Samvinnan - 01.03.1928, Side 28
22
SAMVINNAN
Flatningskostnaðurinn er altot hár. En bílarnir eru ekki
orsök hans heldur lélegir vegir. Ef hluta þess fjár, sem
mundi fara til þess að byggja járnkraut, væri í staðinn
varið til þess að leggja fullkominn bílveg, mundi flutn-
ingakostnaðurinn verða álíka og á samskonar vegum er-
lendis:
Á bestu vegum Bandaríkjanna eru vörur fluttar fyrir
8 aura pr. tonn—km. I Minnesota kostar ekki nema 6,4
aura um km. að ferðast með bestu vögnum, þ. e. a. s., ef
vegurinn er góður. Sumstaðar í Bandaríkjunum er þó far-
gjaldið enn lægra, alt að 4,7 aurum um km. (2 cents pr.
enska mílu). Ef Islendingar verja fé til þess að leggja
góða vegi, geta þeir einnig notið þessara góðu kjara.
Samkvæmt erlendri reynslu eru vegalengdir á íslandi
of litlar til þess, að járnbiautir geti staðist samkepni við
bíla. Og bílar, sem útbúnir væru með nýtísku þægindum,
færu margar ferðir á dag fram og aftur og flyttu farþega
fyrir 6—7 aura pr. km. rnundu áreiðanlega fullnægja bet-
ur þörfum ferðamanna en jarnbraut, sem varla færi meira
en 2 ferðir á dag austur og gæti alls ekki veitt ódýrari
flutning.
Þetta og margt fleira þarf að athuga áður en tekin
er endanleg ákvörðun í járnbrautarmálinu. íslendingar
mega ekki brenna sig á því að leggja járnbraut, sem með
timanum þyrfti að vera rekin með halla. Þar áð auki er
það rangt fjárhagslega að ætla sér að nota tvo vegi sam-
hliða — bílveg og járnbraut — þar sem ekki er um meiri
flutning að ræða en hér. Eigi þeir að bera sig, verða
notendur að borga stofnfé og reksturskostnað þeirra
beggja.
Sunnlendingar þarfnast bættra samgöngutækja. Það
hafa menn séð fyrir löngu. Járnbrautarmálið var fyrst
borið fram á Alþingi árið 1894. Síðan hefir heimurinn
auðgast mjög að uppfyndingum og eigi síst á sviði sam-
göngutækjanna. Dráttur járnbrautarlagningar hefir a. m.