Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Qupperneq 76

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1993, Qupperneq 76
VÍKINGUR fækka leyfilegum róðrardögum meira en lagt var til af FFSÍ haustið 1991. Fiskmarkaðir eiga að vera sá vett- vangur þar sem afli skiptir um eig- endur milli útgerðar og vinnslu. Verði það fest í sessi er það sannfær- ing mín að hagkvæmni í fískvinnslu muni aukast, en það verða þá líka þeir hæfustu og þeir sem gera mest verðmæti úr hráefninu fyrir þjóðar- btiið sem kaupa aflann. Hvers vegna á að setja upp þróun- arsjóð til þess að kaupa gömul hús? Mega menn ekki vinna físk ef þeir gera það á hagkvæman hátt og standast kröfur um hollustu og hreinlæti, eða ætlar ríkisstjórnin að setja upp þróunarsjóð til þess að kaupa upp ónotað húsnæði í öðrum atvinnugreinum? Víkjum nú að öðru mjög mikil- vægu atriði í fískveiðistjórnun. Hvernig hefur afli veiðst og hvers vegna á að takmarka heildarafla þegar heildarafli sumra fisktegunda næst ekki ár eftir ár? Það er vel þekkt í fiskveiðum okkar að aflabrögð voru misjöfn milli ára og áratuga löngu áður en menn fóru að tala um ofveiði og of mörg fiskiskip. Það er líka þekkt að sum ár fískast vel í troll en önnur á línu og í þorska- net. Það koma þorskleysisár hjá tog- urum, þótt mokveiði væri í þorskan- et á vetrarvertíð. Þar nægir að minna á árin eftir 19561976, þegar afíi togara var mjög tregur hér við land en oft mjög mikil þorskveiði á vetrarvertíð og á línu. Upp úr 1970 fór trollaflinn heldur að lagast og var góður frá 1976 fram til 1990, að undanskildu árinu 1983, þegar við lákum öll niður í svartnætti og sett var á kvótakerfi í hræðslukasti vegna spádóma fiskifræðinga. Nú sitjum við uppi með fiskveiðikerfi, sem spá- ir niður, hvað svo sem náttúruskil- yrði segja okkur um árferðið í sjón- um og bullandi smáfisk á fiestum miðum úr árgöngum sem varla eru til. Hvorki við Skúlagötu né Ara- götu. Engin bönd á atvinnufrelsi Togaraútgerðir hamast við að leigja veiðiheimildir til vertíðarbáta vegna þess að þorskur er meira á grunnslóð sl. tvö ár en verið hefur. Vertíðarbátar eru búnir með afia- heimildir sínar í þorski fyrir miðja vertíð og eru þó í algjöru fokki með örfáar netatrossur í sjó. Fiskurinn breytir göngum sínum og við ríg- höldum í vitlaust fiskveiðistjórnun- arkerfi, sem ekki hefur innbyggt frelsi til að sýna okkur rétta mynd af göngum fisksins og ntagn þorsks í sjó á fiskimiðum við landið, sent er breytilegt milli árstíða og vegna margra annarra ástæðna í sjó og veðri. Það furðulegasta sem við höf- Krístján Pálsson, bæjarstjórí í Njarðvík, hlýðir á Guðjón A. Krístjánsson flytja ræðu sína. um þó upplifað í núverandi kvóta- kerfi er það að sitja uppi með kvóta á skip af fisktegundum, sem við náum ekki að veiða ár eftir ár. Hvers vegna í ósköpunum eigunt við að kvóta- binda tegundir eins og ýsu, ufsa, kola eða úthafsrækju, sem nýtast ekki þjóðinni til atvinnu og tekna vegna kvótabindingar á einstök skip? A sama tíma segjum við að fiskveiðifioti okkar sé alltof stór og afkastamikill. Til viðbótar þessu hafa frystiskip okkar verið að stór- auka veiðar á vannýttum tegundum bæði innan og utan lögsögu okkar og erum þó engan veginn að full- nýta þá möguleika sem annars stað- ar bjóðast. I eftirfarandi töflu sést staða kvótabundinna tegunda 12. ágúst1993: Óveitt er af ýsu rúmlega 23 þús- und tonn eða 48% af kvótanum. Stofninn á að vera í góðu lagi sam- kvæmt Hafró og ekki verið fullnýtt- ur undanfarin ár. Höfum við efni á þessu í árferði atvinnuleysis? Af ufsa er óveitt upp undir 22 þúsund tonn eða 31% af kvótanum. Af kola tæplega 3 þúsund tonn, sem eru 24% af kvótanum, og um það bil 10 þúsund tonn af rækju, eða 25% af kvótanum. Þá er ótalið það sem féll niður af sfld og loðnu á síðustu ver- tíð. Getum við verið sannfærð um að við séum á réttri leið? Við, sem eig- um að búa við kvótaruglið og brask samfara því? Kerfi þar sem okkur er meinað að vinna og afla tekna, þótt ekki náist ráðgerður heildarafli, er þjóðhagslega óhagkvæmt og það stenst ekki 69. gr. stjórnarskrár að meina mönnum að vinna nema það samrýmist þjóðarhag, sem það gerir augljóslega ekki. Það samrýmist hins vegar þjóðarhag að auka atvinnu, ekki síst nú í atvinnuleysinu. Veiðar utan lögsögu Við eigum líka að reyna með öll- um ráðurn að auka aflann úr van- nýttum tegundum og á nýjum mið- um. I því sambandi finnst mér það hrein fásinna að veiða ekki við Bjarnarey og í Barentshafi, svo fremi við getum staðið á okkar laga- lega rétti til þess. Ætlum við að láta öðrum það eftir að veiða og vinna þann fisk í samkeppni við okkur? Eða halda menn að veiðar á því svæði hætti og enginn kaupi fiskinn og vinni í söluhæfl form bara af því að við ætlum ekki að veiða eða kaupa fiskinn? Erum við svona fijótir að gleyma, hófu ekki Norðmenn veiðar úr þeirn loðnustofni, sem við teljum íslenskan, hvort sem okkur líkaði betur eða verr? Og urðum við ekki síðar að semja við þá um kvóta úr loðnuveiðunum? Voru ekki norsk skip að veiða hér í Ijölda ára með veiðileyfi upp á vasann frá okkur, bæði lúðu og löngu, keilu, þorsk o.fi., án þess að við fengjum neinar veiðiheimildir frá þeim? Skuldum við Norðmönnum eitthvað í nýtingu á auðæfum hafsins? Hverskonar rugl er þetta, ef við veiðum ekki gera það aðrir og selja í samkeppni við okkur. Þar að auki eru rnargir þeirr- 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.