu skipum. í best- ikkinu voru fleiri hundruð manns gegnumlýstir, allt frá Húsavík og suður alla Austfirði. A litlu höfnun- um var ekki hægt að komast að bryggju, við rerum með fólkið um borð og aftur í land,“ segir Arni Jón Jóhannsson sem árið 1938 var á varðbátnum Sæbjörgu, en þá um sumarið var Sæbjörgin notuð tii að fara um landið með lækni til að leita að berklasjúklingum. „Þegar illt var í sjó var ekki hægt að mynda, tæki læknisins var það misjafnt. Læknirinn sem með okkur var hét Sigurður Sigurðsson, síðar landlæknir, og með honum var einn maður, rafvirki, til að halda tækjun- um í lagi. Sigurður læknir var okkar helsti berklalæknir. Mig minnir að við höfum verið átta í áhöfninni, skipstjóri var Þórar- inn Björnsson, Húnvetningur og frábær maður, hann var vel greind- ur og gegn og var síðar lengi skip- herra hjá Landhelgisgæslunni. Það voru tveir stýrimenn og tveir vél- stjórar, Jóhann Björnsson, sérstak- ur snillingur, og Guðjón Svein- björnsson. Við vorum fjórir á dekk- inu og þar af tveir viðvaningar." Ég man eftír IngimunJigamla, eldgömlum sleða „A þessum árum tíðkaðist að Landhelgisgæslan tæki báta á leigu til að sinna gæslustörfum. Þetta voru yfirleitt gamlir og niðurníddir fiski- bátar. Þessir bátar voru mikið notað- ir til að draga skip sem voru vélar- vana og eins voru þeir notaðir til að líta eftir landhelginni, sem þá var þrjár sjómílur. Ég man eftir Ingimundi gamla, eldgömlum sleða, og ég man eftir Gaut, gömlum pungi norðan af Ól- afsfirði. Hafaldan NK frá Norðfirði var fengin úr þrotabúi í gegnum Landsbankann. Hún var sæmilegur bátur. Það var sett byssa á þessa báta. Þeir voru ekki allir við störf fyrir gæsluna á sama tíma. Ég var um tíma á Haföldunni og eins var ég á Faxa úr Garði, sem var nýlegur fiski- bátur. Við berklaleitina kom margt skemmtilegt fyrir. Ég man að þegar við vorum á Þórshöfn var héraðs- læknirinn þar með Sigurði berkla- lækni um borð í Sæbjörginni. Við 46

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.