Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 7
LlFIÐ 1 DJOPUM HAFSINS 53 eftir síðari heimsstyrjöld, þegar bergmálsdýptarmælar náðu núver- andi fullkomnun. Notkun þeirra leiddi í ljós, að sléttur botn á djúp- sævi er álíka sjaldgæfur og flatlendi. Eldri aðferðin, lóðun með færi og sökku, er sára lítils virði við veiðar á úthafinu, ef þess er um leið krafizt, að botndýpi sé örugglega þekkt. Og við rannsóknir í djúp- álum hafsins er sú aðferð vita-gagnlaus, því að dýpið getur breytzt um mörg þúsund metra á stuttu færi. Afar langan vír þarf til botn- vörpuveiða á úthafi. Við töldum ákjósanlegt að láta búa hann til í einu lagi, 12 km langan. Hann hefur brotstyrk sem nemur 4.5 tonn- um, þar sem hann er veikastur. Þetta jafngildir því, að við gætum dregið veiðarfæri með 1.5 tonna átaki og hefðum þó 3 tonn til að hlaupa upp á, vegna öryggis. Þungi þessa vírs, sem er við botn 9 mm að þvermáli, en 22 mm við yfirborð, nemur um 9 tonnum, og hann þolir 34 tonna átak. Enginn vandkvæði eru á þvi að koma vörpunni í botn, því að hvort sem er grunnt eða djúpt, þá sekkur vírinn eins og steinn, með hraða- sem er háður mismuninum á eðlisþyngd hans og sjávarins. Ef fiskað er á giaannsævi verður þess vart, er varpan nemur við botn, en á djúpsævi verðum við þess ekki varir. Áður var kylfa látin ráða kasti um það, hve löngum vír var hleypt af spili, svo að varpa kæmist í botn. Á sænska djúphafsleiðangrinum reiknaði eðlisfræðingurinn dr. Kullenberg toglínuna, sem vírinn myndar, ef hann er dreginn með ákveðnum hraða og með ákveðið veiðarfæri í eftirdragi. Þessa útreikninga gátum við notað okkur, sér- staklega þar sem dr. Kullenberg tók sjálfur þátt í nokkrum hluta leiðangursins. Með einföldum linuritum, sem byggð eru á flóknum útreikningum, er veiðitæknin fólgin í því að gefa út vírlengd, sem svarar til dýptar, gerðar veiðarfæris og toghraða við botn, en hann er venjulega 1—2þá hnútar. Halda verður skipinu á jöfnum hraða þannig, að hornið milli vírs og hafflatar sé stöðugt. Sá kostur fylgir þessari aðferð, að ekki þarf að taka tillit til vinda og strauma við yfirborð, en þeir eru annars viðsjárverðir við djúpveiðar. Varð hún okkur mjög affarasæl. Stundum héldum við jafnvel skipinu aftur á bak, vegna þess að straumur og vindur hefðu annars borið okkur of hratt. Sjómaður á venjulegum togara hefði orðið álika hissa og stýrimaður okkar varð, er honum var sagt að taka aftur á bak, því að varpan færi samt með tveggja sjómílna hraða eftir botninum. Ágætur afli sannfærði hann um það, að hægt var að treysta á út- reikningana og línuritin. Við verðum að hafa það hugfast, að varpan á að komast i botn og dragast eftir honum. Þó að hún sé ekki nema

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.