Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 63
um undanskildum, sem er svartur. Skemmtileg tilbreyting frá hvers- dagsleikanum. Klám eða augnayndi Laura Kovary, sem er skipverji á bandaríska skipinu SeaLand Endur- ance, kærði skipstjóra sinn fyrir út- gerð skipsins og bandarísku strand- gæslunni vegna mynda af nöktum konum sem hengu uppi í íþróttasal skipsins. Myndirnar fóru í taugarn- ar á Lauru og var hún ósátt við að þær fengju að hanga uppi óáreyttar, kynstofni hennar til niðurlægingjar. Laura, sem var eina konan í áhöfn skipsins, tók því til þess ráðs að taka þær niður en skipstjórinn var ekki Sea-LanJ Endurance sammála. Hann sagði myndirnar vera augnayndi og skipaði henni að setja þær upp aftur. Laura sá sér ekki annað fært en að að kæra skip- stjórann. Eftir tveggja mánaða rannsókn á málinu var skipstjóran- um, James Morris, gert að fjarlægja myndirnar að kröfu útgerðarinnar, en strandgæslan taldi sig ekki hafa nógu sterkt mál til að fara með fyrir dómstóla, svo dæma mætti skip- stjórnarréttindin af Morris. Utgerð skipsins gaf út yfirlýsingu í kjölfarið, þess efnis að vellíðan áhafnarinnar skipti rneira máli hvað varðaði hagkvæmni skipsins til lengri tíma, en myndir af nöktum konum og því myndu slíkir atburðir, sem þessi, ekki koma fyrir aftur. ... plastkassar sem þjóna þér í öllum greinum atvinnulífsins vi&urkennd gæöaframleiðsla frá PERSTORP FORM HEGEIRI Skeifan 13 -108 Reykjavík Sími: 91-679355

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.