Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Page 64
58
ustu og þroskuðustu skipulagshugmyndir meðal annara
þ.jóða, og það er sennilegt, að sagan muni síðar meirtelja
það merkilegan viðburð, að slíkar skipulagshugmyndir skyldu
koma hér upp og verða framkvæmdar í svo óþroskuðu
þjóðfélagi, sem vort er.
En fyrst nú kaupfélagsskapurinn er rétt spor í rétta
átt, fyrsta spor til nýs og betra skipulags, þá sjá allir,
hvílík naúðsyn oss er að leggja rækt við hann, að afla oss
þeirrar þekkingar og þess þroska, er gerir oss færa um
að fullkomna þennan vísi, að skilja og nota þá eðlisstefnu
(tendens), sem fólgin er í slíku skipulagi, og sem gefur
því þá kosti, sem það hefir fram yfir annað skipulag.
Og það er ekki einungis í kaupskap eða verslun, að
þetta skipulag — samvinna og sjálfsábyrgð — er fram-
kvæmanlegt og hentugt; það er hvervetna hægt að koma
því við, og hvervetna mun það reynast réttlátara og far-
sælla en nokkurt annað fyrirkomulag, sem reynt hefir ver-
ið, enda ryður það sér hvcrvetna til rúms meðal annara
þjóða, og hrindir fram hinum stæstu framfarafyrirtækjum.
Á sama hátt sem vér uú rekum á okkar mælikvarða stór-
kostleg verslunarviðskifti, með nærfelt hálfu minni tilkostn-
aði en áður var gert, á sama hátt getum vér rekið hver
önnur fyrirtæki í búnaði, iðnaði og bókmentamálum. En til
þess þarf almennri mentun og þekkingu inikið að fara fram
hjá oss, og margir hleypidómar að hverfa. Og einnig því
fáum vér hægast komið til leiðar með samvinnunni. Eng-
in konungleg lagaboð gera oss að frjálsum og mentuðum
mönnum, heldur vorir eigin hæfileikar til skipulegs félags-
lífs og djarflegrar framsóknar.
B. J.