Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 55
Stefán Arngrímsson, trillukarl á Höfn: ÓRÉTTLÁTT EF TRILLURNAR FÁ AÐ SÆKJA ÓHEFT SIGURJÓN MAGNÚS EGILSSON „Það er ekki réttlátt ef krókaleyfis- bátarnir fá að sækja óheft. Eins verð- ur það sjálfsmorðssveit ef allir trillu- karlar þurfa að keppast um hver getur náð mestum allsherjarkvóta. Eina leiðin sem ég sé er að okkur verði leyft að róa, til dæmis í 120 daga á ári, og að við fáum að ráða hvaða daga við róum,“ sagði Stefán Arngrímsson, trillukarl á Höfn. Stefán er ekki óvanur sjónum, þó svo hann hafí ekki verið með trillu nema á þriðja ár. Áður en hann fékk sér trillu var hann meðal eigenda Vísis SF. Stefán segir ekki óeðlilegt að sett- ur verði kvóti á krókabátana. „Eitt- hvað verður að gera. Ég fæ engan kvóta. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki sanngjarnt annað en að verði settur kvóti á okkur. Hér á Höfn er þessi útgerð stunduð öðruvísi en víða annars staðar. Hér er bara einn maður á bát. Þeir bátar sem fiska mest eru gjarna bátar sem gerðir eru út á annan hátt en flestir aðrir, það eru tveir menn eða fleiri á bátunum ogjafnvel skiptiáhafnir. Þar fyrir ut- an eru til bátar sem eiga ekki heima í þessu kerfi, eru miklu stærri. Þeir bátar fiska yfirleitt mest. Við erum á þeim allt árið, eftir því hvað hægt er að róa mikið. I fyrra var ég með um 60 tonn og var tvo og hálfan mánuð frá veiðum." Þriggja kúóa fískur er smár á okkar mælikvarða Það var slæm tíð í vetur en í sumar hefur verið góð tíð og hægt að róa sæmilega mikið. Það er greinilega minna um físk núna en í fyrra. Það er greinilegt." Hrísey er eign samnefnds fyrírtækis, en Borgey er aðaleigandi þess fyrírtækis. Stefán reiknar ekki með að Borgeyjarskipin verði seld frá Höfn. En hvernig hefur þá fiskast í sum- ar, Stefán? „Það hefur ekki verið neitt sér- stakt, komið einn og einn dagur. Það er líka algengt að við fáum ekki fisk á sama staðnum tvo daga í röð. Að okkar mati hefur þetta verið frekar smár fiskur, en á okkar mælikvarða er allur fiskur sem er minni en þrjú kíló smár fiskur." Nú heyrast trillukarlar oft agn- úast út í snurvoðina. Skemmir hún fyrir ykkur? „Nei, það held ég alls ekki. Það er alveg ljóst að þeir skemma ekki botn- inn hér vestur með, því hann er aldrei eins tvo daga í röð. Þetta er bara sandur. Það getur verið að þeir fæli frá einhver kvikindi sem við sjá- um ekki. Þetta er gott snurvoðar- svæði. Það hefur oft fiskast vel í snurvoðina hér.“ Er þetta skemmtileg vinna? „Já, hún er það. Það eru tarnir og svo koma rnargir dagar og jafnvel vikur sem ekkert er.“ Nú ertu einn á sjó, talarðu við sjálfan þig þegar þú ert ásjónum? „Nei, en ég tala við múkkann. Svo hlusta ég mikið á útvarp.“ Ég tel að Borgey eigi fyrir skuldum „Menn verða að gera sér grein fyrir að þetta fyrirtæki má ekki fara. Ég er handviss um að það myndast félagsskapur hér til að koma í veg fyrir að Borgeyjarbátarnir fari héð- an.“ Mér heyrist menn hér almennt sáttari við kvótann en maður heyrir víða annars staðar. Er það vegna tryggðar við Halldór Ásgrímsson? „Ég veit það ekki, það eru menn hér sem eru ekki Halldórsmenn. Af mörgum vondum kostum getur einn verið skástur, ætli við lítum ekki þannig á þetta mál. Við sjáum að ef Borgey hefði selt allan kvótann í fyrra væri fyrirtækið skuldlítið, en ætti eftir skip og vinnslu. Ég er ekki sammála því að Borgey sé gjaklþrota. Sverrir Hermannsson lét hafa eftir sér í fyrra að Borgey ætti fyrir skuldum. Ég er viss um að það er rétt. Það er eitt sem ég skil ekki. Ef Borgey á nánast fyrir skuld- um, getur þá verið að kröfuhafar séu tilbúnir að afskrifa helming af skuldunum? Ég myndi ekki vilja það. Það hefur ekki komið neitt tilboð í skipin. Ástæðan er sú að það vita allir að þau fara ekki héðan. Það er sama hvaða tilboð kemur; það verð- ur gengið inn í það. Eg held að það hefði þurft að 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.