Samvinnan - 01.03.1928, Page 46

Samvinnan - 01.03.1928, Page 46
40 SAMVINNAN Til þess að gjöra sjer grein fyrir þessu verður að at- huga afstöðu hans til þess, sem fyrir var í viðfangsefn- um hans. Og ber þá að gefa gaum að hverju einstöku, er hann fékst við. Og finnist samræmi í athöfnum hans í hverju fyrir sig, er það af því, að hið sama persónulega eðlisfar stendur alstaðar að baki þeim. Gætum að, hvort þetta samræmi finst. Athugum stefnu Eggerts í náttúru- fræði, í málfræði. Auðvelt er að gjöra sér grein hvað hann g j ö r ð i í þeim efnum og hvað hann h e f ð i g e t- a ð g j ö r t. Ekkert var honum auðveldara í nátturufræð- iimi en að falla í faðm Jóni lærða og hindurvitnakenning- um hans. Hann gat lofað almenningi að vera í friði með sína bjargföstu trú á álfa, ára, skríms og þvílík undur. En það var honum fjarri skapi. Hann klífur upp á Heklu- tind og virðir að vettugi hinar ægilegu óvættir þjóðsagna. Hann segir mönnum það skýrt og skorinort, að nykurinn sé „eitt uppdiktað dýr“. Þá var honum hægðarleikur að leggjast á þá sveifina, sem snúið var til ófamaðar ís- lenskri tungu. Enginn hefði hneykslast á því, þótt að hann hefði talað og ritað „eins og fólk flest“. Hann gat fullvel sagt við sjálfan sig að „þetta hefði þó blessast hingað til“. Það orðtak gjörir venjulega kyrlátum sálum svefniim væran. En í stað þess lagði hann á sig það erfiði að grafa upp gullaldarmálið og gefa það þjóðinni. Hvers- vegna barðist hann við að mynda íslensk nýyrði um latn- esk málfræðiheiti ? Hví lét hann, lærdóms- og vísindamað- urinn, til sín taka bögumæli íslenskrar alþýðu? Það var af því að hann þoldi ekki kyrstöðu. Hún var eitur í bein- um hans. Hann vildi glæða dómgreind með þjóðinni og kenna henni að velja göfugum hugsunum fagran búning, gjöra hana andlega sjálfstæða. Eggert var ekki meðal þeirra, sem verja athafnaleysi sitt í góðum málum með því, að þau séu utan við sitt starfsvið. Miklu fremur telst. hann til þess fámenna flokks, sem gerir að einkunnarorð- um sínum: „Mér kemur alt við“. Með tímanum beinist hugur Eggerts meir og meir að einu málefni. Það málefni er hagur íslensku þjóðarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.