Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Síða 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Síða 68
VÍKINGUR Stýrimannaskólarnir: DALVÍK ER í SÓKN OG VESTMANNAEYJAR í VÖRN ÞORSTEINN BRIEM OG ÞRÖSTUR HARALDSSON I fyrsta sinn í 26 ára sögu Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyjum verður ekki kennt á fyrsta stigi í vet- ur. Svo virðist sem stöðug og góð aðsókn sé að skólanum á Dalvík. Talsverð fækkun hefur orðið við skólann í Reykjavík á síðustu árum. Reykjavík Þegar Stýrimannaskólinn í Reykjavík var settur í 103. sinn 1. september síðastliðinn höfðu 102 nemendur verið innritaðir í skól- ann, eða tveimur færri en innritast höfðu í hann í lok ágúst í fyrra, að sögn Guðjóns Armanns Eyjólfsson- ar skólastjóra. Um miðjan þennan mánuð kemur út saga Stýrimanna- skólans í Reykjavík eftir Einar S. Arnalds en ákveðið var að gefa bók- ina út í tilefni 100 ára afmælis skól- ans. Bókin er 500 blaðsíður og kost- ar 8.000 krónur til áskrifenda en 10.000 krónur í bókabúðum. Guðjón Ármann segir að aðsókn að Stýrimannaskólanum fari eftir hvernig ári í sjávarútveginum og að- sóknin nú mætti vera betri. „I vor útskrifuðust 68 nemendur frá skól- anum en árin 1985 og 1986 útskrif- uðust héðan 180 manns, þegar öld- ungadeildin er meðtalin. Nú erum við með 4. stig, eða varðskipadeild, í fyrsta skipti frá skólaárinu 198788, því mikill skortur er orðinn á stýri- mönnum á varðskipin. Á 1. stig hafa að þessu sinni innritast 42 nemend- ur en 32 á 2. stig, 21 á 3. stigog 7 á4. stig, en að meðaltali hafa um 40 manns útskrifastaf 2. stigi og 1015 af 3. stigi,“ segir Guðjón Ármann. Hann upplýsir að skólinn sé kominn með mjög fullkomin kennslutæki í flestum greinum en sárvanti þó tæki til fjarskiptakennslu. „Við höfum hins vegar ekkert fé til tækjakaupa að þessu sinni." Vestmannaeyjar Vegna lélegrar aðsóknar verður einungis kennsla á 2. stigi í Stýri- mannaskólanum í Vestmannaeyjum í vetur, en þar hefur alltaf verið kennt á 1. og 2. stigi þau 26 ár sem skólinn hefur verið starfræktur. „Hér verða bara sex nemendur í vetur, þar af fjórir héðan úr Eyjum, og þetta er allélegasta aðsókn að skólanum frá upphafi,“ segir Sigur- geir Jónsson, kennari við Stýri- mannaskólann í Eyjum, en þar hófst skólastarfið 3. september síðastlið- inn. „Eg tel ástæðurnar aðallega þær að aðsóknin hefur verið óvenjumikil undanfarin 34 ár, þar sent til stóð að lengja námið, svo er samdráttur í sjávarútvegi og fiskverðið hefur lækkað," bætir Sigurgeir við. Hann segir að þegar aðsókn að skólanum var mest hafi nemendur verið 35 talsins og oftast hafi fjórðungur til þriðjungur þeirra verið úr Eyjum. Margir Austfirðingar hafi stundað nám við skólann og einnig hafi verið þar Sunnlendingar, Reykvíkingar og Vestfírðingar. „Við höfum hins vegar ekki fengiðNorðlendinga eft- ir að Stýrimannaskólinn á Dalvík byrjaði," segir Sigurgeir Jónsson. Dalvík Á Dalvík hófst kennsla á 1. stigi stýrimannanáms árið 1981 og árið 1987 bættist 2. stigið við. Undanfar- in ár hafa að jafnaði 12 til 15 stýri- menn útskrifast af 2. stigi á ári og horfur eru á að svo verði áfram, því nú hafa 14 manns skráð sig til náms á 1. stigi og á 2. stigi verða 12 til 13 nemendur í vetur. Stýrimannadeildin á Dalvík hefur sérstöðu um margt. I fyrsta lagi er hún hluti af framhaldsdeild sem rekin er af Dalvíkurskóla og Verk- menntaskólanum á Akureyri í sam- einingu. Auk stýrimannanáms er boðið upp á eins árs almennt fram- haldsnám og þriggja ára fiskiðnað- arnám sem er sambærilegt við það sem Fiskvinnsluskólinn í Hafnar- firði hefur upp á að bjóða. I öðru lagi lýtur þessi deild forystu kvenna, jtví skólastjóri Dalvíkur- skóla er Þórunn Bergsdóttir og deildarstjóri framhaldsdeildarinnar er Hulda Arnsteinsdóttir. Að sögn Þórunnar er lögð áhersla á að tengja framhaldsdeildina um- hverfinu og atvinnulífínu á Dalvík. Stýrimannadeildin er til húsa í Ráð- húsi Dalvíkur og fískiðnaðardeildin á efstu hæð í Kaupfélagshúsinu, en úr báðum húsum hafa nemendur útsýni yfír höfnina úr skólastofun- um. í fyrra var tekin upp sú ný- breytni að senda nemendur 2. stigs einn túr á togara undir umsjá skip- stjóra. Þar eru þeir í læri í brúnni og fá auk þess tækifæri til að kíkja ofan í vél. Þetta líkaði vel og verður fram haldið í vetur. Þá eru Sæbjörgin og þyrla Gæslunnar fastagestir á Dalvík og nemendur fá þar tilsögn í örygg- ismálum og björgunarstörfum. Dalvíkurskóli starfrækir heima- vist sent nú orðið þjónar eingöngu framhaldsdeildinni, en þar er pláss fyrir 40 nemendur. 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.