Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Side 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Side 67
Aðalsteinn Esjarsson: HÆTTIÁ SJÓNUM OG FER AÐ FLJÚGA í AFRÍKU Aðalsteinn Esjarsson, stýrimaður á Höfn í Hornafirði, er búinn að korna stakknum fyrir á hillunni. Hann er hættur til sjós og ætlar að gerast atvinnuflugmaður í Afríku. Hann á allt eins von á að fijúga víðar en þar, jafnvel í Asíu og enn víðar. Aðalsteinn hefur lengi haft áhuga á flugi en þeir farkostir sent hann hef- ur valið sér til fiugs hafa ekki allir reynst eins vel og til var ætlast. „Ég var fimm eða sex ára þegar ég smíðaði mér þyrlu. Hún var fallegri en SfF, en flugþolið var ekki mikið. Ég fékk strákana í hverfinu til að hífa mig upp í snúrustaur og var búinn að biðja mömmu að nesta mig. Eftir að strákarnir voru búnir að hífa mig upp reyndi ég að fljúga þyrlunni. Eg var einhverjar sekúnd- ur í loftinu, en þyrlan skemmdist talsvert og ég gafst upp á henni og smíðaði síðar úr henni kofa.“ Með „íallhlíP‘ um sig miðjan „Pabbi hefur alltaf verið í útgerð og eitt sinn kom hann heim með tólf manna gúmmíbjörgunarbát. Hann blés bátínn upp heima í garði og fyllti hann af vatni. Ég hafði engan áhuga fyrir þessu, en sá hins vegar hina fallegustu fallhlíf, sem var rek- akkerið. Ég batt það um mig og fór upp á rafstöð og stökk niður. Ég var heppinn að stórslasa mig ekki. Eftir þetta varð hlé á flugtilraunum mín- um.“ Ég er ekki með stúdentspróf Aðalsteinn tók sólópróf árið 1985 og síðar tók hann frekari próf í Bandaríkjunum. Nú hefur hann sett stefnuna á að gerast atvinnu- flugmaður. „Þessir samningar eru til fimm eða átta ára. Það verður flogið víða og á margskonar vélum. Þar sem ég tók flugmannsréttindi í Bandaríkjunum eru þau ekki tekin gild hér heima, og eins skemmir það fyrir mér að ég er ekki með stúd- Framhald á bls. 84 UTGERÐARMENN ! Gúmmíklæðum Triplexkefli og ABAS blakkir fyrir síldar- og loðnubáta. Gúmmíklæð- um einnig kefli fyrir netabáta. Ýmsar gúmmíviðgerðir. Gúmmísteypa Þ. Lárusson 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.