Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Page 65
Þorbjörn Magnússon, stýrimaður og rithöfundur AD BRENNA BÁTA SÍNA Ætlum við að sitja þegjandi undir þeirri svívirðu að bátar okkar brenni án þess að neitt sé að gert? Eiga silki- húfurnar að komast upp með að yppa öxlum og segja að hér hafi því miður ómetanleg verðmæti farið í súginn? Er hvergi til neitt sem heitir ábyrgð nema til sjós? Þjóðminjavörður er vörður Jojóð- minja. Honum ber skylda til að gæta þeirra. Ef hann skilur ómetanlegar þjóðminjar eftir á glámbekk mánuð- um saman og hirðir hvorki um eld- varnir né vörslu af neinu öðru tagi, Jrá hefur hann brugðist skyldu sinni. Hvað gerist ef skipstjórnarmaður bregst skyldu sinni og veldur stór- kostlegu tjóni vegna yfirþyrmandi vanrækslu? Það varðar bótaskyldu og réttindamissi hann er dreginn fyrir sjórétt. Það var ábyrgðarleysi númer eitt að skipa sem þjóðminjavörð ntann úr annarri starfsgrein. Það er ábyrgðarleysi númer tvö að dóm- stólar skuli ekki svo mikið sem ávíta Jrennan embættismann fyrir stór- fellt kæruleysi. Það er ábyrgðarleysi númer þrjú ef við sjómenn látum bátabrunann óátalinn, og óvirðing við bæði sjálfa okkur og alla þá for- vera okkar sem stunduðu sjó á þess- um skektum, börðust skinnstakka- búnir við áhlaupaveður og brim- lendingar og hlutu margir vota gröf í sinn hlut. Skaðinn sem hér er skeður verður ekki bættur. En embættismenn í ábyrgðarstöðum, sem þiggja laun í samræmi við mikilvægi sitt, eiga líka að gjalda afglapa sinna. Ef Jreirri lág- markskröfu er ekki framfylgt má Jteim vera skítsama um hvort þeir standa sig eða ekki. I nafni óþekkta sjómannsins skora ég á sjómannasamtök landsins að kreijast Jress að silkihúfan í Þjóð- minjasafninu fái pokann sinn. Skipstjorar og útgerðarmenn rækjubáta Flestar stærðir af rækjupokum m.a Þéttir: 18 kg stærð: 50x80 cm 21 kg stærð: 60x80 cm 33 kg Stærð: 60X100 cm Einnig höfum viö á boðstólum pokalokunarvélar. Kynnið ykkur verð og gæði. Baldur sf. Stokkseyri S.99-31310 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.