Samvinnan - 01.04.1968, Side 26

Samvinnan - 01.04.1968, Side 26
verður safnið að eiga helztu lykilrit að tímaritum: indexa, þar sem á skömmum tíma er hægt að fá yfirlit um, hvað skrifað hefur verið um ákveð- ið efni; og abstrakta, þar sem birtist samandregið efni bóka og tímarita, þannig að not- andinn getur sparað sér mik- inn tíma og ómak, sem færi í að lesa efnið óstytt og ákveða notagildi þess. Ennfremur verður læknis- fræðisafn sjúkrahúss að eiga góðan bókmenntakost á sviði undirstöðuvísinda, almennrar læknisfræði og hinna ýmsu sérsviða, er snerta verkahring sjúkrahússins. Hver deild sjúkrahúss hlýtur jafnan að eiga nokkurt handbókasafn, en óumdeilanlega er hagkvæm- ast, að sem mest af bóka- og tímaritakosti sé staðsett á safninu. Spjaldskrá safns verð- ur að ná yfir allan bókmennta- kost sjúkrahússins, bæði í safni og deildum. Þýðingarmestu þættir í þjón- ustu safnsins eru aðstoð við heimildaleit og útvegun efnis og upplýsinga frá innlendum og erlendum stofnunum. Læknisfræðisöfn sjúkrahúsa geta aldrei orðið fullnægjandi og sjálfstæð söfn. Það er að- eins með nánum tengslum við önnur söfn og safnmiðstöðvar, að þau geta veitt nauðsynlega þjónustu. Mikið skortir á, að tengslin milli heilbrigðis- og rannsókna- stofnana séu slík, að þau litlu söfn og safnvísar, sem þegar starfa hér, geti stuðzt hvert við annað. Þrátt fyrir stór inn- kaup læknisfræðilegra bók- mennta, eru þær lítt aðgengi- legar flestum, jafnvel kaup- endum sjálfum. Mörg dæmi eru þess, að læknar og aðrir hafi lagt á sig mikla fyrirhöfn við útvegun gagna frá erlendum aðilum, en síðar komið í Ijós, að ritin voru til hjá innlendum stofnunum. Mjög vantar á, að heildar- yfirlit náist yfir bókmennta- kost í heilbrigðisstofnunum og nýting hans og skipulag full- nægi lágmarkskröfrm. Þörfin á samskr aningu rita er augljós og brýn, og mjög aðkallandi er, að sterk og góð samvinna komist á með öllum þeim stofnunum og einstak- lingum hér á landi, sem kaupa og nota læknisfræðilegar bók- menntir. Lokamarkmið slikrar sam- skráningar og samvinnu hlýt- ur að verða stofnun læknis- fræðilegs miðsafns, sem yrði sjálfstæð eining háskólasafns og staðsett sem næst miðstöð kennslu í læknisfræði. Notkun og nýting slíks mið- safns mundi að sjálfsögðu ná til allra starfshópa, sem starfa að verkefnum innan læknis- fræði, heilsugæzlu og grund- vallargreina læknisfræðinnar (biomedioal sciences). Þannig yrði greiður aðgangur að safn- þjónustu fyrir læknastúdenta, hjúkrunarkonur, tannlækna, svo og stúdenta og sérfræðinga í grundvallargreinum, svo sem lífeðlisfræði, lífefnafræði, o. s. frv. Vísindalegum rannsóknum og læknamenntun er ekki hægt að halda uppi án vísindalegs bókasafns. Læknisfræðileg safnmiðstöð er því óhjákvæmi- legur þáttur í framtíðarskipu- lagi menntunar og rannsókna á íslandi. Kristín H. Pétursdóttir Kristín Þorsteinsdóttir GUÐMUNDUR SVEINSSON: BOKASAFN BIFRASTAR Að menntasetri sínu Bifröst í Borgarfirði eru samvinnu- menn að eignast óvenjulegt bókasafn. Það er á sérstæðan hátt tengt samvinnuhreyfing- unni í landinu og skólanum á staðnum. Gerð skal lítillega grein fyrir tilkomu bókasafns- ins og sérstöðu þess. Þegar Samvinnuskólinn var fluttur að Bifröst árið 1955, þótti eðlilegt að skólinn eign- aðist bókasafn til afnota fyrii nemendur og starfsfólk. Var þegar á fyrsta vetri myndaður vísir að slíku safni. Vísirinn var að sjálfsögðu smár, enda þurfti í mörg horn að líta, þar sem verið var að leggja grund- völl menntastofnunar, er mik- ils þurfti við í tækjabúnaði og kennsluaðstöðu. Hið fyrsta meiri háttar átak sem gert var í bókasafnsmáli Samvinnuskólans var að festa kaup á einkasafni er orðið gæti stofn. Einkasafn þetta átti Jón Emil Guðjónsson, forstöðu- maður bókaútgáfu námsbóka. Hér var um næsta alhliða bókasafn að ræða. Jón Emil hafði þó sýnilega lagt mesta áherzlu á að safna Ijóðabókum og ferðabókum. — Þá fékk skólinn um svipað leyti all- mikið af bókum og ritum, sem verið höfðu í eigu Sambands íslenzkra samvinnufélaga, en safnazt á löngum tíma. Samvinnuskólinn hafði ekki verið starfræktur lengi í Bif- röst, þegar sú hugmynd kom fram, að eðlilegt mætti teljast að ákveðinn þáttur væri rík- astur og áhrifamestur í bóka- safni staðarins. Var þar átt við þátt félagsfræði, sociologiu. Heyrðust um það raddir, að sjálfsagt væri, að sköpuð yrði aðstaða í menningarmiðstöð samvinnuhreyfingarinnar til að kynna og sinna þeim fræð- um sérstaklega svo mjög sem þau tengdust félagsmálastarf- semi hverju nafni sem nefnd- ist. Ættu nemendur skólans og kennarar að hafa greiðan að- gang að gögnum, er fræddu um allt er kæmi við samfélag- inu, stofnunum þess og stefn- um, er áhrif hefðu á þróun þess og framvindu mála. Þrátt fyrir allmiklar umræð- ur, greinar og reyndar álykt- anir á kennarafundum skól- ans, er allt hneig í eina átt, varð minna úr framkvæmd- um. Má segja að skriður kæm- ist á málið fyrir óvænt atvik. Fyrrverandi skólastjóri Sam- vinnuskólans, Jónas Jónsson frá Hriflu, kom dag nokkurn að máli við undirritaðan. Hann hafði hugsað sér að gefa bóka- safni skólans nokkrar bækur, sagði hann, úr einkasafni sínu. Gjöfin var að sjálfsögðu þegin með þökkum. Það kom hins vegar í ljós að þær bækur, sem Jónas gaf skólanum, fjöll- uðu allar um félagsfræði, ein- mitt þá námsgrein, sem Jónas sjálfur hafði kennt á sínum tíma. Mun Samvinnuskólinn hafa verið eini skóli landsins, þar sem félagsfræði var meðal námsgreina og vakti það mikla athygli. Kennslu Jónasar í þeirri grein var líka viðbrugðið. Gjöf Jónasar tryggði bókasafni Samvinnuskólans eintök af ýmsum hinna þekktustu rit- verka á sviði félagsfræðinnar, svo sem bækur eftir Auguste Comte og Herbert Spencer. Annað var samt meira um vert. Bókagjöf Jónasar undir- strikaði á áhrifaríkan hátt hin fyrri sjónarmið og hvatti til framtaks. Eftir að gjöf Jónasar barst skólanum leið ekki á löngu, þar til sú tillaga var borin fram, að sérstök deild yrði stofnuð í bókasafni Bifrastar. Deildin átti að bera nafn Jón- asar Jónssonar, en þar skyldi safnað bókum og ritum félags- fræðinnar. Það var ljóst, að með þessari tillögu hafði hug- mynd bókasafnsins að Bifröst breytzt. Var það nú hugsað stærra í sniðum en áður og hlutverk þess skilgreint á ann- an veg en fyrr. Var nú í fullri alvöru talað um það, að bóka- safn Bifrastar yrði raunveru- lega bókasafn samvinnuhreyf- ingarinnar sem slíkrar, en Bif- röst miðstöð félagsfræða og samvinnufræða á hennar veg- um. — Það var í fullu samræmi við hið nýja viðhorf, að rætt var um að skapa að Bifröst aðstöðu til fræðistarfa og vís- indaiðkana í umræddum grein- um. Keppa átti að því marki að eitthvert fjölbreyttasta safn rita og bóka um félagsfræði og önnur skyld efni væri að finna að Bifröst. Þegar svo væri kom- ið, hlytu forráðamenn sam- vinnuhreyfingarinnar að gefa fræðimönnum kost á að dvelja að Bifröst til þess að vinna að verkefnum sínum og fræðum. Þetta nýja viðhorf til bóka- safns Bifrastar hlaut sérstaka áréttingu vorið 1965, þegar 80 ára afmælis Jónasar Jónsson- ar var minnzt í Samvinnuskól- anum. í tilefni afmælisins hafði stjórn Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga ákveð- ið að leggja fram 80 þúsund krónur, sem ráðstafa átti til að leggja grundvöllinn að fé- lagsfræðideild bókasafnsins. Var jafnframt ákveðið, að sú deild yrði kennd við Jónas Jónsson. Deildinni var ætlað að tryggja, að þau fræði, er Jónas unni mest, skipuðu sér- stakan sess í bókasafninu, vektu athygli nemenda Sam- vinnuskólans og annarra, sem aðstöðu hefðu til afnota af safninu á hinum margvíslegu verkefnum og úrlausnarefnum þessara fræða. Hið fyrsta sem gert var eftir að umrædd peningagjöf barst skólanum var að afla upplýs- inga um viðameiri heildarút- gáfur erlendra bókaútgefenda um félagsfræði. Leiddi það til bess að allmiklum hluta gjafa- fjárins var ráðstafað til kaupa á alþjóðlegu bókasafni um félagsmál, International Libra- ry of Sociology and Social Reconstruction. Heildarútgáfa bessi hófst fyrir nokkrum ár- um á vegum hinnar kunnu bókaútgáfu Routledge and Kegan Paul í London. Hvata- maður útgáfu fræðirita um bióðfélagsmál var Karl Mann- heim, kunnur félagsfræðingur. Á þriðja hundrað bækur hafa til bessa komið út í ritsafninu, en útgáfunni er haldið áfram og ætlunin að kynna merkustu framlög á sviði félagsfræðinn- ar. — Jafnframt var skólanum tryggð áskrift að kunnu tíma- 26

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.