Samvinnan - 01.03.1928, Side 46
40
SAMVINNAN
Til þess að gjöra sjer grein fyrir þessu verður að at-
huga afstöðu hans til þess, sem fyrir var í viðfangsefn-
um hans. Og ber þá að gefa gaum að hverju einstöku, er
hann fékst við. Og finnist samræmi í athöfnum hans í
hverju fyrir sig, er það af því, að hið sama persónulega
eðlisfar stendur alstaðar að baki þeim. Gætum að, hvort
þetta samræmi finst. Athugum stefnu Eggerts í náttúru-
fræði, í málfræði. Auðvelt er að gjöra sér grein hvað
hann g j ö r ð i í þeim efnum og hvað hann h e f ð i g e t-
a ð g j ö r t. Ekkert var honum auðveldara í nátturufræð-
iimi en að falla í faðm Jóni lærða og hindurvitnakenning-
um hans. Hann gat lofað almenningi að vera í friði með
sína bjargföstu trú á álfa, ára, skríms og þvílík undur.
En það var honum fjarri skapi. Hann klífur upp á Heklu-
tind og virðir að vettugi hinar ægilegu óvættir þjóðsagna.
Hann segir mönnum það skýrt og skorinort, að nykurinn
sé „eitt uppdiktað dýr“. Þá var honum hægðarleikur að
leggjast á þá sveifina, sem snúið var til ófamaðar ís-
lenskri tungu. Enginn hefði hneykslast á því, þótt að
hann hefði talað og ritað „eins og fólk flest“. Hann gat
fullvel sagt við sjálfan sig að „þetta hefði þó blessast
hingað til“. Það orðtak gjörir venjulega kyrlátum sálum
svefniim væran. En í stað þess lagði hann á sig það erfiði
að grafa upp gullaldarmálið og gefa það þjóðinni. Hvers-
vegna barðist hann við að mynda íslensk nýyrði um latn-
esk málfræðiheiti ? Hví lét hann, lærdóms- og vísindamað-
urinn, til sín taka bögumæli íslenskrar alþýðu? Það var
af því að hann þoldi ekki kyrstöðu. Hún var eitur í bein-
um hans. Hann vildi glæða dómgreind með þjóðinni og
kenna henni að velja göfugum hugsunum fagran búning,
gjöra hana andlega sjálfstæða. Eggert var ekki meðal
þeirra, sem verja athafnaleysi sitt í góðum málum með
því, að þau séu utan við sitt starfsvið. Miklu fremur telst.
hann til þess fámenna flokks, sem gerir að einkunnarorð-
um sínum: „Mér kemur alt við“.
Með tímanum beinist hugur Eggerts meir og meir að
einu málefni. Það málefni er hagur íslensku þjóðarinnar.