Samvinnan - 01.04.1968, Page 8

Samvinnan - 01.04.1968, Page 8
búa betur að lýðræði sínu, þegar þeim næst gefst tæki- færi. Ég vil að lokurn fara nokkr- um orðum um grein Magnúsar Torfa Ólafssonar: Vietnam logar. Ég tel birtingu þeirrar greinar algjör mistök af yðar hálfu. Hún er áróðursgrein af lakasta tagi, skrifuð til þess að villa mönnum sýn og í því trausti, að lesendur skorti bæði vit og þekkingu til þess að sjá við höfundinum. Og ég mun leiða fram sannanir fyrir því, að þetta er ekki sleggjudómur. Vietnam hefur orðið fyrir þeirri ógæfu að verða blóðugur vettvangur heimspólitískra átaka. í slíkum átökum verður að sjálfsögðu margt málum blandið og ná því deilur og hvífari blæfegurri og Imbefri jvoflur með r t allar jvottavélar NÝTT LÁGFREYÐANDI VEX tryggir yður beztu kaupin ásakanir heimshorna á milli. í Bandaríkjunum hafa þessi mál veruleg áhrif á komandi for- setakosningar og þá notuð mjög til persónulegra ófræg- inga milli einstaklinga og stjórnmálaflokka. Ummæli manna þar verður að dæma út frá þeim forsendum. Evrópu- menn óvinveittir Bandaríkjun- um hafa hins vegar notað styrjaldarástandið til að ófrægja Bandaríkjamenn bæði í ritum, hópgöngum og úti- fundum, og þá einkum „vinstri sinnað fólk“ í háskólum. Oft eru slíkir fundir byggðir á „upplýsingum" ekki ólíkum þeim, sem eru í grein Magnús- ar Torfa, ef ekki þaðan af verri. Mönnum af tagi Magnúsar er það mjög í mun að koma fólki til að trúa því, að flestir íbúar Vietnam hefðu óðfúsir kosið kommúnistann Ho Chi Minh, ef kosningar um sam- eining landsins hefðu farið fram tveimur árum eftir að Genfarsamningurinn var gerð- ur, svo sem þar var ráð fyrir gert. Þessu halda þeir blákalt fram þótt upplýsingar liggi fyrir, að um milljón manns beinlínis flýði í lok nýlendu- styrjaldarinnar við Frakka frá þeim landshluta, sem Ho réð, en fáir sem engir yfirgáfu hinn landshlutann. Magnús Torfi hyggst nú sanna þetta í eitt skipti fyrir öll, og vitnið, sem hann leiðir fram, er sjálfur Bandaríkjaforsetinn Dwight Eisenhower í bók sinni „Mand- ate for Change“. Torfi segir í grein sinni: „-----Bandaríkin tóku hins vegar þá afstöðu, að Vietnam væri skipt í tvö ríki, og studdi valdhafana í Saigon eindregið, þegar þeir neituðu að láta fara fram kosningar til þess að sameina landshlutana. Eisen- hower þáverandi forseti skýrir svo frá ástæðunni á 372. blað- síðu í Mandate for Change, öðru bindi endurminninga sinna frá forsetaárunum: „Ég hef aldrei rætt né átt bréfaviðskipti við nokkurn mann kunnugan málum í Viet- nam, sem ekki var þeirrar skoðunar, að hefðu kosningar farið fram myndu máske 80% þjóðarinnar hafa greitt komm- únistanum Hó Sji Minh at- kvæði.““ Magnús Torfi er sem sagt ekki í neinum vandræðum. Þetta heitir bókin, þarna er blaðsíðutalan og svo kemur tvídepillinn og ummæli forset- ans innan tilskilinna gæsa- lappa. Það er aðeins einn galli — þýðingin er fölsuð. Á tveim- ur stöðum eru felldir úr setn- ingarhlutar, sem gjörbreyta Áður hör&um höndum - meö atrix mjúkum höndum 8

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.