Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Page 25

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Page 25
19 Ég sé eigi betur en, að hann sé lokaður úti í nepjunni og gcti enga von haft um það að komast í ylinn hjá félag- inu. Kaupfélag vort á það lof skilið, að það hefir sýnt talsverða viðleitni í því að hjálpa fátæklingum til þess að vera með. Með því hefir það eigi að eins sýnt sjálfsagða mannúð og borgaraleg hyggindi í því að koma í veg fyrir sveitarvandræði í mörgum tilfellum, heldur hefir það og með því sýnt, að það skildi frumtök sín og gerði sér markmið sitt ijóst: að geta komið í stað kaupmanna. En „betur má, ef duga skal“. Ef fél. kostar eigi kapps um að koma svo ár sinni fyrir borð, að það geti látið alla hina fátæku og máttar- litlu vera með, þá er sú hugsjón þess sápubóla, að kaup- félag geti komið í stað kaupmanna. Ef Zrauþmacfurinn á að annast alla hina fátæku og lítilsigldu, þá sýnast mér kaupfélögin sneiðast sínum mesta ljóma; þá sýnast mér störf félaganna til þjóðþrifa meira en hálfu minna virði en ella. Þá sýnast mér kaupfél. að eins persónulegar gróða-„klikkur“ en ekki sannarleg þjóðheillafélög. Ekki ætla ég mér að halda því fram, að félögin eigi eingöngu með beinum fjárframlögum að lána fátæklingun- um, méðan þeir eru að rétta við, þótt ég líti svo á, að kaupfélagsmenn bæði geti gert það og eigi að gera það að noTckru leyti, heldur vil ég að félögin einkiim útvegi bráða- birgðarlán og ábyrgist lánin. Til er og enn handhægara meðal. Þegar verzlunin gengur vel, eins og síðastliðið ár, og menn, sem mikið innlegg hafa haft, eiga talsverðan af- gang sem innieign í reikningi sínum i félagsdeildinni, þarf eigi annað en taka ekki þessa innieign út, heldr láta hana standa óhreyfða á góðum vöxtum í deildinni. Þá getur deildin leyft hinum fátæku að skulda jafnmikla upphæð sem innieign efnamannanna er. Þetta þarf ekki að vera nein sérleg áhætta, eða litlu meiri hætta en nú er sam- fara hinni sameiginlegu ábyrgð. Innieignamennirnir geta og jafnan haft vakandi auga á þvi, hvernig hinir noti lán- 2*

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.