Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 7
LlFIÐ 1 DJOPUM HAFSINS 53 eftir síðari heimsstyrjöld, þegar bergmálsdýptarmælar náðu núver- andi fullkomnun. Notkun þeirra leiddi í ljós, að sléttur botn á djúp- sævi er álíka sjaldgæfur og flatlendi. Eldri aðferðin, lóðun með færi og sökku, er sára lítils virði við veiðar á úthafinu, ef þess er um leið krafizt, að botndýpi sé örugglega þekkt. Og við rannsóknir í djúp- álum hafsins er sú aðferð vita-gagnlaus, því að dýpið getur breytzt um mörg þúsund metra á stuttu færi. Afar langan vír þarf til botn- vörpuveiða á úthafi. Við töldum ákjósanlegt að láta búa hann til í einu lagi, 12 km langan. Hann hefur brotstyrk sem nemur 4.5 tonn- um, þar sem hann er veikastur. Þetta jafngildir því, að við gætum dregið veiðarfæri með 1.5 tonna átaki og hefðum þó 3 tonn til að hlaupa upp á, vegna öryggis. Þungi þessa vírs, sem er við botn 9 mm að þvermáli, en 22 mm við yfirborð, nemur um 9 tonnum, og hann þolir 34 tonna átak. Enginn vandkvæði eru á þvi að koma vörpunni í botn, því að hvort sem er grunnt eða djúpt, þá sekkur vírinn eins og steinn, með hraða- sem er háður mismuninum á eðlisþyngd hans og sjávarins. Ef fiskað er á giaannsævi verður þess vart, er varpan nemur við botn, en á djúpsævi verðum við þess ekki varir. Áður var kylfa látin ráða kasti um það, hve löngum vír var hleypt af spili, svo að varpa kæmist í botn. Á sænska djúphafsleiðangrinum reiknaði eðlisfræðingurinn dr. Kullenberg toglínuna, sem vírinn myndar, ef hann er dreginn með ákveðnum hraða og með ákveðið veiðarfæri í eftirdragi. Þessa útreikninga gátum við notað okkur, sér- staklega þar sem dr. Kullenberg tók sjálfur þátt í nokkrum hluta leiðangursins. Með einföldum linuritum, sem byggð eru á flóknum útreikningum, er veiðitæknin fólgin í því að gefa út vírlengd, sem svarar til dýptar, gerðar veiðarfæris og toghraða við botn, en hann er venjulega 1—2þá hnútar. Halda verður skipinu á jöfnum hraða þannig, að hornið milli vírs og hafflatar sé stöðugt. Sá kostur fylgir þessari aðferð, að ekki þarf að taka tillit til vinda og strauma við yfirborð, en þeir eru annars viðsjárverðir við djúpveiðar. Varð hún okkur mjög affarasæl. Stundum héldum við jafnvel skipinu aftur á bak, vegna þess að straumur og vindur hefðu annars borið okkur of hratt. Sjómaður á venjulegum togara hefði orðið álika hissa og stýrimaður okkar varð, er honum var sagt að taka aftur á bak, því að varpan færi samt með tveggja sjómílna hraða eftir botninum. Ágætur afli sannfærði hann um það, að hægt var að treysta á út- reikningana og línuritin. Við verðum að hafa það hugfast, að varpan á að komast i botn og dragast eftir honum. Þó að hún sé ekki nema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.