Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 25

Samvinnan - 01.04.1968, Qupperneq 25
um, oft máðum og stundum lítt læsilegum blaðarytjum, bjargaði ekki aðeins frá and- legum dauða, heldur frá heil- tækum horfelli á nauðöldum fortíðar, að láta sem við vit- um ekki, að Skólabókasöfn geti verið mikilvæg — og að búa svo að þeim almenningsbóka- söfnum, sem á legg hafa ris- ið, að þau séu flest með öllu óstarfhæf nema helzt til að veita mönnum dægrastytt- ingu? Annars er það mín reynsla, svo hlálegt sem það getur virzt, að í þessum efn- um standi frekar á naumum vilja og skilningi mikils þorra kjörinna forráðamanna al- þjóðar en á tregðu og skiln- ingsleysi fulltrúa almennings í stjórnum sveita, bæja og sýslna, þó að víða sé raunar pottur brotinn og áhuginn sé ekki svo óþægilega kröfuharð- ur, að áskorunum rigni yfir alþingi, hvað þá að sendimað- ur eða jafnvel sendimenn berji brúnaþungir og ögrandi að dyrum hjá ráðuneytum eða á sölum hins þúsund ára þjóð- þings. Guðm. Gíslason Hagalín. KRISTÍN H. PÉTURSDÖTTIR, KRISTÍN ÞORSTEINSDÖTTIR: SJUKRAHUSABOKASÖFN Starfsemi sjúkrahússbóka- safns er tvíþætt: Annars veg- ar fræðilegt safn fyrir lækna og sérhæft starfslið, hins veg- ar safn fyrir sjúklinga. Þessi tvö söfn eru ólík að efni og þjónustu, en bæði eru þýðingarmikill þáttur í hlut- verki nýtízku sjúkrahúss og hafa bæði sama endanlega markmið. Sjúklingasafn Tilgangur sjúklingasafns er þrenns konar: að vera dægra- stytting, gefa sjúklingnum tækifæri til þess að lesa sér til skemmtunar, hvíldar og til- breytingar; að veita fræðslu, hjálpa sjúklingnum til þess að afla sér nýrra áhugamála og upplýsinga og hjálpa honum að halda sambandi við lífið utan sjúkrahússins; að stuðla að endurhæfingu sjúklings og gefa honum sjálfsöryggi og hvatningu. Það er útbreiddur misskiln- ingur, að í sjúklingasafni eigi að vera tómt léttmeti, því að sjúklingar vilji ekki annað til lesturs. Enda þótt fólk sé hrif- ið úr sínu venjulega umhverfi og starfi vegna sjúkleika, er ekki þar með sagt, að áhuga- mál þess breytist, eða þeim fækki. Hins vegar er það rétt, að inn á sjúkrahúsin kemur hópur fólks, sem að jafnaði les ekki annað en dagblöð og vikurit og stígur aldrei fæti inn á bókasöfn. Svo er annar hóp- ur, sem hefur yndi af bókum, en vegna sjúkdóms á erfitt með að festa hugann við bók. Þess- ir hópar þurfa á auðlesnum bókum að halda, en ekki endi- lega léttmeti eða lítilfjörlegum bókum. Sjúklingasafn er í rauninni eins konar „vasaút- gáfa“ af almenningssafni, þar sem áherzla er lögð á fjöl- breytni og gæði safnkosts. Þjónusta sjúklingasafns fer mjög eftir tegund sjúkrahúss. Þar sem sjúklingar eru flestir rúmliggjandi, felst þjónustan aðallega í heimsóknum á deild- ir með bókavagna. En á sjúkra- húsum, þar sem fólk dvelur langdvölum, og á geð- og taugadeildum, skipuleggur bókasafnið starfsemi sína eftir áhugamálum, þörfum og getu sjúklinganna. Hlutverk sjúk- lingasafns verður þannig ann- að og miklu stærra en það að geyma og lána út bækur. Erlendis þykir það sjálfsagð- ur hlutur, að almenningssöfn sjái um tónlistarkvöld, bók- menntaþætti, lestrarklúbba, og fleira slíkt. Þessi starfsemi á ekki síður heima á sjúkrahús- um, einkum þar sem geðsjúk- lingar og langvistarsjúklingar dvelja. Á slíkum sjúkrahúsum er áherzla lögð á biblioþerapíu, þ. e. a. s. endurhæfingu, sem byggist á lestri og notkun bóka. Biblioþerapía var um skeið nokkurs konar tízkufyrirbrigði, og margir bókaverðir héldu því jafnvel fram, að sjúklingar þyrftu ekki aora meðferð. En þótt dregið hafi úr trúnni á lækningamátt bóka, má ekki vanmeta gildi þeirra sem liðs í læknismeðferð sjúklinga. Reynsla hefur sýnt, að bóka- safnsþjónusta við sjúklinga hefur átt drjúgan þátt í að flýta fyrir bata þeirra og auð-. velda þeim aðlögun að breytt- um lífsháttum eða umhverfi. Læknisfræðisafn Markmið þess er: að sjá læknum og öðru sérmenntuðu starfsliði sjúkrahúss fyrir safni bóka og tímarita, sem gerir þeim kleift að fylgjast með nýjungum og þróun á starfssviði sínu; að skapa að- stöðu til rannsóknar- og vís- indastarfs starfsliðs. Sá tími er löngu liðinn, að Iæknum nægðu nokkrar hill- ur af handbókum og ein áskrift að Nordisk Medicin til þess að halda við þekkingu sinni og Bókavörður Landspítalans aðstoð- ar lœkni við upplýsingasöfnun. fylgjast með því, sem fram fór á sviði læknislistarinnar. Magn þeirra upplýsinga, sem snerta lækna og aðra, sem að heilbrigðisþjónustu vinna, hef- ur margfaldazt á síðustu ár- um vegna hinna miklu og öru framfara á sviði vísinda og tækni. Því verða þessar stétt- ir að leita stöðugrar og áfram- haldandi menntunar til þess að uppfylla lágmarkskröfur um hæfni og þekkingu. Aðalvettvangur framfara í læknisfræði eru tímarit, og er því eðlilegt, að þau myndi kjarna þessa safns. En til þess að þau komi að fullu gagni, Bókasafnsþjónusta við sjúklinga á Borgarspítalanum. Bókavagninn er gjöf frá Lionsklúbbnum Baldri. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.