Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 48
VÍKINGUR Jónsson var annar stýrimaður. I vél- inni voru Jónas Ólafsson og Andrés Guðnason uppfinningamaður. Það er furðulegt hvað menn eins og Andrés hafa nýst okkur illa, menn sem eru með allskyns hugmyndir. Það er ótrúlegt að ríkið skuli ekki hafa hjálpað þessum mönnum. Síð- ar vann ég með Andrési í Áburðar- verksmiðjunni og hann sparaði því fyrirtæki stórfé með allskyns upp- finningum. Þriðji meistarinn á Eddunni var Konráð Gíslason. Starf messans er ekki lengur til í þeirri mynd sem þá var. Þetta var talsverð vinna, það varð að leggja á borð og þrífa alla daga. Þegar ég var messi á Súðinni var mikið að þrífa. Allir gangar voru með trégólf og það varð að þrífa þá með sandi, þar sem kolin voru selflutt eftir þeim og skíturinn eftir því. Það var sama hvað var þrifið mikið; allt varð skít- ugt strax. Það var frekar litið niður á mess- ann. Sumir menn voru mér góðir, eins og Grímur heitinn Þorkelsson stýrimaður. Sama má segja um Jú- líus heitinn Þorsteinsson vélstjóra. Margir aðrir voru ruddar, ég vil ekki nefna þá. Messinn var oft talinn óæðri vera um borð. Þetta hefur allt breyst sem betur fer.“ Hvort hann ætti ekki að senda aðvörunarskot „1937 fór ég á varðbátana. Það voru ekki góðar vistarverur á þess- um bátum, kjöllykt og annað. Það bjargaði mér að ég varð aldrei sjó- veikur, en ómótt einstöku sinnum. Það lagaðist fljótlega. Það var rétt að þessir varðbátar gætu dregið minni báta, þeir voru ekki merkilegri en Jtað. Við stóðum oft skip að ólöglegum veiðum. Eg man Jregar ég var á Óðni, en hann var 72 tonn með 240 Delta-vél, byggður norður á Akur- eyri. Þetta var góður og sterkbyggð- ur eikarbátur. Skipherra var Eiríkur Kristófersson og fyrsti stýrimaður var Stefán Ólafur Björnsson, síðar tollvörður, mikill afbragðsmaður að allri gerð. Hann var alveg sérstakt ljúfmenni. Ég var á vakt með Stefáni og við vorum út af Stafnesi í myrkri. Stefán tekur mið af togara sem var að veiðum, það kom í ljós að hann var langt fyrir innan. Stefán lét Eirík vita og hann kom upp. Við keyrðum að togaranum og Eiríkur kallaði yfir til þeirra og sagði að þar sem þeir væru í landhelgi ættu þeir að stoppa. Þetta var Tjalli og hann ákvað að höggva trollið aftur úr og setti á fulla ferð og við fórum á eftir honum. Stefán stýrimaður var afbragðs- skytta og hann spurði Eirík hvort hann ætti ekki að senda aðvörunar- skot. Eiríkur þorði það ekki, enda var mikið myrkur og skyggni því lé- legt og búið að slökkva öll ljós um borð í togaranum. Mér er þetta minnisstættvegna þess að við misst- um af honum. Ég hefði viljað ná honum með öllum tiltækum ráðum, en ég skýri það ekki frekar. Það var leiðinlegt að missa þessa helvítis gaura.“ Á tundurduflaveiðum úti fyrír Norðuríandi „Ég lenti í miklu ævintýri 1940, en þá var ég á Sæbjörginni. Við vorum að skjóta tundurdufl, en þau voru eins og hráviði um allan sjó, og eins þurftum við að gera tundurdufl óvirk, sem hafði rekið í land. Skip- herra var Gunnar Gíslason, kennd- ur við Papey. Hann var fræg skytta allt frá unga aldri. Gísli pabbi hans kenndi Gunnari og bræðrum hans að skjóta fugla, jafnvel áður en þeir stóðu í fæturna. Þessi reynsla Gunn- ars kom að góðum notum við tund- urduflaveiðarnar. Þetta var gífurlega áhættusamt. Ég man að eitt kvöldið, þegar hvað mest var af duflum út af Ströndun- um, sagði Gunnar við okkur að við skyldum láta reka. „Það er svo mikið af þessu helvíti hérna, við skulum taka daginn snemma," sagði Gunn- ar hinn rólegasti. Ég get sagt ykkur það að mér stóð ekki á sama um nótt- ina þegar ég var á útkíkkinu að sjá þessi dufl allt í kring og ekkert hægt að gera þar sem skipið rak fyrir vindi og straumi. Það hefði ekki þurft mikið til, það getur hver spurt sig hvað hefði orðið um þennan kugg, 60 tonn. Ég sá mörg skip í styrjöld- inni, og Jjað miklu stærri skip en Sæbjörgina, hreinlega tætast í sund- ur eftir að hafa rekist á tundurdufl. Eitt sinn sá ég Jtrjú skip en þá var ég á Goðafossi hreinlega springa í loft upp.“ Sprakk út af Mánáreyjum og rúðurnar brotnuðu „Eitt sinn vorum við á Sæbjörg- inni út við Mánáreyjar, það var góð- ur dagur, blankandi logn og sól, þegar við sáunt dufl ekki langt frá. Gunnar skipherra segir að við skul- um fara eins nálægt því og vit er í. Það var gert og þegar við vorum um 100 metra frá því var farið að skjóta. Það var ekkert annað en að helvítis duflið sprakk með þessum líka lát- um. Sæbjörgin lagðist alveg á hlið- ina, rúðurnar í stýrishúsinu sprungu og fiskur flaut upp úr sjón- Ámi Jón ásamt skipsfélögum sínum, á Goðafossi, á toppi Empire StatC'byf’gingunni í New York. Frá vinstri: Svanberg Haraldsson kyndari, Ragnar Kæmested háseti, Árnór Gíslason háseti, Árni Jón, Magn- ús Þorsteinsson háseti og Sívar Hjelm kyndari. 48

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.