Samvinnan - 01.04.1968, Side 4

Samvinnan - 01.04.1968, Side 4
Westinghouse ÞARFIR ÞJÓNAR í NÝTÍZKU HÚSHALDI TILVALDAR TÆKIFÆRISGJAFIR Vöfflujárn með laus- um vöfflu- og „sand- wich“-botnum. Ristar, steikir og bakar. Hita- stillir með rauðu Ijósi. Tvær gerðir gufu- straujárna með^og án sjálfvirks vatnsúðara. Margir stillimöguleik- ar eftir verkefnum. Fljótvirk matarpanna, sem er handhæg og auðveld i notkun og þægilegt er að þrifa. Steikarpanna með ,,grill“-loki. Óvenjuleg nýjung. Nú er hægt að glóðarsteikja máltið- ina á miðju matar- borðinu. Ryksuga, sem sam- einar helztu kosti Evrópu ryksugna með kraftmiklum snúnings- bursta ásamt miklum sogkrafti. Mikið úrval hjálpartækja fylgir. Hárþurrkur með inn- byggðri ilmúðun sam- tímis því að hárið þornar. Ennfremur sérstakur blástur til að þurrka naglalakk. Þurrkan er í fallegri handhægri tösku. ALLUR SAMANBURÐUR ER WESTINGHOUSE í VIL VANDLÁTIR VELJA WESTINGHOUSE og hafa gert það hér á landi sl. 20 ár. Nánari upplýsingar, myndalistar og sýnishorn í NÝJUM GLÆSILEGUM SÝNINGARSAL laga og eðlismunurinn á þeim og verzlunum í einkaeign er þorra ungs fólks með öllu hul- inn af þeirri einföldu ástæðu, að því hefur ekki verið sagt frá þeim mun. Þeir sem ruddu samvinnu- hugsjóninni braut hér á landi gerðu sér strax grein fyrir því, að víðtæk samstaða og skiln- ingur mundi aldrei myndast um íslenzkt samvinnustarf ef ekki kæmi til þróttmikil fræðsla meðal almennings um grundvallarreglur samvinnu- félaga. Þess vegna var allt kapp lagt á það að gera sem flestum grein fyrir uppbygg- ingu samvinnufélaga og hvern- ig þau gætu bætt úr brýnni þörf heilbrigðra viðskipta. Ár- angurinn lét heldur ekki á sér standa, og ætla ég ekki að rekja það hér. Hinsvegar virð- ist mér, að eftir því sem árin hafa liðið hafi minna verið lagt upp úr samvinnufræðslu, og náði sú þróun hámarki þegar sjálft málgagn sam- vinnumanna sá sér ekki fært að minnast einu orði á sam- vinnumál! Það er engu líkara en til þess sé ætlazt, að fólk fái fræðslu um samvinnuhugsjónina í vöggugjöf. En því miður hef- ur sú náðargáfa ekki ennþá komið í ljós rneðal mennskra manna, og því telst það vart til tíðinda þó skilningsleysi verði nú æ útbreiddara á starfi samvinnuhreyfingar- innar, einkum meðal þeirrar kynslóðar sem nú tekur sem óðast við í íslenzku þjóðlífi. Samband rýrnandi skilnings og minnkandi fræðslu er auðsætt. í sjálfu sér getur það ekki talizt athugavert þótt sumir menn séu andvígir samvinnu- hreyfingunni, en þegar sú af- staða byggist á hreinni fá- fræði er hún bæði hættuleg og óafsakandi, og þá er það skylda samvinnumanna að út- rýma slíkri vanþekkingu, en leggja ekki niður laupana. Að lokum langar mig til að stinga upp á því, að framvegis verði tekinn upp þáttur í Sam- vinnunni, sem yrði einskonar fræðsluþáttur um skipulag og starfshætti samvinnufélaga á íslandi. Einnig flytti hann nýj- ustu fréttir frá íslenzku sam- vinnuhreyfingunni og alþjóða- samtökum samvinnumanna (ICA). Slíkur þáttur gæti ver- ið algjörlega sjálfstætt efni í blaðinu og þyrfti alls ekki að öðru leyti að rýra gildi Sam- vinnunnar sem vettvangs frjálsrar skoðanamyndunar á ýmsum þjóðmálum. Þeir sem óttast slíka hættu hafa af- t

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.